5.2.2011 | 19:54
Nýjustu úrslit og niðurröðun morgundagsins
riðlum. Niðurröðun fyrir krossspil sunnudagsins er svo gott sem komin inn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 10:58
Nýjustu úrslit, fyrstu leikjum á laugardegi lokið
Laugardagurinn fer vel af stað og fyrstu úrslit eru komin inn í pdf skjölin hérna neðst í færslunni.
Við viljum minna þá fararstjóra sem eiga eftir að skrá liðin sín í rúturnar sem ganga í Brynju á að koma við hjá mótsstjórn og gera það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 08:48
Laugardagur til lukku og Brynju ís eftir hádegið
Laugardagur er hafinn, vonandi til lukku. Fyrstu leikir á Goðamótinu í dag hefjast kl. 9.30 og eru það B-liðin sem fyrst þurfa að rísa úr rekkju. Það er auðvitað skemmtileg tilviljun ef mið er tekið af kenningum um A-fólk og B-fólk varðandi svefntíma og hvenær fólk vaknar. En það er allt annar handleggur.
Núna kl. 9.30 eigast við í B-liðum KA-Völsungur, Breiðablik-HK og Höttur-KF. Leikjadagskráin heldur svo áfram í allan dag og hefjast síðustu leikir kl. 18.10. Laugardagur á Goðamótum þýðir líka eitt: Ísferð í Brynju. Eftir hádegið í dag verða tveir góðir Þórsarar á ferðinni á SBA-rútum og ferja liðin og liðsstjóra inn í Innbæ þar sem þátttakendur, fararstjórar og þjálfarar (ekki aðrir) fá hinn fræga Brynju ís.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 22:31
Vel heppnuð nýjung á Goðamóti
Goðamótsnefndin tók upp á því nú á þessu móti sem ekki hefur verið gert á fyrri Goðamótum, að girða af öryggissvæði við völlinn sem eingöngu er ætlað fyrir þjálfara, liðsstjóra og keppendur í þeim liðum sem eru að leika hverju sinni
Þetta virðist virka nokkuð vel, nú hafa þjálfarar gott pláss og útsýni yfir völlinn og þurfa ekki að fara inn á völlinn sjálfan til að sjá meðfram hiðarlínunni eins og oft er ef foreldrar og aðrir áhorfendur eru komnir alveg að hliðarlínunni.
Þetta sést til vel á einni af myndunum sem tekin var í dag (sjá hér). Þetta kemur einnig fram í húsreglum Bogans á Goðamótum sem birtar eru í handbók Goðamótsins, en hana fá þjálfarar og fararstjórar liðanna afhenta við komu á mótið. Þar er þetta orðað svona: "Vallarsvæði á Goðamótum er afmarkað með sérstökum borða og eiga allir áhorfendur að vera utan vallarsvæðisins. Einungis, dómari leiksins, leikmenn, þjálfararar og liðstjórar þeirra liða sem taka þátt í leiknum mega vera innan vallarsvæðisins."
Sjálfa handbókina má sækja í pdf-formi á slóðinni hér að neðan:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 21:26
Fyrsta degi lokið
Nú er keppni föstudagsins lokið og öll úrslit komin inn. Mótið hefur farið vel fram hingað til og allt gengið stóráfallalaust nema hvað einn keppandi varð fyrir því óláni í dag að handleggsbrotna. Við sendum henni bestu óskir um góðan bata.
Ljósmyndararnir okkar hafa verið á fullu í dag og eru búnir að bæta inn fleiri myndum í myndaalbúmið hér hægra megin.
Öll úrslit dagsins og leikjadagskrá morgundagsins og sunnudagsins má finna í þessum pdf-skjölum:
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 18:22
Allt komið í fullan gang
Tuttugasta og sjötta Goðamótið er hafið á Akureyri í blíðskaparveðri, allir komust á staðinn og fyrstu leikirnir hjá 4. flokki kvenna hófust kl. 16.30 í dag. Útlit er fyrir gott og skemmtilegt mót þar sem fótboltinn verður í fyrirrúmi.
Tveir af hirðljósmyndurum félagsins, þeir Páll Jóhannesson og Rúnar Haukur Ingimarsson, verða á ferðinni um helgina með fína dótið sitt og fyrstu myndirnar eru nú þegar komnar á netið - sjá efst í dálkinum hér til hægri (eða smellið hér).
Fyrstu úrslit dagsins:
B-lið
HK - Fjölnir 0-3
Höttur - Þór 0-1
KF - Fylkir 2-6
C-lið
HK - Fjölnir 1-4
Breiðablik - Fjarðabyggð 0-1
FH - Þór 2-3
KR - BÍ 0-3
Nú standa yfir fyrstu leikir D-liða, Þór/KA1 gegn Þór, Breiðablik gegn FH2 og Fylkir gegn Fjölni. A-liðin hefja keppni kl. 18.20 og þá eigast við FH og Þór, Fjölnir og Tindastóll, Fylkir og KA, KR og Breiðablik.
Goða skemmtun!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2011 | 12:16
Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans
Goðamótsnefndin vill vekja athygli keppenda, þjálfara og fararstjóra á því að stranglega er bannað að klifra yfir girðingar við Þórsvöllinn og ganga yfir völlinn. Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans liggur fyrir ofan og aftan (vestan) stúkuna á Þórsvellinum eins og sjá má á meðfylgjandi korti.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2011 | 21:11
Veðurguðirnir verða okkur vonandi hliðhollir
Góða kvöldið,
Eins og fólk hefur væntanlega séð er veðurspáin fyrir miðvikudagsnóttina, fimmtudaginn og fimmtudagskvöld ekkert sérstök en að öllum líkindum verður þetta allt gengið yfir á föstudag og því ekki ástæða til að óttast að veðrið skemmi fyrir okkur. Við mælum samt með að fólk fari frekar í fyrra laginu af stað svo hægt sé að taka sér nógan tíma í ferðalagið og fara varlega :)
Hlökkum til að sjá ykkur öll á föstudag þrátt fyrir hið ljúfa íslenska veðurfar!
kveðja, mótsstjórn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegna fjölda fyrirspurna þar um viljum við koma því á framfæri að lokafrestur til að greiða staðfestingagjöld rennur út viku fyrir mót (á ekki við um 4.kv. - allir þar hafa gert grein fyrir hvernig þeir greiða þar). Séu einhver vandræði með að borga staðfestingagjöld skuluð þið ekki hika við að hafa samband og við leysum málið.
Hægt er að greiða staðfestingargjöld (kr.10.000 per lið frá félagi) inn á reikning: 1145-26-147500 Kennitala. 520603-3010
kveðja, mótsstjórn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2011 | 22:50
Goðamót 4.flokks kvenna leikjaplan og riðlaskipting
Nú borgar sig að fylgjast vel með næstu daga hér á síðunni því hún mun lifna til muna enda styttist í fyrsta Goðamótið árið 2011!! Það er 4.flokkur kvenna sem ríður á vaðið og er óhætt að segja að mótið líti vel út. 38 lið frá 16 félögum taka þátt og hefur mótið einfaldlega aldrei verið jafn sterkt!
Á morgun, þriðjudag eða á miðvikudag verður svo sett inn hér endanleg dagskrá fyrir mótið en til að það sé nú alveg á hreinu þá hefjast fyrstu leikir kl.16:30 á föstudag og mótinu líkur með verðlaunaafhendingu um kl.14:30 á sunnudag. Við vekjum athygli aðkomuliða á því að ekki er hægt að fara inn í Glerárskóla fyrr en í fyrsta lagi eftir kl.15:00 á föstudag og því er ekki gott að vera alltof snemma á ferðinni þó menn vilji auðvitað eðlilega passa sig að vera tímanlega.
Hér fyrir neðan getið þið nálgast leikjaplanið og riðlaskiptinguna.
kveðja, Jónsi mótsstjóri
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 11:39
Goðamót 4.flokks kvenna 4.-6.febrúar nk.
Góðan dag,
Nú eru staðfestingajgöld fyrir Goðamót 4.flokks kvenna flest að vera komin í hús þó eitthvað vanti nú upp á. Staðan er sú að mótið lítur virkilega vel út og er staðan sú núna að skráð eru til leiks 39 lið frá 15 félögum.
Móttstjóri var staddur erlendis í síðustu viku og því hafa eflaust einhverjir ekki náð í hann, en nú er hann komin heim og ef einhverjar upplýsingar vantar þá endilega hafið samband á godamot@tpostur.is eða í síma 8666812 (Jónsi).
Bráðlega fer móttstjórn að raða mótinu upp svo að fyrstu drög ættu að verða klár nokkuð snemma. Auðvitað koma þau svo til með að breytast eftir því sem nær dregur en drögin ættu að gefa fólki nokkra hugmynd um hvernig mótið kemur til með að líta út.
Þið sem eruð með lið skráð í 4.fokki kvenna, endilega gangið frá staðfestingagjöldum hið fyrsta!
mbk, Jónsi mótsstjóri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2010 | 13:47
Metþátttaka allstaðar
Góðan dag,
Nú er svo komið að það er metþáttaka í öllum mótum. 5.kk og 6.kk mótin eru full og komnir biðlistar þar eins og undanfarin ár. Metþátttaka er í 5kv þar sem mótið er nú orðið fullt og í 6.kv er mótið einnig svo gott sem fullt en möguleiki er þó hugsanlega að bæta við einu félagi þar.
Í 4.flokki kvenna er mótið ekki orðið fullt en metfjöldi liða hafa boðað komu sýna eða um og yfir 40 lið sem er frábært. Mótið er einnig það langsterkasta sem hefur verið haldið í þessum aldursflokk, frábært það!
kveðja, mótsstjórn.
Íþróttir | Breytt 16.11.2010 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrjú af fjórum Goðamótunum árið 2011 eru orðin svo gott sem fullbókuð. Eina mótið sem ekki er fullbókað í er Goðamót 4.flokks kvenna sem fram fer 4-6. febrúar. Skráning á það mót gengur vel og eru komin 12 félög þar til leiks með um 32 lið og vantar því einungis 1-2 lið upp á mótið verði jafn stórt og í fyrra. Endilega hafið samband við mig (Jónsi) á godamot@tpostur.is ef þið hafið áhuga á að koma með stelpurnar ykkar á það mót.
Goðamót 5.flokks karla er orðið fullt og rúmlega það því einnig eru komin lið á biðlista þar. Goðamót 6.flokks karla er svo gott sem fullt, en það er hugsanlega möguleiki fyrir smærra félag sem teflir fram 1-2 liðum að komast þar inn. Goðamót 5. og 6.flokks kvenna er einnig svo gott sem fullt, enn er pláss fyrir eitt félag (3-4 lið) í 5.flokks kvk mótið en 6.flokks kvk mótið er að öllum líkindum orðið fullt.
Að sjálfsögðu er svo öllum velkomið að skrá sig á biðlista.
Með bestu kveðju, Jónsi móttstjóri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2010 | 23:00
Goðamót 5.flokks karla fullbókað, nýtt mót í 6.kv samhliða 5.kv
Sæl öll sömul,
Goðamót 5.flokks karla fylltist hjá okkur í dag og eins og svo oft áður þurfa einhverjir að býta í það súra epli að komast ekki að þar. Við hins vegar tökum enn við liðum á biðlista.
Við höfum nú ákveðið að nýr flokkur bætist við Goðamótaröð þessa árs, það er 6.fl.kv. Ekki er þó um nýtt mót að ræða heldur mun það mót einfaldlega bætast við mótið í 5.fl.kv.
Leikið verður í A,B,C og D-liðum í 5.flokki kvenna en í A og B-liðum í 6.flokki kvenna.
Skráningarblaðið okkar hefur verið uppfært samkvæmt því og er hægt að nálgast það með þessari færslu hér neðst.
kveðja, Jónsi mótsstjóri
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný mótsstjórn og Goðamótsnefnd hefur nú tekið við mótunum og er búið að uppfæra allar upplýsingar á síðunni.
Þá er nýtt skráningarblað er komið hér á síðuna undir valmyndinni "skráning" hér til vinstri á síðunni. Dagsetningar mótanna eru orðnar ljósar og fara ekki framhjá neinum sem skoða síðuna.
Hér með er formlega opnað fyrir skráningu á mótin og er einnig hægt að nálgast skráningarblaðið hér neðar í þessari frétt.
Lesið leiðbeiningarnar vel um hvernig þið skráið liðin ykkar, það er einfalt og þægilegt. En ef einhverjar spurningar vakna eða ykkur finnst óþægilegt að skrá liðin í gegnum tölvuna þá er ekkert mál að hringja í Jónsa s:866-6812 og skrá lið símleiðis eða fá frekar upplýsingar :)
*Á skráningarblaðinu var villa, þar vantaði keppni E og jafnvel F-liða í 5.kk og 6.kk! Það hefur nú verið lagað og við munum hafa samband við þau lið sem þegar hafa skráð sig og gefa þeim tækifæri á að breyta skráningunni.
Íþróttir | Breytt 21.10.2010 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2010 | 10:25
Goðamót 2011
Dagsetningarnar fyrir Goðamótin 2011 eru klárar.
4.flokkur kvenna 4.- 6.febrúar
5.flokkur karla 18.-20.febrúar
5.flokkur kvenna 4.- 6 mars
6.flokkur karla 25.- 27.mars
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 16:53
Myndir
Bendum á að búið er að bæta inn myndir frá síðasta móti í albúmin. Einnig viljum við benda ykkur á hægt er að sjá mikinn fjölda mynda frá mótinu sem ljósmyndara frá Pedromyndum tóku http://www.pedromyndir.is/
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2010 | 09:07
Þakkir frá Goðamótsnefnd og unglingaráði knattspyrnudeildar
Um helgina lauk fjórða og síðasta Goðamóti Þórs árið 2010 og var mót helgarinnar það 25. frá upphafi.
Goðamótsnefnd og unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra, sem lagt hafa hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd mótanna. Sérstakar þakkir fá foreldraráðin, foreldrar og krakkar fyrir þá vinnu sem þau inntu af hendi. Framlag ykkar er ómetanlegt og gerir það að verkum að hlutirnir gengu eins vel og raunin er á.
Hafið hjartans þakkir
Goðamótsnefnd og Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 21:14
Þór sigraði í flokki A- liða
Í dag lauk 25. goðamóti Þórs þar sem strákar í 6. flokki voru í aðalhlutverkinu. Hjá A- liðum stóðu heimamenn í Þór uppi sem sigurvegarar en þeir sigruðu Val í úrslitaleik. Í flokki B. liða sigraði Höttur heimamenn í Þór í úrslitaleik. Í C. liðum sigraði Breiðablik c lið Kjalnesinga í úrslitum. Í D. liðum sigraði Fylkir lið Breiðabliks 1. Í E. liðum bar KA sigurorð af Mývetningum og í F. liðum Sigraði Breiðablik 1 lið Tindastóls.
Í B. liðakeppni A. lið Fjölnis, B, lið KS/Leiftur, C. lið Þór, D. lið Þróttur Vogum, E. lið Samherjar og F. lið Fylkir.
Á hverju Goðamóti er veittur Goðamótsbikarinn þar sem lið eru valin af mótstjórn fyrir prúðmennsku innan vallar sem utan. Að þessu sinni voru það strákarnir í Tindastóli, sem hlutu þessi verðlaun
Myndir af öllum verðlaunahöfum eru komnar í myndaalbúmið 6.flokkur 2010 Almennar
Íþróttir | Breytt 29.3.2010 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 14:11
Sunnudagur. Öllum leikjum lokið.
Þá er öllum leikjum á 25. Goðamóti Þórs lokið.
Úrslít eru komin inn í meðfylgjandi skrár.
Þökkum keppendum fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006