Færsluflokkur: Íþróttir
5.2.2011 | 19:54
Nýjustu úrslit og niðurröðun morgundagsins
riðlum. Niðurröðun fyrir krossspil sunnudagsins er svo gott sem komin inn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 10:58
Nýjustu úrslit, fyrstu leikjum á laugardegi lokið
Laugardagurinn fer vel af stað og fyrstu úrslit eru komin inn í pdf skjölin hérna neðst í færslunni.
Við viljum minna þá fararstjóra sem eiga eftir að skrá liðin sín í rúturnar sem ganga í Brynju á að koma við hjá mótsstjórn og gera það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 08:48
Laugardagur til lukku og Brynju ís eftir hádegið
Laugardagur er hafinn, vonandi til lukku. Fyrstu leikir á Goðamótinu í dag hefjast kl. 9.30 og eru það B-liðin sem fyrst þurfa að rísa úr rekkju. Það er auðvitað skemmtileg tilviljun ef mið er tekið af kenningum um A-fólk og B-fólk varðandi svefntíma og hvenær fólk vaknar. En það er allt annar handleggur.
Núna kl. 9.30 eigast við í B-liðum KA-Völsungur, Breiðablik-HK og Höttur-KF. Leikjadagskráin heldur svo áfram í allan dag og hefjast síðustu leikir kl. 18.10. Laugardagur á Goðamótum þýðir líka eitt: Ísferð í Brynju. Eftir hádegið í dag verða tveir góðir Þórsarar á ferðinni á SBA-rútum og ferja liðin og liðsstjóra inn í Innbæ þar sem þátttakendur, fararstjórar og þjálfarar (ekki aðrir) fá hinn fræga Brynju ís.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 22:31
Vel heppnuð nýjung á Goðamóti
Goðamótsnefndin tók upp á því nú á þessu móti sem ekki hefur verið gert á fyrri Goðamótum, að girða af öryggissvæði við völlinn sem eingöngu er ætlað fyrir þjálfara, liðsstjóra og keppendur í þeim liðum sem eru að leika hverju sinni
Þetta virðist virka nokkuð vel, nú hafa þjálfarar gott pláss og útsýni yfir völlinn og þurfa ekki að fara inn á völlinn sjálfan til að sjá meðfram hiðarlínunni eins og oft er ef foreldrar og aðrir áhorfendur eru komnir alveg að hliðarlínunni.
Þetta sést til vel á einni af myndunum sem tekin var í dag (sjá hér). Þetta kemur einnig fram í húsreglum Bogans á Goðamótum sem birtar eru í handbók Goðamótsins, en hana fá þjálfarar og fararstjórar liðanna afhenta við komu á mótið. Þar er þetta orðað svona: "Vallarsvæði á Goðamótum er afmarkað með sérstökum borða og eiga allir áhorfendur að vera utan vallarsvæðisins. Einungis, dómari leiksins, leikmenn, þjálfararar og liðstjórar þeirra liða sem taka þátt í leiknum mega vera innan vallarsvæðisins."
Sjálfa handbókina má sækja í pdf-formi á slóðinni hér að neðan:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 21:26
Fyrsta degi lokið
Nú er keppni föstudagsins lokið og öll úrslit komin inn. Mótið hefur farið vel fram hingað til og allt gengið stóráfallalaust nema hvað einn keppandi varð fyrir því óláni í dag að handleggsbrotna. Við sendum henni bestu óskir um góðan bata.
Ljósmyndararnir okkar hafa verið á fullu í dag og eru búnir að bæta inn fleiri myndum í myndaalbúmið hér hægra megin.
Öll úrslit dagsins og leikjadagskrá morgundagsins og sunnudagsins má finna í þessum pdf-skjölum:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 18:22
Allt komið í fullan gang
Tuttugasta og sjötta Goðamótið er hafið á Akureyri í blíðskaparveðri, allir komust á staðinn og fyrstu leikirnir hjá 4. flokki kvenna hófust kl. 16.30 í dag. Útlit er fyrir gott og skemmtilegt mót þar sem fótboltinn verður í fyrirrúmi.
Tveir af hirðljósmyndurum félagsins, þeir Páll Jóhannesson og Rúnar Haukur Ingimarsson, verða á ferðinni um helgina með fína dótið sitt og fyrstu myndirnar eru nú þegar komnar á netið - sjá efst í dálkinum hér til hægri (eða smellið hér).
Fyrstu úrslit dagsins:
B-lið
HK - Fjölnir 0-3
Höttur - Þór 0-1
KF - Fylkir 2-6
C-lið
HK - Fjölnir 1-4
Breiðablik - Fjarðabyggð 0-1
FH - Þór 2-3
KR - BÍ 0-3
Nú standa yfir fyrstu leikir D-liða, Þór/KA1 gegn Þór, Breiðablik gegn FH2 og Fylkir gegn Fjölni. A-liðin hefja keppni kl. 18.20 og þá eigast við FH og Þór, Fjölnir og Tindastóll, Fylkir og KA, KR og Breiðablik.
Goða skemmtun!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 12:16
Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans
Goðamótsnefndin vill vekja athygli keppenda, þjálfara og fararstjóra á því að stranglega er bannað að klifra yfir girðingar við Þórsvöllinn og ganga yfir völlinn. Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans liggur fyrir ofan og aftan (vestan) stúkuna á Þórsvellinum eins og sjá má á meðfylgjandi korti.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2011 | 21:11
Veðurguðirnir verða okkur vonandi hliðhollir
Góða kvöldið,
Eins og fólk hefur væntanlega séð er veðurspáin fyrir miðvikudagsnóttina, fimmtudaginn og fimmtudagskvöld ekkert sérstök en að öllum líkindum verður þetta allt gengið yfir á föstudag og því ekki ástæða til að óttast að veðrið skemmi fyrir okkur. Við mælum samt með að fólk fari frekar í fyrra laginu af stað svo hægt sé að taka sér nógan tíma í ferðalagið og fara varlega :)
Hlökkum til að sjá ykkur öll á föstudag þrátt fyrir hið ljúfa íslenska veðurfar!
kveðja, mótsstjórn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna fjölda fyrirspurna þar um viljum við koma því á framfæri að lokafrestur til að greiða staðfestingagjöld rennur út viku fyrir mót (á ekki við um 4.kv. - allir þar hafa gert grein fyrir hvernig þeir greiða þar). Séu einhver vandræði með að borga staðfestingagjöld skuluð þið ekki hika við að hafa samband og við leysum málið.
Hægt er að greiða staðfestingargjöld (kr.10.000 per lið frá félagi) inn á reikning: 1145-26-147500 Kennitala. 520603-3010
kveðja, mótsstjórn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2011 | 22:50
Goðamót 4.flokks kvenna leikjaplan og riðlaskipting
Nú borgar sig að fylgjast vel með næstu daga hér á síðunni því hún mun lifna til muna enda styttist í fyrsta Goðamótið árið 2011!! Það er 4.flokkur kvenna sem ríður á vaðið og er óhætt að segja að mótið líti vel út. 38 lið frá 16 félögum taka þátt og hefur mótið einfaldlega aldrei verið jafn sterkt!
Á morgun, þriðjudag eða á miðvikudag verður svo sett inn hér endanleg dagskrá fyrir mótið en til að það sé nú alveg á hreinu þá hefjast fyrstu leikir kl.16:30 á föstudag og mótinu líkur með verðlaunaafhendingu um kl.14:30 á sunnudag. Við vekjum athygli aðkomuliða á því að ekki er hægt að fara inn í Glerárskóla fyrr en í fyrsta lagi eftir kl.15:00 á föstudag og því er ekki gott að vera alltof snemma á ferðinni þó menn vilji auðvitað eðlilega passa sig að vera tímanlega.
Hér fyrir neðan getið þið nálgast leikjaplanið og riðlaskiptinguna.
kveðja, Jónsi mótsstjóri
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006