Leita í fréttum mbl.is

Blikar fengu öll gullverðlaunin

A lið gull Breiðablik 

Breiðablik vann gullverðlaun í keppni A-liðanna eftir skemmtilegan og spennandi úrslitaleik við heimamenn í Þór. Blikarnir nældu líka í gullverðlaun í keppni B-liðanna - unnu Val 4:1 í úrslitaleiknum og Breiðablik fékk líka gull í keppni C-liðanna. Þar var ekki eiginlegur úrslitaleikur, og þó; tvö Blikalið voru efst og jöfn fyrir síðasta leikinn, þar sem þau mættust.

Þórsarar komust í 2:0 í úrslitaleik A-liðanna og þannig var staðan í hálfleik. Blikarnir komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og náðu að jafna áður en yfir lauk. Því var gripið til framlengingar og hér á Goðamótinu gildir reglan um gullmark; Breiðablik náði að skora í framlengingunni og þar með lauk leiknum og þær grænklæddu úr Kópavogi fögnuðu ákaft.

Til hamingju með gullið Blikar!

Full ástæða er til þess að óska Þórsurum líka til hamingju, með silfrið. Auðvitað er leiðinlegt að tapa en Þórsstelpurnar stóðu sig mjög vel. Það gerðu KA-menn og Þróttarar líka; liðin mættust í leik um þriðja sæti A-liðanna, honum lauk með jafntefli, 1:1 og ekki var skorað í framlengingu. Þess vegna var hlutkesti varpað og KA-menn unnu það. Þeir fengu því bronsið.

A-lið Breiðabliks er að ofan. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna sem lauk í Boganum fyrir tæpum klukkutíma.

Myndir af öllum verðlaunaliðunum og fleiri myndir úr leikjum dagsins verða settar inn í albúmið hægra megin á síðunni seinna í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband