Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Goðamóti 4.fl.kv 2011 lokið

Þá er fyrsta Goðamóti ársins 2011 lokið  og er óhætt að segja að virkilega vel hafi tekist til að þessu sinni. Keppni hefur sjaldan verið jafnari og skemmtilegri.

Liðin eru nú flest á heimleið eftir góða helgi en fyrir ykkur stelpur og foreldrar sem voru hér um helgina borgar sig að fylgjast aðeins með hérna á síðunni næstu daga því fjölgmargar myndir frá mótinu verða birtar (og hafa þegar verið birtar) auk myndbands sem klippt verður saman og sett á vefinn.

Fyrir hönd Goðamótsnefndar þakka ég ykkur öllum fyrir frábæra helgi og hlakka til að sjá ykkur að ári liðinu.

kveðja, Jónsi mótsstjóri


Úrslit ráðin

Eftir æsispennandi keppni eru öll úrslit mótsins ráðin. Verðlaunaafhendingin hefst eftir nokkrar mínútur í boganum og það væri gaman ef sem flestir létu sjá sig þar til að hylla sigurliðin. Eftir verðlaunaafhendinguna er síðan boðið upp á Goða pylsur fyrir utan Hamar.

 

A-lið

1.sæti - Breiðablik

2.sæti - KA

3.sæti - FH

 

B-lið

1.sæti - Þór

2.sæti - FH

3.sæti - Fjölnir

 

C-lið

1.sæti - Fjölnir

2.sæti - Tindastóll

3.sæti - Breiðablik

 

D-lið

1.sæti - Fylkir

2.sæti - Þór

3.sæti - Völsungur


Úrslitaleikir í gangi

Nú eru allir úrslitaleikir mótsins hafnir, þeir eru:

A-lið   Breiðablik - KA

B-lið   Þór - FH

C-lið   Fjölnir - Tindastóll

D-lið   Fylkir - Þór

 

Öll önnur úrslit mótsins eru klár og hægt er að skoða þau í meðfylgjandi skjölum.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

A-lið

Nýjustu úrslit hjá A-liðum:

Leikur um bronsið:
FH -Fjölnir 3-1

A-lið B-úrslit (5.-6. sæti)
Þór - Fylkir 3-0


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

C og D-lið

Úrslitaleikjum um þriðja sæti hjá C og D-liðum var að ljúka, Breiðablik vann bronsverðlaunin hjá C-liðum, Völsungur vann bronsverðlaun D-liða.

C-lið
Þór/KA - Breiðablik 0-1

D-lið
Völsungur - Fjölnir 4-2

D-lið

Úrslit hjá D-liðum í morgun:

Undanúrslit:
Völsungur - Fylkir  0-1
Þór - Fjölnir 1-0

5.-8. sæti (B-úrslit)
Breiðablik - Þór/KA2  3-0
FH2 - FH1  4-1

Fylkir og Þór leika til úrslita um gullið kl. 12.20 (breyting frá leikjadagskrá), Völsungur og Fjölnir leika um bronsið kl. 11.40.

Breiðablik og FH2 leika um B-úrslita bikarinn kl. 13.00 og Þór/KA2 og FH1 leika um 7.-8. sæti kl. 11.40.


C-lið

Leikir C-liða í morgun:

Undanúrslit:

Fjölnir - Þór/KA  3-0
Breiðablik - Tindastóll  2-2 (Tindastóll vann á hlutkesti)

B-úrslit
HK - KR  0-1
Fjarðabyggð - BÍ 3-3 (BÍ vann á hlutkesti)

 Fjölnir og Tindastóll leika um gullið, Þór/KA og Breiðablik leika um bronsið, KR og BÍ leika um B-úrslita bikarinn og Fjarðabyggð og HK leika um 7.-8. sæti.


Nýjustu úrslit

Nýjustu úrslit í C- og D-liðum og leikjaniðurröðun er komin inn í skjölin hérna að neðan.

