Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Gaaaaaaaman á Goðamóti!

Goðamót032

Þessar glaðlegu HK-stelpur hituðu upp með því að fara í myndastyttuleik í ganginum á milli Hamars, félagsheimilis Þórs, og Bogans þar sem leikirnir fara fram.

Þær eru ekki þær einu sem hafa skemmt sér vel það sem af er degi því stemmningin er góð á mótsstað, mikið skorað og mikið fagnað og mikið brosað - auðvitað er svekkjandi að tapa en þótt það gerist eru flestir fljótir að taka gleði sína á ný. Það er best því þá er hægt að byrja að hlakka til næsta leiks strax.


Úrslit og staða í riðlum (Uppfært kl.10:20)

Hér koma úrslit í leikjum og staða í riðlum á Goðamóti 5. flokks kvenna. Smellið á pdf skjölin hér að neðan til að opna þau.


Hátíðin að hefjast

Goðamót helgarinnar hófst fyrir tveimur mínútum. Hér í Boganum verða um 330 stelpur í 5. flokki á fullri ferð þangað til upp úr hádeginu á sunnudaginn og fjörið eflaust mikið, ef mið má taka af fyrri mótum.

Frásagnir af mótinu og myndir koma jafnt og þétt hér inn á síðuna til þess að foreldrar, aðrir ættingjar og aðdáendur stelpnanna geti fylgst með.

Það eru C-liðin sem byrja í dag. Núna kl. 17.00 var flautað til þessara leikja: 

Þróttur 2 - Valur 2

HK - Skallagrímur

KA 2 - Breiðablik 1

Þróttur 1 - Valur 1

Listi yfir alla leiki á mótinu er vinstra megin á heimasíðunni undir fyrirsögninni Síður, og þar verður hægt að sjá öll úrslit.


Fullt af myndum

IMG 1035

Goðamót helgarinnar heppnaðist geysilega vel. Þetta var fjölmennasta mótið frá upphafi en allt gekk eins og vel smurð vél. Mótinu lauk með flottri verðlaunaafhendingu og svo hinni rómuðu Goðagrillveislu, þar sem allir fengu pylsu og gos í blíðunni fyrir utan Hamar.

Fullt af ljósmyndum frá mótinu eru komnar inn í myndaalbúmið hægra megin á síðunni, bæði úr leikjunum og af liðunum sem fengu verðlaun.

Þess má geta til gamans að á mótinu voru skoruð alls um 900 mörk.

Takk fyrir frábært mót, strákar! Marga ykkar sjáum við örugglega aftur næsta vetur.

Myndin að ofan er úr viðureign Fjarðabyggðar og Fjölnis. Ein margra í albúminu.

Næsta Goðamót, það þriðja og næst síðasta í ár, hefst eftir tæpar tvær vikur þegar 5. flokkur kvenna mætir til leiks.

Við í mótsstjórninni erum þegar farin að hlakka til og stelpurnar örugglega líka.


Búum þá undir 11 manna boltann

IMG 1082 

- Ég hef verið með þessa stráka í þrjú ár og þegar svo er getur maður lagt upp með ákveðna hluti og byggt smám saman ofan á þann grunn sem lagður er í fyrstunni, sagði Júlíus Júlíusson þjálfari 5. flokks Breiðabliks í samtali við tíðindamann Goðamótssíðunnar.

Alls æfa 115 strákar með 5. flokki Breiðabliks og 94 þeirra komu norður.

- Mér finnst Goðamótið alveg frábært. Ég hef komið hingað norður reglulega síðustu ár og verð hér aftur eftir tvær vikur með 40 stelpur í 5. flokki, sagði Júlíus en hann þjálfar 4. og 5. flokk karla hjá Breiðabliki sem og 5. flokk kvenna, alls 260 krakka! Hann hefur fengist við þjálfun síðustu 22 árin.

- Við notum ákveðið leikkerfi og getum þannig búið strákana á markvissan hátt undir 11 manna boltann, sagði þjálfarinn.

Óhætt er að segja að Breiðabliksstrákarnir hafi náð góðum árangri undir stjórn Júlíusar, 5. flokkur varð Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu (futsal) á dögunum þriðja árið í röð, flokkurinn sigraði nú á Goðamótinu þriðja árið í röð og hann hefur fagnað sigri á N1 móti KA síðustu þrjú ár!

Strákarnir hugðust tollera Júlíus þjálfara eftir að gullið var í höfn hjá A-liðinu en þjálfarinn reyndist sannspár þegar hann sagði að þeir myndu ekki geta það. Þeir báru hann þess í stað nokkra metra. Myndin var tekin við það tækifæri.


Þrennir bræður, einir tvíburar

IMG_1112 

Á þessari mynd eru sex af Blikunum sigursælu; þrennir bræður, þar af einir tvíburar. Þetta eru, frá vinstri Ásgeir Ingi og Vignir Daði Valtýssynir, þá koma tvíburarnir Þórður og Zakarías Friðrikssynir og loks Elías Björgvin og Kristófer Dagur Sigurðssynir. Svo skemmtilega vill til að Ásgeir Ingi og Vignir Daði eru frændur Elíasar Björgvins og Kristófers Dags.


Blikar unnu - einstakur árangur

A lið fyrsta sæti001 

Breiðablik sigraði í keppni A-liða á Goðamótinu. Blikastrákarnir unnu Þrótt örugglega í úrslitaleiknum í dag, komust í 4:0 og úrslitin urðu 4:1. Á myndinni eru gullstrákar Breiðabliks ásamt þjálfaranum sínum, Júlíus Júlíussyni, lengst til hægri, og Hans Sævarssyni, aðstoðarþjálfara, sem er annar frá vinstri. Fleiri myndir koma inn á vefinn í kvöld, bæði úr fjölda leikja og af öllum liðunum sem fengu verðlaun.

Þórsarar urðu í 3. sæti A-liðakeppninnar, unnu KA 2:0 í leik um sæti.

Breiðablik sigraði einnig í keppni B-liðanna - enda léku tvö lið félagsins til úrslita!  Árangur Blikanna á mótinu var einstakur; þeir urðu sem sagt í 1. sæti A-liða, 1. og 2. sæti B-liða, 1. og 2. sæti C-liða, 1. og 3. sæti D-liða og 1. og 2. sæti E-liða.

Breiðablik fékk að þessu sinni Goðamótsbikarinn, sem mótsstjórn veitir einu liði árlega, fyrir góða umgengni í skólanum, góða framkomu í hvívetna og að þessu sinni líka fyrir þennan frábæra árangur.

Innilega til hamingju Blikar, og til hamingju allir hinir líka fyrir góða frammistöðu og góð hegðun alla helgina. Þetta var frábært mót.


Fimm mörk að meðaltali í leik

Sunnudagur034

Til þessa hafa verið gerð 833 mörk á Goðamótinu, sem eru að meðaltali um 5 mörk í hverjum leik. Það er álíka mikið og á 5. flokksmótunum síðustu ár.

Nokkrir leikir eru eftir, en þeir verða alls 168.

Eftir smá stund, kl. 13.20, hefst úrslitaleikur B-liðanna, þar sem Breiðablik 2 mætir Breiðabliki 1 og á sama tíma hefst viðureign Leiknis og Þróttar um 3. sæti. Síðustu leikir A-liða byrja á sama tíma; KS og BÍ mætast í leik um 11. sæti, og Völsungur leikur við Leikni um 9. sæti.

Síðustu leikir mótsins byrja svo kl. 14.00 og þar eru það A-lið sem keppa á öllum völlum; Þróttur og Breiðablik spila um 1. sæti, KA og Þór um 3. sæti, Fylkir og Grótta um 5. sæti og loks eigast við Fjarðarbyggð og Fjölnir um 7. sæti.

MYNDIN VAR TEKIN EFTIR ÚRSLITALEIK BREIÐABLIKSLIÐANNA TVEGGJA Í C-LIÐAKEPPNINNI, STOLTIR FORELDRAR OG FORRÁÐAMENN RIFU AUÐVITAÐ UPP MYNDAVÉLARNAR OG GERÐU AUGNABLIKIÐ ÓDAUÐLEGT.


C-liðakeppnin búin

Breiðablik 1 sigraði Breiðablik 2 í úrslitaleik C-liðanna, 3:0. Þróttarar urðu í þriðja sæti, unnu Fylki, einnig 3:0, í leik um það sæti.

Úrslitaleikur C-liða að hefjast

Flautað verður úrslitaleiks C-liðanna núna kl. 12, þar sem tvö Blikalið mætast - Breiðablik 1 og Breiðablik 2. Á sama tíma byrjar leikur Fylkis og Þróttar um þriðja sæti C-liðakeppninnar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband