Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Myndir og úrslit

Föstudagur009 

Myndir frá leikjum dagsins eru komnar inn í myndaalbúmið hér hægra megin á síðunni og miklu fleiri bætast við á morgun, laugardag, og á sunnudaginn.

Öll úrslit leikja á mótinu eru skráð á síðuna fljótlega eftir að leikjum lýkur. Þau er að finna vinstra megin á forsíðunni; veljið flokkinn Síður og þar strax fyrir neðan eru úrslitin.

Meðfylgjandi mynd er úr leik B-liða Völsungs og Fjarðarbyggðar, en stúlkurnar að austan unnu þar öruggan sigur, 3:0.


Vel heppnaður fyrsti dagur

Föstudagur021 

Keppni gekk mjög vel á fyrsta degi Goðamótsins að þessu sinni og stelpurnar byrja aftur klukkan tíu í fyrramálið.

Hér eru stelpur frá tíu félögum, en tvö hættu við að koma á síðustu stundu vegna slæms veðurútlits. Bæði áttu um langan að fara, BÍ frá Bolungarvík og Sindri frá Hornafirði, og sendum við stelpunum þar okkar bestu kveðjur. Við vonum að þær komi á næsta ári í staðinn og fylgist vel með mótinu hér á heimasíðunni að þessu sinni.

Af höfuðborgarsvæðinu eru nú lið frá HK, Leikni og HK, lið Fjarðarbyggðar kemur að austan og svo taka þátt norðlensku félögin Völsungur, KS/Leiftur, Tindastóll, Magni og KA auk stelpnanna okkar í Þór.

Myndin er úr leik C-liða Magna og Þórs.


4. flokkur kvenna úrslit 2009

SunnudagurVöllurLiðLeikurÚrslit
10:0014AHKÞór1-3
 24AKS/LeifturKA4-2
 34AFjarðabyggðFH1-3
 44AVölsungurLeiknir2-2
10:4014BÞórKA2-0
 24BFjarðabyggðHK0-0
 34BTindastóllFH1-0
 44BVölsungurKS/Leiftur1-1
11:2014CMagniHK3-2
 24CLeiknirFjarðabyggð1-2
 34CÞórTindastóll1-0
 44CFHKA5-2

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flautað til leiks

Nú er verið að flauta til fyrstu fjögurra leikjanna á fyrsta Goðamóti ársins. Alls keppa um það bil 30 lið frá 10 félögum en þetta er í fyrsta skipti sem sérstakt mót er fyrir 4. flokk kvenna.

Spenna er mikil í Boganum enda margir búnir að bíða í heilt ár eftir þessu skemmtilega móti!

Þetta er sjöunda árið sem við Þórsarar höldum Goðamót og mótið um helgina er það átjánda í röðinni.

Fylgst verður vel með mótinu um helgina, í máli og myndum.


Ballið byrjar á morgun

Fyrsta Goðamót ársins hefst á morgun og víst að margir hafa hlakkað til lengi. Það eru stelpur í 4. flokki sem ríða á vaðið og verða á fullri ferð í Boganum frá því klukkan fimm á morgun og þar til í hádeginu á sunnudag. Með hléum þó!

Keppendur eru að vanda víða af landinu. Það eru A-lið sem hefja mótið á morgun en fyrstu leikirnir eru þessir:

HK - Fjarðarbyggð

Völsungur - KS/Leiftur

Leiknir - KA

FH - Þór

Stelpurnar verða meira og minna á svæðinu allan tímann, því utanbæjarliðin gista í Glerárskóla og borða þar bæði morgunmat og kvöldmat. Í Hamri, félagsheimili Þórs, er boðið upp á hressingu í hádeginu á laugardag.

Stelpunum er boðið í sund í Sundlaug Glerárskóla og í íþróttahúsinu verður dansleikur á laugardagskvöldið. Þetta er í fyrsti skipti á Goðamóti sem slík samkoma er haldin og eru það nemendur 10. bekkjar skólans sem standa fyrir henni. Keppendum á Goðamótinu koma á skemmtunina sér að kostnaðarlausu en aðrir grunnskólanemendur á Akureyri eru líka boðnir velkomnir á ballið gegn vægu gjaldi.

Innangengt er bæði í íþróttahúsið og sundlaugina úr Glerárskólanum þar sem gestir Goðamótsins búa.


Leikjaplan 4. flokkur kvenna 2009 - Nýtt og endurbætt!

Leikjaplan 4. flokkur kvenna 2009
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjögur mót á næsta ári

Ákveðið hefur verið að halda fjögur Goðamót á næsta ári!

Eitt fyrir 5. flokk stráka og annað fyrir 6. flokk stráka, að vanda. En einnig verða haldin tvö stelpnamót, aðsóknin er svo mikil að á sameiginlegt mót 4. og 5. flokks stelpna komast ekki nærri allir að sem vilja þannig að haldið verður sitt hvort stelpnamótið - eitt fyrir 4. flokk og annað fyrir 5. flokk.

Dagsetningarnar verða þessar:

4. flokkur kvenna 23. - 25. janúar

5. flokkur karla 27. febrúar til 1. mars

5. flokkur kvenna 13. til 15. mars

6. flokkur karla 27. til 29. mars


895 mörk

Um helgina fóru fram 145 leikir á Goðamóti 6. flokks. Alls voru skoruð 895 mörk á mótinu sem gera rúmlega 6 mörk að meðaltali í hverjum leik. Það er nýtt met - meðaltalið hefur yfirleitt verið um 5 mörk í hverjum leik Goðamótanna.

Ingólfur yngstur til að skora?

Í skilaboðum sem okkur bárust hér inn á síðuna kemur fram að Ingólfur sem skoraði eitt mark fyrir E-lið Magna á mótinu um helgina er aðeins sex ára, hann verður sjö ára í september.

- Ég held að það séu nokkuð miklar líkur á því að hann sé sá yngsti sem hefur skorað á Goðamóti, skrifaði Magnamaðurinn sem sendi okkur línu. Það kann vel að vera rétt.

Til hamingju með markið, Ingólfur.


Tvö stelpnalið

 E- Breiðablik - Magni

Nokkrar stelpur voru með í liðunum um helgina. Þótt um sé að ræða mót fyrir 6. flokk stráka eru stelpurnar að sjálfsögðu velkomnar, enda æfa þær oft með strákunum - sérstaklega á fámennum stöðum þar sem krakkar eru ekki mjög margir. Góð dæmi um það eru Grenvík og Djúpivogur; stelpur hafa í gegnum árin verið í liði Magna og staðið sig frábærlega og stelpurnar í liði Neista gáfu strákunum að sjálfsögðu ekkert eftir. Neisti var nú með í fyrsta skipti á mótinu. En segja má að lið Fjarðabyggðar hafi vakið einna mesta athygli um helgina - auk hefðbundinna strákaliða átti Fjarðabyggð nefnilega tvö lið á mótinu sem eingöngu voru skipuð stelpum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband