Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Allt tilbúið í Brynju!

Öllum leikmönnum, þjálfurum og fararstjórum Goðamótsins er boðið upp á Brynjuís eins og venjulega. Ekið er í rútum frá Hamri, félagsheimili Þórs við hlið Bogans, inn í Brynju og spennan er að magnast fyrir heimsóknina þangað. Allt er orðið klárt í Brynju og starfsfólkið þar afgreiðir fljótlega heimsins besta ís í bílförmum ofan í Goðamótsleikmennina, alla sem einn. Fyrsta rútan fer af stað fljótlega, kl. 13.00 - og


Neisti með í fyrsta skipti

 Neisti

Neisti frá Djúpavogi tekur nú þátt í Goðamótinu í fyrsta skipti. Hingað til Akureyrar eru mættir 10 strákar fyrir hönd Neista og það eru foreldrar með þeim öllum. Flottur hópur!


"Rosalega gaman"

Mikið fjör hefur verið í Boganum og í Hamri frá því snemma í morgun. Byrjað var að spila klukkan 8 og síðustu leikir í kvöld hefjast kl. 19.20. Síðan verður kvöldvakan auðvitað eins og venjulega á Goðamóti.

 "Þetta er búið að vera rosalega gaman," sagði einn af knattspyrnumönnunum ungu við tíðindamann heimasíðunnar í Boganum. "Við erum búnir að vinna alla leikina okkar og eigum bara einn eftir í dag," sagði hann og ljómaði.


Úrslitin í gær!

Öll úrslit og staða í riðlum er komin hér til vinstri!

 


Úrslitin koma á morgun

E markvörður Breiðabliks

Tæknin hefur aðeins verið að stríða okkur í dag. Úrslit leikja sem slegin voru inn í kerfið í dag virðast ekki sjást, en við reynum að kippa því í liðinn strax í fyrramálið. Og þá verður ljósmyndarinn á ferðinni með myndavélina og stefnt er að því að annað kvöld verði komnar ljósmyndir úr leikjum ALLRA LIÐA á mótinu inn í myndaalbúm.

Hann er íbygginn á myndinni, markvörður Breiðabliks í E-liðsleik gegn Magna. Hans menn voru í sókn og stráksi fylgdist vel með því sem fram fór hinum megin á vellinum.


Nokkrar myndir komnar

 Huginn mætir á svæðið

Fyrsta myndaalbúm mótsins er komið á sinn stað hægra megin á síðunni. Þegar eru komnar nokkrar myndir þar inn, úr fyrstu leikjum dagsins. Á þessari mynd eru strákar úr Hugin á Seyðisfirði þegar þeir komu að Hamri fyrr í dag. Níu strákar æfa með Hugin en tveir heltust úr lestinni á síðustu stundu þannig að sjö mættu á mótið og með þeim eru sjö fararstjórar.

Velkomnir Huginsmenn og allir aðrir þátttakendur í Goðamótinu að þessu sinni!


Dansinn dunar!

Þriðja og síðasta Goðamót ársins er hafið í Boganum. Flautað var til fjögurra fyrstu leikjanna núna klukkan þrjú.

Það eru strákar í 6. flokki sem keppa um helgina og fyrstu leikirnir eru þessir, allir hjá E-liðum: Magni - Breiðablik, Þór 1 - Tindastóll, Fjarðarbyggð 2 - KA og Þór 2 - Grótta.

Fylgst verður með mótinu hér á heimasíðunni alla helgina, í máli og ekki síst myndum, eins og venjulega. Mótið verður örugglega bráðskemmtilegt eins og Goðamótin hafa ávallt verið.


Goðamót Þórs 6. flokkur 2008

Það er ein breyting, Magni færist úr A í B og Þór 2 kemur ur B í A. 

Allar upplýsingar um leiki, riðla og dagskrá eru hér !

 


6. flokkur karla leikir og úrslit 2008

Öllum leikjum á Goðamótum Þórs 2008 er lokið!
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Filman búin!

Verðlaunaafhendingin

Ljósmyndari Goðamótsins hefur lokið störfum í dag. Komnar eru 158 myndir í sunnudagsalbúmið, þar á meðal af öllum liðunum sem fengu verðlaun í dag auk mynda úr öllum úrslitaleikjunum.

Laugardagsmyndirnar eru 114 og 119 myndir eru í albúminu frá því á föstudaginn. Goðamótsmyndirnar að þessu sinni eru því alls 391. Vonandi sjá allir eitthvað við sitt hæfi. Það má eiginlega segja að filman sé búin; það er að vísu úrelt orðalag og fullorðnir lesendur síðunnar verða líklega að útskýra fyrir strákunum hvað orðið filma þýðir!

Takk aftur fyrir frábært mót. Næsta Goðamót verður eftir hálfan mánuð þegar strákar í 6. flokki mæta til leiks í Bogann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband