Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Goðamót TV - ný myndbönd

Nú er að mestu lokið myndbandavinnslu eftir fyrstu tvö Goðamótin (4kvk og 5kk) og næstum þrjátíu myndbönd komin inn á Youtube. Við förum kannski betur yfir allt myndefnið fljótlega og búum til myndbönd á gamansömum nótum til að bæta í safnið þannig að óhætt er að kíkja reglulega á rás Þórsara á Youtube.com. Ætlunin er að halda áfram á sömu braut á komandi mótum og þróa verkefnið jafnóðum og við lærum af reynslunni.

Tengla inn á myndbandalista fyrir hvert mót má finna á Goðamót TV-síðunni.

Ef þú ert að leita að upplýsingum um næsta mót kíktu þá á næstu frétt á undan þessari - þar er tengill á riðlaskiptingu og leikjadagskrá fyrir 5kvk og 6kvk.


Leikjadagskráin klár

Enn og aftur styttist í Goðamót og næstum allt að verða klárt fyrir mótið í 5. og 6. flokki kvenna sem verður 4.-6. mars.

Búið er að leggja lokahönd á riðlaskiptingu og uppsetningu leikjadagskrárinnar ogmá nálgast þær upplýsingar í pdf skjölum sem fylgja þessari frétt. Fyrstu leikir hefjast kl.16:00 á föstudag og mótinu ætti að vera lokið um kl.15:00 á sunnudag.

Eins og venjulega verður gist í Glerárskóla og vill mótsstjórn leggja áherslu á að móttaka liða hefst kl. 15.00 á föstudag í skólanum. Við biðjum liðin um að virða þá tímasetningu þannig að starfsfólk skólans fái tóm til að ganga frá að lokinni vinnuviku þar. Ef lið eru komin fyrr til Akureyrar eru þau velkomin í Hamar, félagsheimili Þórs, þar sem hægt er að setjast niður og slaka á þar til hleypt verður inn í skólann.

Handbók mótsins með margs konar gagnlegum upplýsingum, auk leikjadagskrárinnar, verður tilbúin síðar í vikunni og verður m.a. sett hér inn á mótssíðuna sem pdf-skjal. Þannig ættu allir, bæði þjálfarar, fararstjórar, keppendur og foreldrar að geta kynnt sér dagskrána, reglur og fleira.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Goðamóti Þórs fyrir 5.flokk karla 2011 er lokið

A Þór - Fylkir 

Þá er Goðamóti Þórs fyrir 5.flokk karla árið 2011 lokið. Nánar fréttir af mótinu verða settar hér á síðuna í kvöld og á næstu dögum, þar með talin fjöldi ljósmynda og myndbanda frá mótinu.

Óhætt er að segja að Þórsarar hafi sýnt litla gestrisni innanvallar því þeir sigruðu Í A-, B-,C- og F-liðum. Fjölnir hafði sigur í D-liðum og Breiðablik í E-liðum.

Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir helgina!

kv. mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit - krosspil og leikir um sæti í gangi

Eins og alltaf þá munum við vera dugleg að uppfæra nýjustu úrslit hér á Goðamótssíðunni alla helgina. Nýjustu úrslit getið þið nálgast með því að smella á skránna hér að neðan.

(Uppfært kl. 13.40 (sunnudag)).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Velkomin til Akureyrar!

Á sér síðu hér á blogginu - Goðamót TV - setjum við jafnóðum inn myndbönd frá mótinu eftir því sem við höfum tíma til að klippa og setja inn. 

Hér er fyrst stutt kveðja frá strákunum í 5. flokki Þórs til allra gesta á mótinu:


Laust pláss í 6.flokki karla 25.-27. mars nk.

Eitt lið hefur dregið sig úr keppni hjá 6.flokki karla helgina 25. - 27. mars nk. Það er því eins og staðan er núna laust á mótið, 55 lið eru skráð til leiks en við getum tekið á móti í allra mesta lagi 60 liðum. Hafið því hraðar hendur 6.flokks þjálfarar ef þið hafið áhuga á að vera með í mótinu, nú eða bæta við liðum hjá þeim sem þegar hafa skráð sig.

kv. mótsstjóri


Goðamót TV

Á Goðamóti 4. flokks kvenna á dögunum mundaði einn úr mótsnefndinni litla myndbandstökuvél. Reyndar skal viðurkennt að tökumaður náði ekki mörgum mörkum, yfirleitt var skorað á öðrum völlum en hann var að mynda hverju sinni.

Frá mótslokum hafa farið nokkrir hálftímar í að klippa saman efni og gera það birtingarhæft. Nú eru komin ein ellefu myndbönd frá mótinu inn á Youtube og eru tengingar á myndböndin á sér síðu hér á Goðamótsvefnum. Myndböndin má einnig finna á rás Þórs, thorsports, á Youtube.

Ætlunin er að halda áfram á sömu braut og þróa vinnsluna áfram.  Goða skemmtun!


Handbók Goðamótsins

Fararstjórar og þjálfarar fá Handbók Goðamóta útprentaða þegar liðin mæta á staðinn og gera upp mótsgjaldið (tvær á hvert lið). Í handbókinni eru hagnýtar upplýsingar um mótið, svo sem dagskrá og tímasetningar, gagnleg símanúmer, umgengnisreglur, keppnisreglur, riðlaskiptingu og leikjadagskrá.

Foreldrar heima og á staðnum, fararstjórar, þjálfarar og þátttakendur geta einnig opnað Handbókina hér á vefnum okkar (pdf-skjal) og prentað út.

Handbók Goðamóta Þór 2011 - 5. flokkur karla

Sjá einnig leikjadagskrána og riðlaskiptingu í sér skjali í frétt hér neðar. 


Goðamót - lokaniðurröðun á leikjaplani og riðlum

Góðan dag!

Hér kemur lokaútgáfa leikjaplans og riðlaskiptingar á Goðamóti 5.flokks karla 2011. Engar breytingar hafa verið gerðar á riðlaskiptingu en örlitlar breytingar á leikjaniðurröðun E og F-liða. 

Leikjaplaninu verður ekki breytt héðan í frá nema að eitthvað mikið komi upp á.

Þið smellið á skrárnar sem fylgja þessari færslu til að skoða leikjaplan og riðlaskiptingu.

kv. Jónsi mótsstjóri


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Riðlaskipting og leikjaplan á Goðamóti 5.flokks karla (uppfært)

Með því að smella á tenglanna hér fyrir neðan má nálgast leikjaplan og riðlaskiptingu á Goðamóti 5.flokks karla.

Uppfært sunnudag kl.16:00. Engar breytingar nema að Mývetningur kemur inn í E-liða keppni í stað Fjölnis. Bið Mývetninga innilega afsökunar á þessum mistökum!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband