Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Allir myndir komnar inn á síðuna

Jæja, þá eru allar myndir Goðamótsljósmyndarans frá helginni komnar inn í myndaalbúmin. Hann byrjaði rólega, aðeins eru 16 myndir frá föstudeginum en aftur á móti eru 430 myndir frá laugardeginum þar sem teknar voru myndir úr leikjum allra liða. Síðan eru 125 myndir frá gærdeginum; úr öllum úrslitaleikjunum og síðan af öllum liðunum sem fengu viðurkenningu.


Blikastrákar hrepptu A-liðagullið

IMG_7540 

Breiðablik sigraði KA í úrslitaleik A-liðanna núna áðan og Blikarnir fögnuðu þar með sigri á mótinu. Gullstrákarnir eru ásamt þjálfara sínum á myndinni hér að ofan.

KR sigraði í keppni B-liða, vann Leikni í úrslitaleik og hjá C-liðunum urðu Fylkismenn hlutskarpastir. Þeir sigruðu KR í úrslitaleiknum.

KA-menn unnu gullverðlaun í keppni D-liðanna eftir úrslitaleik við okkar menn í Þór - úrslitaleikurinn var jafn eftir framlengingu og því var hlutkesti varpað og KA-menn höfðu heppnina með sér.

Tindastóll frá Sauðárkróki sigraði svo í E-liðakeppninni, Sauðkrækingarnir lögðu Gróttumenn að velli í úrslitaleiknum.

Myndir úr öllum úrslitaleikjunum koma inn á vefinn seinna í dag - verða í sunnudagsmöppunni - og þá koma líka inn myndir af öllum liðunum sem hlutu verðlaun.


320 myndir

Búið er að setja 320 myndir inn í laugardagsmöppuna en heilmikið á samt eftir að koma. Myndað var í leik hjá hverju einasta liði. Nú fer að styttast í úrslitaleikina þannig að ljósmyndarinn þarf að gera sig kláran í það verkefni. Afgangurinn af laugardagsmyndunum verður því ekki sjáanlegur fyrr en seinna í dag - þær mjatlast inn um svipað leyti og myndirnar frá verðlaunaafhendingunni.

Á meðfylgjandi mynd er baráttan í algleymingi í leik D-liða Fjarðarbyggðar og Breiðabliks í gær.


Nú er ljóst hverjir spila til úrslita!

A lið Breiðablik - KA

B lið KR - Leiknir

C lið Fylkir - KR

D lið KA - Þór 1

E lið Tindastóll - Grótta 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fleiri myndir

 

Nú eru komnar 206 ljósmyndir í laugardagsmöppuna. Það hefur gengið aðeins hægar en venjulega að hlaða myndunum inn - tæknin aðeins að stríða okkur, eins og stundum er sagt - og afgangurinn af laugardagsmyndunum verður settur inn í albúmið í fyrramálið.

Á morgun verður ljósmyndarinn svo auðvitað áfram með myndavélina á lofti, myndar úrslitaleikina og svo verða teknir myndir af öllum liðunum sem vinna til verðlauna og jafnvel fleirum.

Þessi galvaski strákur á myndinni er leikmaður Fylkis. Hann er þarna á fleygiferð í leik C-liðsins gegn Gróttu.


Myndaveisla

Nú eru komnar rúmlega 100 myndir inn í laugardagsmöppuna en mun fleiri eru á leiðinni og verða komnar þangað þú, lesandi góður, vaknar í fyrramálið!

Hér eru fáein sýnishorn frá þessum frábæra laugardegi á Goðamóti 6. flokks.


Hverjir komust áfram?

Það verða annars vegar Breiðablik og Fylkir og hins vegar Þór 1 og KA sem mætast í undanúrslitum A-liðakeppni Goðamótsins í fyrramálið. Báðir leikirnir hefjast kl. 9.00.

Hjá B-liðunum eru það KR - Magni og Leiknir - Breiðablik sem mætast í undanúrslitum.


Goðamótssamningurinn endurnýjaður til þriggja ára

Í gærkvöldi skrifuðu Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, fyrir hönd Íþróttafélagsins Þórs, undir samning um áframhaldandi samstarf Norðlenska og Þórs um Goðamótin í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu þriggja ára og tekur gildi frá og með næsta vetri.

Nú stendur yfir í Boganum á Akureyri Goðamót Þórs í 6. aldursflokki drengja og er þetta þriðja og síðasta Goðamót vetrarins. Núgildandi samningur milli Norðlenska og Þórs um Goðamótin rennur út að þessu móti loknu og samningurinn er því framhald á núverandi samstarfi, sem hefur staðið undanfarin sex ár, en frá árinu 2003 hefur Íþróttafélagið Þór haldið Goðamótin. Um er að ræða mót í 5. aldursflokki drengja, 6. aldursflokki drengja og 4. og 5. aldursflokki kvenna.

Á hverju Goðamóti taka þátt á bilinu 450 til 500 þátttakendur, auk fjölda þjálfara, fararstjóra og foreldra. Skjóta má á að við framkvæmd hvers móts vinni sem næst eitthundrað sjálfboðaliðar.

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, sagði við undirskrift samningsins í kvöld að það skipti fyrirtækið miklu máli að koma að Goðamótunum. "Við leggjum áherslu á að koma að samfélagslegum verkefnum á þeim stöðum þar sem við störfum og Goðamótin eru stærsta einstaka verkefnið sem við tökum þátt í. Það er ljóst að okkar helsta vörumerki, Goði, er oftast nefnt í tengslum við þessi mót. Okkur er það sönn ánægja að framlengja þetta samstarf til næstu þriggja ára," sagði Ingvar.

Sigurjón Magnússon, talsmaður Goðamótanna, segir það skipta Íþróttafélagið Þór gríðarlega miklu máli að eiga þetta farsæla samstarf við Norðlenska um framkvæmd Goðamótanna. "Norðlenska hafði trú á þessari hugmynd í upphafi og síðan hafa mótin vaxið og dafnað. Samstarf okkar við fyrirtækið hefur frá upphafi verið einstaklega gott og ég vil að forráðamenn Norðlenska viti hversu gríðarlega mikils við metum þetta samstarf. Ég fagna þessum nýja samningi og vona að við eigum samstarf við Norðlenska um Goðamótin um ókomna tíð."


Magni fékk 10 þúsundasta ísinn!

10 þúsundasti ísinn

Ferð í Brynju er fastur liður hjá hverjum keppanda á Goðamótinu nú sem fyrr, eins og áður hefur komið fram. Heimsókn strákanna í Breiðabliki um miðjan dag var hins vegar ekki venjuleg - þá var nefnilega afgreiddur 10 þúsundasti ísínn á Goðamótunum til þessa en þetta er sjötta árið sem mótin fara fram.

Strákurinn sem fékk ís númer 10.000 heitir Magni Kristinsson og var hann leystur út með gjöfum í tilefni dagsins. Í fyrsta lagi gáfu Fríður og Júlli í Brynju honum Brynju-húfu og Brynju-bol sem og gjafabréf - þannig að hann getur gefið fjölskyldunni bragðaref í Brynju næst þegar þau koma norður. Síðast en ekki síst tilkynnti Reynir Eiríksson úr mótsstjórn Goðamótsins að fjölskyldu Magna yrði send glæsileg karfa með kjöti frá Norðlenska innan tíðar.


450 keppendur

Þátttakendur á Goðamóti 6. flokks að þessu sinni eru um það bil 450. Alls leika 50 lið frá 17 félögum á mótinu, 145 leikir fara fram og miðað við meðaltal mótanna til þessa má reikna með að alls verið skoruð hátt í  750 mörk frá föstudegi til sunnudags.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband