Færsluflokkur: Íþróttir
2.3.2008 | 16:08
Þrefalt afmæli!
Gróttustrákarnir Arnór Guðjónsson, til hægri, og Axel Ingi Sveinsson, voru í hátíðarskapi í dag. Arnór fagnar 12 ára afmæli sínu og Axel laumaði því að blaðamanni að Ella amma hans ætti líka afmæli.
Og svo kom upp úr dúrnum, þegar Axel hugsaði sig aðeins lengur um, að hann á sjálfur skírnarafmæli í dag!
Til hamingju með daginn strákar, og amma Ella!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 15:08
KA strákarnir Goðamótsmeistarar
KA-menn unnu úrslitaleik A-liðanna og unnu þar með gullverðlaunin. KA-strákarnir unnu lið Fjarðabyggðar 3:1 í úrslitaleiknum. Austfirðingarnir komust í 1:0, staðan í hálfleik var 1:1 en tvö flott mörk í seinni hálfleiknum tryggðu KA sigurinn.
Þá er mjög vel heppnuðu móti lokið. Leikirnir voru 145 og alls skoruð 734 mörk, 5 að meðaltali.
Ljósmyndir úr úrslitaleikjunum og af öllum liðum sem fengu verðlaun verða komnar inn í sunnudagsalbúmið hér til hægri seinna í dag.
Takk fyrir frábært mót, strákar! Þið stóðuð ykkur allir vel.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 13:41
KA, Þróttur, Breiðablik og Mývetningur með gull
Fjórum úrslitaleikjum er lokið og þar nældu KA-menn, Þróttarar, Blikar og Mývetningar sér í gull.
Úrslit urðu þessi:
B-lið KA - KS 1:0
C-lið Fjarðarbyggð - Þróttur R 0:1
D-lið Grótta - Breiðablik 0:1
E-lið Mývetningur - Þróttur R 0:0
Framlengja þurfti úrslitaleik D-liðanna. Ekkert var skorað í venjulegan leiktíma, heldur ekki í framlengingu og því þurfti að kasta upp peningi til þess að fá fram úrslit. Mývetningar höfðu heppnina með sér í þetta skipti og fá því gullverðlaunin.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 12:58
Úrslitaleikirnir hefjast brátt
Það er farið að síga á seinni hluta Goðamótsins. Úrslitaleikirnir hefjast senn; klukkan 13.00 hefjast fjórir og sá síðasti, úrslitaleikur A-liðanna, hefst kl. 13.40. Strax að þeim leik loknum verður verðlaunaafhending og mótinu lýkur með hinni rómuðu Goðagrillveislu fyrir utan Bogann þar sem allir fá pylsu og kók.
Úrslitaleikir B, C, D og E-liða eru um það bil að hefjast sem fyrr segir:
B-lið KA - KS
C-lið Þróttur - Fjarðarbyggð
D-lið Breiðablik 2 - Grótta
E-lið Mývetningur - Þróttur 2
Úrslitaleikur A-liða verður kl. 13.40, þar sem mætast KA og Fjarðarbyggð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 12:30
Grótta, KA og Breiðablik í 3. sæti
Úrslitaleikjunum um 3. sæti Goðamótsins er nú lokið.
Leikirnir fóru sem hér segir; feitletruðu liðin sigruðu.
E-lið Grótta - Breiðablik1 4:3
D-lið KA - Breiðablik1 2:1
C-lið Þór - KA 0:3
B-lið Þór - Breiðablik 1:2
A-lið Þór - Breiðablik 1:4
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 10:20
Allir til fyrirmyndar
Strákarnir á Goðamóti helgarinnar hafa verið til algjörrar fyrirmyndar. Starfsmenn okkar í Glerárskóla, þar sem aðkomuliðin gista og borða bæði morgunverð og kvöldverð, segja að öll liðin hafi verið sérlega kurteis og prúð. Sumir strákanna sungu meira að segja fyrir starfsmenn í eldhúsinu eftir matinn og þökkuðu þannig fyrir sig!
Á myndinni eru Völsungar frá Húsavík á kvöldvökunni í gærkvöldi í Boganum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 09:50
A-lið: Fjarðarbyggð og KA mætast í úrslitaleiknum
KA og Fjarðarbyggð leika til úrslita í keppni A-liðanna á Goðamótinu.
Undanúrslitunum er nýlokið og þar gerðu lið Fjarðarbyggðar og Breiðabliks jafntefli. Staðan var 1:1 eftir framlengingu og því þurfti að grípa til þess að kasta upp peningi til að fá fram úrslit, og heppnin var Austfirðingunum.
Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu KA strákarnir okkar menn í Þór 3:1.
Úrslitaleikur KA og Fjarðarbyggðar verður síðasti leikur mótsins og hefst kl. 13.40.
Leikur Þórs og Breiðabliks um þriðja sætið hefst kl. 11.40.
Það er athyglisvert að liðin sem leika til úrslita, KA og Fjarðarbyggð voru saman í riðli á mótinu. KA vann alla fjóra leiki sína, m.a. Fjarðarbyggð 1:0, og Austfirðingarnir unnu þrjá leiki.
Blikarnir unnu alla fjóra leikina í hinum riðlinum og voru með markatöluna 13:1.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 09:44
Hverjir leika um þriðja sætið?
Nú er ljóst hverjir keppa um þriðja sæti á Goðamótinu í öllum liðum nema A. Undanúrslitaleikjum A-liðanna er um það bil að ljúka og við birtum frétt af þeim viðureignum hér um leið og hún berst.
En leikirnir um þriðja sæti eru sem sagt þessir.
B-lið Þór - Breiðablik 2 (kl. 11.00)
C-lið Þór - KA (kl. 11.00)
D-lið KA - Breiðablik 1 (kl. 10.20)
E-lið Grótta - Breiðablik 1 (kl. 10.20)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 09:26
B-liðin: KA og KS í úrslitaleikinn
Það verða KA og KS sem leika til úrslita í keppni B-liðanna á Goðamótinu.
Í undanúrslitum núna áðan sigruðu KA-menn nágranna sína í Þór 2:0 og Siglfirðingar lögðu Breiðablik 2, leikurinn endaði 1:0.
Úrslitaleikurinn hefst kl. 13.00 og á sama tíma byrja úrslitaleikir C, D og E-liða.
Úrslitaleikur A-liða á Goðamótinu hefst svo kl. 13.40 og er síðasti leikur mótsins.
Í svokölluðum B-úrslitum B-liðanna leika Breiðablik 1 og Leiknir um efsta sætíð, en í þessari keppni taka þátt þau lið sem ekki komust upp úr riðlunum í upphafi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 21:43
Frábær kvöldvaka
Goðamótskvöldvökunni er nýlokið og hún heppnaðist afar vel að vanda.
Strákarnir tóku þátt í knattþrautum af ýmsu tagi; héldu bolta á lofti, tóku víti, röktu bolta framhjá keilum og svo framvegis, og þá var auðvitað keppt í reiptogi eins og venjulega. KA-menn stóðu að þessu sinni upp sigurvegarar í þeirri grein, höfðu betur í úrslitatoginu gegn Völsurum.
Stemmningin á kvöldvökunni var frábær eins og svo oft áður. Strákarnir eru eflaust orðnir þreyttir eftir langan og strangan dag og einhverjir örugglega þegar á leið í háttinn því fyrstu átta liðin hefja leik strax kl. 8.20 í fyrramálið.
Nokkrar myndir af kvöldvökunni eru komnar inn í laugardagsalbúmið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006