Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

38 lið með um helgina

Um það bil 340 stelpur taka þátt í Goðamóti 4. flokks sem hófst í dag í Boganum og lýkur á sunnudaginn. Liðin eru 38 frá 16 félögum en voru 24 í fyrra þegar fyrst var haldið sérstakt mót fyrir 4. flokk. 

Goðamótin byrjuðu þegar Boginn var opnaður 2003, það ár voru mótin tvo, árið eftir voru mótin þrjú og árið 2008 voru í fyrsta skipti haldin fjögur Goðamót.

Mótið um helgina er það 22. í röðinni og í vor þegar mót 6. flokks verður að baki verða Goðamótin orðin 25 á átta árum.


Fyrstu leikjum lokið........

AHaukarÞór0-3
AÞrótturFjölnir2-1
AFjarðabyggðBreiðablik0-3
AKAHK0-3
BSkallagrímurKA1-0
BHKFjölnir2-2
BGróttaÞór1-4
BMagniTindastóll2-1
CÞór 1Breiðablik0-3
CFjölnirGrótta1-0
CÞór 2Þróttur3-3
CKAHaukar2-1
DSkallagrímurBreiðablik2-5
DFjölnirVölsungur3-0
DFjarðabyggðSamherjar3-0
DTindastóllHK0-1
AÞórVölsungur4-1
AHaukarÞróttur1-0
ABreiðablikKS/Leiftur4-3
AFjarðabyggðKA0-2
BKAKS/Leiftur3-1
BSkallagrímurHK2-0
BÞórBreiðablik0-3
BGróttaMagni2-0
CBreiðablikVölsungur2-1
CÞór 1Fjölnir3-0
CÞrótturHöttur1-2
CÞór 2KA2-4

Goðamót Þórs 4. flokkur kvenna 2010 - Leikjaplan og riðlar - Breyting!

Völsungur bættist við í D liðum og Þór verður með tvö C lið, leikir byrja 9:20 á laugardegi og sunnudegi.

Allir leiktímar í C liðum hafa breyst.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Goðamót Þórs er líka á Facebook

Goðamótið á Facebook

Dalvíkingar tefla fram tvennum tvíburum

Tvíburar

Tvennir tvíburar voru á ferðinni í Boganum í morgun, allir með liði Dalvíkur. Þeir eru, frá vinstri, Nökkvi, Heiðar, Hilmar og Þorri. Myndin var tekin strax eftir að Heiðar og Hilmar Gunnarssynir fögnuðu sigri með D-liðinu gegn Gróttu og þá voru Nökkvi og Þorri Þórissynir einmitt að ganga til leiks gegn A-liði Gróttu, þar sem Seltirningar höfðu betur.


Allt á fullu

Laugardagur012

Byrjað var að spila strax klukkan átta í morgun. Myndin er úr leik Leiknis úr Reykjavík og Breiðabliks 2 í D-liðakeppninni. Og hér að neðan er mynd úr leik B-liða Hugins frá Seyðisfirði og heimamanna í Þór.

Laugardagur037


Það kvað vera fallegt í Kína...

Laugardagur001

Og nú er líka fallegt á Akureyri. Nokkurra stiga frost í morgun, sól, stilla - sem sagt, eins og það best getur orðið.

Þarna sér yfir Glerárskóla í morgun, smá frostþoka yfir sjónum í fjarska. Bara fallegt.


Allt gengur eins og í sögu

Föstudagur021

Fyrsta keppnisdeginum er lokið en hafist verður handa - og fóta - á ný strax klukkan 8 í fyrramálið. Alls eru 76 leikir á dagskrá á morgun og hefjast þeir síðustu klukkan 20.

Ekki er vitað annað en öllum líði vel, strákarnir fengu að borða í kvöld í Glerárskólanum og fararstjórar sitja nú á fundi með mótsstjórn eins og venjan er.

Nokkrir stelpur eru reyndar með á mótinu og hafa að sjálfsögðu ekki gefið strákunum neitt eftir. Á myndinni er einmitt ein Siglufjarðarstelpan í baráttu við strák úr Gróttu.


Fjölmennt og góðmennt

Föstudagur005

Keppni hefur gengið vel það sem af er degi. Gengi liðanna er misjafnt eins og búast mátti við, sumir eru súrir í smá stund eftir tap en það gleymist sem betur fer fljótt og menn mæta tvífeldir til næsta leiks.

Á mótinu nú keppa 54 lið - A, B, C, D og E - frá 17 félögum. Flest nöfnin gamalkunnug en eitt félag sendir þó lið núna í fyrsta skipti á Goðamót það er Þróttur úr Vogum. Við Þórsarar bjóðum Þróttara sérstaklega velkomna.

Á myndinni má sjá nokkra galvaska leikmenn nálgast Bogann í dag áður en keppni hófst. Fleiri myndir eru komnar inn í albúmið hægra megin á síðunni og þeim fjölgar jafnt og þátt alla helgina.


Allt komið á fulla ferð

Keppni er hafin á fjórða og síðasta Goðamóti ársins. Flautað var til leiks klukkan fjögur og þá hófust fjórir leikir í A-liðakeppninni; Þór - Tindastóll, Breiðablik - Fylkir, KA - Dalvík og Völsungur - Grótta.

Keppni lýkur laust fyrir klukkan tíu í kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband