Leita í fréttum mbl.is

Ísfirðingar létu ófærð ekki stoppa sig!

Föstudagur 018Nokkrum liðum hefur seinkað eitthvað á leiðinni norður til okkar í dag, aðallega vegna þess að þjóðvegurinn um Kjalarnes var lokaður í morgun vegna ófærðar. Margir strákanna eru þó komnir og flest liðin komin langleiðina til Akureyrar. Örlítil seinkun gæti þó orðið á því að mótið byrji en flauta átti til fyrstu leikja núna klukkan þrjú.

Gaman er að segja frá því að Ísfirðingar létu ófærð og vont veður ekki stoppa sig. Lið þeirra lagði af stað að heiman síðdegis í gær en eftir nokkra klukkutíma ferð var óumflýjanlegt að snúa við vegna veðurs og hópurinn gisti á Hólmavík í nótt. Ísfirðingar fóru svo af stað á ný snemma í morgun eru nú mættir galvaskir í Glerárskólann og er að gera sig klára fyrir keppni. Ástæða er til þess að bjóða þessar vestfirsku hetjur sérstaklega velkomnar!

Á myndinni eru nokkrir Ísfirðingarnir í Glerárskóla um miðjan dag þar sem þjálfarinn þeirra, Jón Hálfdán Pétursson, hélt smá fund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband