Færsluflokkur: Íþróttir
26.3.2009 | 21:51
Goðamót 6. flokks 2009
Leikirnir byrja kl. 16. og það verða spilaðir 160 leikir.
Úrslit að staða mun birtast á fastri síðu hér til vinstri!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 21:15
6. flokkur 2009 - Úrslit og lokastaða í riðlum
Úrslit og staða í riðlum á Goðamóti 6. flokks 2009
Íþróttir | Breytt 26.2.2010 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 15:08
Blikar fengu öll gullverðlaunin
Breiðablik vann gullverðlaun í keppni A-liðanna eftir skemmtilegan og spennandi úrslitaleik við heimamenn í Þór. Blikarnir nældu líka í gullverðlaun í keppni B-liðanna - unnu Val 4:1 í úrslitaleiknum og Breiðablik fékk líka gull í keppni C-liðanna. Þar var ekki eiginlegur úrslitaleikur, og þó; tvö Blikalið voru efst og jöfn fyrir síðasta leikinn, þar sem þau mættust.
Þórsarar komust í 2:0 í úrslitaleik A-liðanna og þannig var staðan í hálfleik. Blikarnir komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og náðu að jafna áður en yfir lauk. Því var gripið til framlengingar og hér á Goðamótinu gildir reglan um gullmark; Breiðablik náði að skora í framlengingunni og þar með lauk leiknum og þær grænklæddu úr Kópavogi fögnuðu ákaft.
Til hamingju með gullið Blikar!
Full ástæða er til þess að óska Þórsurum líka til hamingju, með silfrið. Auðvitað er leiðinlegt að tapa en Þórsstelpurnar stóðu sig mjög vel. Það gerðu KA-menn og Þróttarar líka; liðin mættust í leik um þriðja sæti A-liðanna, honum lauk með jafntefli, 1:1 og ekki var skorað í framlengingu. Þess vegna var hlutkesti varpað og KA-menn unnu það. Þeir fengu því bronsið.
A-lið Breiðabliks er að ofan. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna sem lauk í Boganum fyrir tæpum klukkutíma.
Myndir af öllum verðlaunaliðunum og fleiri myndir úr leikjum dagsins verða settar inn í albúmið hægra megin á síðunni seinna í dag.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 11:53
Breiðablik og Þór leika til úrslita í A-liðakeppninni
Breiðablik og Þór leika til úrslita í keppni A-liðanna á Goðamótinu. Breiðablik vann Þrótt 2:0 og Þórsarar unnu KA-menn 3:0 í undanúrslitunum. Þróttur og KA leika því um bronsið.
Í B-liðakeppninni mætast Breiðablik og Valur í úrslitaleiknum en um bronsið leika Þór og Skallagrímur.
Til úrslita leika um gullið í C-liðakeppninni leika tvö Breiðablikslið.
Efri myndin er úr leik Þórs og KA í undanúrslitunum A-liðakeppninnar í morgun og sú neðri var tekin þegar Breiðablik og Þróttur mættust í hinum undanúrslitaleiknum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 10:05
Línur að skýrast
Senn líður að lokum Goðamóts helgarinnar - 20. Goðamóts okkar Þórsara frá upphafi.
C-liðin hófu leik kl. 9.30, B-liðaleikir byrja kl. 10.10 og svo hefjast fjórir A-liðaleikir kl. 10.50. Um hádegisbil hefjast leikir um sæti.
A-liðin kepptu í tveimur riðlum. Í öðrum urðu Þórsarar efstir með 12 stig og Þróttara fengu 9 stig. Í hinum riðlinum nældi Breiðablik í 12 stig og KA 9. Baráttan um efstu sætin verða því á milli þessara liða.
Í keppni B-liða stóð Valur sig best í gær í öðrum riðlinum, fékk 12 stig, en Völsungur, KA og Skallagrímur fengu öll 6 stig. Breiðablik vann hinn riðilinn með 12 stig en Þór varð í öðru sæti með 9.
Þrír riðlar eru í keppni C-liðanna. KA1 varð efst í fyrsta riðlinum með 10 stig, Valur1 og Breiðablik1 jöfn í næsta riðli með 10 stig og Breiðablik2 vann þriðja riðilinn með 9 stig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 22:44
Dúndrandi diskó í Glerárskóla
Stelpurnar sem taka þátt í Goðamótinu fjölmenntu í íþróttahús Glerárskóla í kvöld og skemmtu sér konunglega. Þar sáu nemendur 10. bekkjar skólans um diskótek við góðar undirtektir, nokkrir fótboltastrákar litu líka þar við, líklega þeir sömu og skemmtu sér á sama stað þegar þeir kepptu á Goðamóti um daginn en þá stóðu krakkarnir í Glerárskóla einnig fyrir diskóteki.
Það var ekki langt að fara fyrir stelpurnar í aðkomuliðunum, þær gista í Glerárskóla og íþróttahúsið er sambyggt, sem og sundlaugin en þangað hafa margar þeirra farið í gærkvöldi eða í dag.
Fleiri myndir úr leikjum dagsins eru komnir inn í albúmið, sem og nokkrar sem teknar voru í Glerárskólanum í kvöld.
Keppni hefst aftur klukkan 9.30 í fyrramálið og mótinu lýkur laust eftir klukkan 14.00. Þá fer fram verðlaunaafhending og síðan Goða-grillveisla við Hamar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 16:00
Þróttarar fagna með stæl
Allt er í fullum gangi í Boganum, mörkunum rignir, stelpurnar fagna og syngja reyndar baráttusöngva hvernig sem fer. Á myndinni fagna stelpurnar í Þrótti einu marka dagsins.
Stemmningin var góð á meðan leik Manchester United og Liverpool mættust í beinni útsendingu í Hamri. Sumir brosa breitt eftir þá viðureign, aðrir ekki, eins og gengur. En allir brostu eftir ferð í Brynju en þar fengu allir leikmenn og fararstjórar ís eins og venja er á Goðamóti; hinn eina, sanna Brynjuís sem Akureyri er svo fræg fyrir.
Fullt af myndum er nú komið inn í albúmið hér hægra megin á síðunni, bæði frá því í gær og úr leikjum dagsins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 14:02
Allir saddir og glaðir
Allir keppendur fengu dýrindis samloku og drykk í hádeginu í Hamri. Allir voru því sælir og glaðir, keppni er í fullum gangi en þeir sem eru svo heppnir að spila ekki akkúrat frá um það kl. 12.45 til 14.30 eru flestir saman komnir í grennd við risaskjáinn okkar í Hamri og eru að horfa á leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 10:23
5. flokkur kvenna 2009 - Úrslit og staða í mótslok
Íþróttir | Breytt 26.2.2010 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 09:32
Hvítt og fallegt
Töluvert snjóaði hér á Akureyri í nótt en veðrið er gott; bjart og fagurt í bænum (eins og alltaf!) og stelpurnar eru byrjaðir að kyrja sigursöngva. Og nú verður flautað til fyrstu leikja dagsins eftir fáeinar mínútur.
Á efri myndinni sést yfir pallinn sunnan við Hamar, félagsheimili okkar Þórsara, og á hinni er stúkan glæsilega sem verið er að byggja hér á svæðinu.
Tæknin var aðeins að stríða okkur í gærkvöldi og allar myndir dagsins komust því ekki inn í möppuna en sjást þær fljótlega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006