Færsluflokkur: Íþróttir
24.1.2010 | 09:27
Myndir frá tveimur fyrstu dögunum
Um 260 ljósmyndir fá fyrstu tveimur dögum Goðamótsins eru komnar inn í myndamöppurnar hægra megin á síðunni og í dag bætast fleiri við - m.a. úr öllum úrslitaleikjunum og svo af öllum liðunum sem fá verðlaun.
Myndin er úr leik C-liða Hauka úr Hafnarfirði og Hattar frá Egilsstöðum í gær.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 09:20
Síðasti keppnisdagur að hefjast
Keppni hefst núna klukkan 20 mínútur yfir níu á síðasta degi Goðamótsins. Leikir um þriðja sæti og þar með silfurverðlaun hefjast klukkan 10.40, B-úrslit sem svo eru kölluð - þar sem eigast við liðin sem ekki komust áfram úr riðlunum - byrja kl. 12.00. Úrslitaleikirnir byrja svo allir kl. 12.40.
Þessi lið mætast í úrslitaleikjunum:
A-lið HK - Breiðablik
B-lið Þór - Breiðablik
D-lið Breiðablik - Fjölnir
Nú eru um það bil að hefjast síðustu leikir í undanúrslitum C-liðanna og fljótlega kemur í ljós hvaða lið bítast þar um gullið í hádeginu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 21:45
Brynjuísinn bregst ekki
Öllum leikmönnum, þjálfurum og fararstjórum er boðið upp á hinn landsfræga Brynjuís um helgina eins og tíðkast hefur hjá mótsstjórninni frá því Goðamótin voru sett á laggirnar. Og hann bregst ekki frekar en fyrri daginn: þessar Magnastelpur frá Grenivík ljómuðu þegar þær komu út úr ís-rútunni við Hamar í dag, eftir ferð í Brynju.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 21:40
Lovísa á afmæli í dag
Einn leikmanna B-liðs Gróttu frá Seltjarnarnesi, Lovísa Birta Sveinsdóttir, á 14 ára afmæli í dag. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. Lovísa og vinkonur hennar í Gróttuliðinu eiga von á gómsætri skúffuköku í Glerárskólanum eftir kvöldvökuna sem er nýlokið í Boganum; gömul vinkona fjölskyldunnar af Seltjarnarnesi tók sig til í dag og skellti í eina köku sem Atli þjálfari, bróðir Lovísu, færir stelpunum!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 19:16
Þór og Breiðablik í úrslitaleik B-liða
Þór og Breiðablik eigast við á morgun í úrslitaleik B-liðakeppninnar. Þórsarar unnu Fjölni 2:1 áðan og Blikarnir lögðu Skallagrím 3:0.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 19:14
Breiðablik og HK leika til úrslita
Það verða Kópavogsliðin Breiðablik og HK sem mætast í úrslitaleik A-liðakeppninnar á Goðamótinu. Breiðablik sigraði gestgjafana í Þór á hlutkesti eftir framlengingu og HK vann Völsung örugglega, 3:0.
Fyrrnefndi leikurinn var æsispennandi. Blikarnir voru 2:0 yfir í hálfleik en Þórsarar jöfnuðu. Ekki var skorað í framlengingu þó að bæði lið væru nálægt því og því varð að grípa til þess að varpa hlutkesti. Spennan var mikil en Blikastúlkurnar fögnuðu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 17:49
Breiðablik og Fjölnir efst hjá B-liðum
Fjölnir vann A-riðli B-liðakeppnninar með stig en þar varð Skallagrímur í öðru sæti með 7 og KA og HK jöfn í þriðja sæti með 5 stig. Breiðablik hafði sigur í B-riðli með 12 stig - vann alla fjóra leikina - en Þórsarar urðu í öðru sæti með 9 stig og Grótta í þriðja sæti með 6.
Næstu leikir hjá B-liðunum hefjast núna kl. 18.00 þegar krossspil á milli riðla hefst. Leikirnir eru: Fjölnir - Þór, Skallagrímur - Breiðablik, KA - Magni og HK - Grótta.
Myndin er úr leik Breiðabliks og Tindatóls í B-liðakeppninni.
Undanúrslit B-liða
Fjölnir - Þór 1-2
Skallagrímur - Breiðablik 0-3
leikir um 3 sætið
KA - Magni 2-3
HK - Grótta 1-2
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 17:38
Þór og HK unnu A-liða riðlanna
Þór sigraði í A-riðli A-liðakeppninnar, vann alla fjóra leikina og fékk því 12 stig. Völsungur varð í öðru sæti og Haukar í þriðja sæti. HK vann B-riðilinn með 10 stig og Breiðablik varð í öðru sæti með einu stigi minna. Í Kópavogsslagnum, síðasta leik riðilsins, sigraði HK 3:1.
Krossspil á milli riðla er hafið. Þessir leikir standa yfir: Þór - Breiðablik, Völsungur - HK, Haukar - KA og Þróttur - KS/Leiftur.
Myndin er tekin eftir sigur HK á Breiðabliki.
Undanúrslit A-liða
Þór - Breiðablik 2 -2 Blikar unnu á hlutkesti
HK - Völsungur 3-0
Leikir um 3 sætið
Haukar - KA 2-1
Þróttur - KS/Leiftur 0-3
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 10:53
Staða í riðlum og nýjustu úrslit (kl.17:00)
Nú er komin lokaniðurstaða í riðlum og krosspil D-liða er ný hafið.
Krosspil D-liða
Breiðablik - Fjarðarbyggð 3-3 Blikar unnu á hlutkesti
Fjölnir - HK 2-0
Völsungur - Samherji 4-1
Skallagrímur - Tindastóll 0-2
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2010 | 21:57
Fjörleg byrjun
Margir skemmtilegir leikir eru að baki eftir fyrsta keppnisdaginn. Úrslitin er öll að finna hér á heimasíðunni og fjöldi ljósmynda kemur í myndasafnið í kvöld og þeim fjölgar svo á morgun og á sunnudaginn. Þessi mynd er úr leik B-liða gestgjafanna í Þór og Gróttu frá Seltjarnarnesi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006