Færsluflokkur: Íþróttir
1.3.2008 | 18:15
A lið: Þór - KA og Breiðablik - Fjarðarbyggð í undanúrslitum
Síðustu leikjum riðlakeppninnar er nýlokið og ljóst hverjir mætast í undanúrslitum á morgun, í keppni A- og B-liðanna. Í síðustu umferðinni hjá A-liðunum urðu úrslit þau að Þór og Leiknir gerðu jafntefli, Valur vann Hött, KA vann Fjarðarbyggð og Grótta vann Þrótt.
Undanúrslitaleikirnir í A-liðakeppninni eru því þessir:
Þór - KA
Breiðablik - Fjarðarbyggð
Leikirnir hefjast báðir klukkan 9 í fyrramálið.
Í undanúrslitum B-liðanna í fyrramálið eigast Akureyrarliðin líka við; KA mætir sem sagt Þór og í hinum leiknum eigast við KS og lið Breiðabliks 2. B-liðin hefja leik kl. 8.20.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 14:54
B-liðin: KS, KA, Breiðablik og Þór áfram
KS er efst með 9 stig í A-riðli hjá B-liðunum og KA er með 7 stig. Liðin eru bæði nær örugg áfram.
Í hinum riðlinum eru Breiðablik og Þór með 9 stig og örugg áfram. Þórsarar hafa lokið leikjum sínum í riðlinum en Blikarnir eiga einn eftir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2008 | 14:52
A-lið Blika sigursælt
Breiðablik er með 12 stig í A-riðli A-liðakeppninnar. Blikarnir unnu alla fjóra leikina en Þórsarar eru með 6 stig og eiga einn leik eftir. Þórsarar fylgja Blikunum væntanlega áfram í undanúrslitin.
Lið KA og Fjarðarbyggðar eru örugg áfram í undanúrslitin úr hinum riðlinum. Þau hafa bæði sigrað í þremur leikjum og hafa 9 stig - en mætast á eftir í síðasta leik riðilsins, kl. 17.20. Þá kemur íljós hvort liðið vinnur riðilinn og sleppur þar með við að mæta Blikunum í fjögurra liða úrslitum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 14:27
Blikarnir fjölmennastir
Breiðabliksmenn úr Kópavogi eru fjölmennastir allra á Goðamótinu að þessu sinni. Alls eru 82 strákar hér fyrir hönd Breiðabliks auk rúmlega 20 þjálfara og fararstjóra. Blikarnir eru með 9 lið á mótinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 14:18
KA, Þróttur og Þór áfram í C
KA og Þróttur eru bæði örugg áfram úr A-riðli C-liðakeppninnar. Liðin eru bæði með 9 stig - hafa sem sagt unnið þrjá leiki, en eiga eftir að mætast og þá kemur í ljóst hvort hreppir efsta sætið í þessum riðli. Sá leikur hefst klukkan fjögur.
Í hinum riðlinum hafa heimamenn í Þór unnið alla þrjá leikina og eru með 9 stig. Eru öruggir áfram en eiga samt einn leik eftir. Liðin sem berjast um annað sæti riðilsins eru Samherjar og Fjarðarbyggð. Myndin er einmitt úr leik þeirra í morgun. Samherjar mæta Breiðabliki 2 klukkan fjögur og á sama tíma keppir Fjarðarbyggð við Þór.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 14:05
Af næringu
Samlokurnar ruku út í Hamri um hádegisbil eins og venjulega á laugardögum þegar Goðamót stendur yfir. Öllum keppendum er þá boðið upp á heita samloku og djús.
Ballið er líka byrjað í versluninni Brynju í innbænum, enda Goðamótsstrákarnir farnir að streyma þangað inn eftir. Tvær rútur eru í förum að vanda á milli Hamars, félagsheimilis Þórs, og Brynju og enn hefur enginn sést koma öðru vísi en brosandi úr ísrútunni þegar hún staðnæmist á ný við Hamar eftir ferðina.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 13:56
Föstudagsbrunnurinn loks tæmdur
Þá eru loks allar ljósmyndir frá föstudeginum komnar inn í albúmið, alls 219 myndir úr leikjum hinna ýmsu liða sem hinn opinberi ljósmyndari Goðamótsins tók. Bæst hefur í laugardagsalbúmið og fleiri koma þangað inn á eftir.
Ein skemmtilegasta myndin frá því í gær er þessi, þegar einn Blikastrákanna tók glæsilega aukaspyrnu gegn KA; einbeitingin er algjör enda var skotið gott, en hann skoraði að vísu ekki.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 13:09
Mývetningar hafa unnið alla leikina
Línur eru að skýrast í riðlakeppni D og E-liðanna.
Mývetningar hafa unnið alla þrjá leikina í A-riðli E-liðakeppninnar; þeir sigruðu Þór, Breiðablik og Þrótt 1 og eru öruggir áfram í undanúrslitin. Breiðablik er með 7 stig og fara Blikarnir líklega áfram með Mývetningum. Á myndinni er einn leikmanna í liði Mývetninga í viðureigninni gegn Þór núna áðan.
Í hinum riðli E-liðakeppninnar stendur baráttan um efsta sætið á milli Gróttu og Þróttar 2. Bæði liðin eru með 6 sig og fara væntanlega bæði í undanúrslitin.
Í keppni D-liðanna eru KA og Breiðablik efst og jöfn með 6 stig í A-riðli og nánst örugg áfram. Í hinum riðlinum er Grótta efst með 9 stig og baráttan um annað sætið er á milli Breiðabliks 2 og Fjarðarbyggðar.
Ein umferð er eftir af riðlakeppnininni bæði hjá D og E liðum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 09:20
Rúmlega 100 myndir
Föstudagsmyndirnir í albúminu hér til hliðar eru orðnar 104 en reyndar er von á miklu fleirum. Ljósmyndarinn ýtti svo oft á takkann í gær - en komst ekki yfir að hlaða öllum myndunum á síðuna í gærkvöldi. Þær mjatlast inn á eftir um leið og myndir frá leikjum dagsins í dag.
Á myndinni er galvaskur Magnamaður frá Grenivík með boltann í leik gegn Þrótti núna rétt áðan.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 09:11
Hvítt og fallegt
Það snjóaði töluvert á Akureyri í nótt og gerir reyndar enn. Það er logn og fallegt veður. Á myndinni eru nokkrir strákar í morgun á leiðinni úr Glerárskóla, þar sem þeir gista, yfir í Hamar og Bogann.
Mörkunum er líka byrjað að snjóa í Boganum - fyrstu leikirnir hófust kl. 8 á morgun og síðustu leikirnir í kvöld hefjast kl. 19.40.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006