 

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á leikjaniðurröðun og breytingarnar eru sem hér segir:

Tímabreytingar:
A-lið: Þór - Fylkir  kl. 12:20  Völlur:1
B-lið: Breiðablik - Fjölnir  kl. 13:00  Völlur: 3

Vallarbreytingar:
C-lið: KR - BÍ  kl. 13:00  Völlur: 1


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

B-lið

Úrslit úr leikjum B-liða, undanúrslit og 5.-8. sæti:

1.-4. sæti
Breiðablik - Þór 0-1
Fjölnir - FH 0-1

5.-8. sæti
KA - KF 2-1
Völsungur - Fylkir = (jafnt eftir framlenginu, Fylkir vann á hlutkesti)

Lokaleikir hjá B-liðum:

Gull - kl. 13.40: Þór - FH (völlur 2)
Brons - kl. 12.20: Breiðablik - Fjölnir (völlur 1)

B-úrslit (5.-6.) - kl. 13.00: KA - Fylkir (völlur 2)
7.-8. sæti - kl. 12.20: KF - Völsungur (völlur 2)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lokadagurinn hafinn

Fyrstu leikir sunnudagsins eru hafnir og eru það B-liðin sem fyrst rísa úr rekkju.

Í undanúrslitum B-liða leika Breiðablik-Þór og Fjölnir-FH. Sigurliðin leika um gullið og tapliðin um bronsið. Í keppni um 5.-8. sæti (B-úrslit) hjá B-liðum leika KA-KF og Völsungur-Fylkir. Fyrir þá sem ekki vita þá er KF skammstöfun fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og því arftaki Leifturs og KS. Sigurliðin í þessum leikjum leika um B-úrslita bikar en tapliðin leika um 7.-8. sæti.

Kl. 9.40 hefjast undanúrslit C-liða. Þar eigast við Fjölnir-Þór/KA og Breiðablik-Tindastóll þar sem sigurliðin leika síðan um gullið og tapliðin um bronsið seinna í dag. Þess má geta að þrjú lið urðu jöfn í öðru sæti í öðrum riðlinum og því var dregið um röð þeirra á fararstjórafundi í gær. Þar var það Breiðablik sem hafði heppnina með sér og komst í úrslitin, en HK og Fjarðabyggð fara í keppni um 5.-8. sætið (B-úrslit). Sigurliðin í þessum leikjum leika um B-úrslita bikarinn en tapliðin um 7.-8. sæti.

Undanúrslit D-liða hefjast síðan kl. 10.20. Þar eigast við Völsungur-Fylkir og Þór-Fjölnir og fara sigurliðin í leik um gullið en tapliðin leika um bronsið. Hjá D-liðum leika Breiðablik-Þór/KA2 og FH2-FH1, sigurliðin leika um B-úrslita bikarinn en tapliðin um 7.-8. sæti.

Undanúrslit A-liða fóru fram í gær. Breiðablik vann Fjölni, 3-0, en FH og KA skildu jöfn, 1-1, eftir framlengdan leik. Þá var varpað hlutkesti og hafði KA heppnina með sér og leikur því til úrslita gegn Breiðabliki, en FH og Fjölnir leika um bronsið. Í B-úrslitum A-liða leika Fylkir og Þór, og um 7.-8. sæti leika Tindastóll og KR.  

Þess má geta að þrisvar þurfti að varpa hlutkesti eða draga um röð liða í gær. Fyrst voru það Þór og Fjölnir sem enduðu jöfn í 2. sæti síns riðils hjá A-liðum og höfðu gert jafntefli sín á milli þannig að þá kom til hlutkestis sem Fjölnir vann og komst þar með í úrslitin en Þórsstelpur í keppni um 5.-8. sæti (B-úrslit). Síðan var jafnt hjá FH og KA í undanúrslitum A-liða og vann KA það hlutkesti og leikur því um gullið. Loks voru síðan þrjú lið jöfn í öðru sæti í öðrum riðlinum hjá C-liðum og var dregið um röð þeirra á fararstjórafundi í gærvköldi. Röðin þar varð: Breiðablik-HK-Fjarðabyggð. Það skondna við þann drátt að fulltrúar HK og Fjarðabyggðar voru á staðnum og drógu sín spil, drottningu og gosa, en enginn fulltrúi frá Breiðabliki var á fundinum og fékk Breiðablik því síðasta spilið - sem var kóngurinn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband