29.2.2008 | 22:42
Fjörugur föstudagur
Keppni lauk í kvöld um kl. 21.30 eftir fjörugan og skemmtilegan dag þar sem mikið var skorað og vel fagnað en líka vel varist og hart barist, eins og gengur. Strákarnir eru nú væntanlega flestir um það bil að sofna og örugglega einhverjir þegar sofnaðir vegna þess að flautað verður til fyrstu leikja klukkan 8 í fyrramálið.
Fyrstu ljósmyndir dagsins birtast eftir smá stund og föstudagsalbúmið verður orðið troðfullt þegar fólk vaknar í fyrramálið!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 16:01
Fyrstu leikjum lokið
Fyrstu fjórir leikir Goðamótsins hófust klkukkan þrjú og er þeim því lokið. Þar voru E-lið á ferð og úrslitin urðu þessi:
Þróttur 1 - KA 0:3
Breiðablik 1 - Mývetningur 2:5
Leiknir - Grótta 2:3
Völsungur - Þróttur 0:3
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 10:43
Strákarnir hefja leik í dag
Annað Goðamót ársins hefst í Boganum í dag og um þessa helgi eru það strákar í 5. flokki sem leika. Stemmningin var frábær um síðustu helgi þegar stelpur í 4. og 5. flokki hvaðanæva af landinu öttu kappi og miðað við reynslu síðustu ára verður ekki síður skemmtilegt núna um helgina. Strákarnir hafa lengi beðið spenntir eftir að koma á Goðamótið og draumurinn er nú loks að verða að veruleika. Fyrstu leikirnir hefjast kl. 15.00.
Ekki er vitað annað en stóru strákarnir á myndinni verði á ferð með flautuna í Boganum eins og um síðustu helgi. Lengst til hægri er Páll Magnússon, dómari og stjórnarmaður hjá Þór til áratuga, í miðjunni Þóroddur Hjaltalín Þórsari og einn af A-dómurum landsins og lengst til vinstri Jan Erik Jessen, bráðefnilegur dómari úr röðum Þórsara. Jan Erik varð fyrir þeirri óvæntu reynslu um síðustu helgi að þurfa að fara meiddur af velli, blóðugur og aumur í andliti, eftir að ein stelpan þrumaði boltanum framan í hann. Þetta var í fyrri hálfleik, Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar hljóp í skarðið á meðan gert var að meiðslum Janna, sem kom svo galvaskur aftur inná í seinni hálfleik.
Vonandi gengur dómurum, leikmönnum, þjálfurum, liðsstjórum, forráðamönnum, foreldrum og öðrum áhangendum allt í haginn um helgina.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 09:22
Meiddist í úrslitaleiknum
Einn leikmanna í A-liði 5. flokks hjá KS meiddi sig í úrslitaleiknum gegn Þór. Hún var svo óheppin að fá boltann í andlitið eftir fast skot af stuttu færi og varð að fara af velli, blóðug í andliti. Vonandi líður henni vel núna og við sendum henni okkar bestu kveðjur.
25.2.2008 | 08:52
Foreldrarnir fylgjast með
Foreldrar stelpnanna á Goðamótinu biðu margir hverjir spenntir heima og fylgdust með gangi máli á netinu. Margir skoðuðu heimaíðuna okkar reglulega og forráðamenn sumra liðanna blogguðu líka frá mótinu til þess að veita þeim sem heima sátu ýmsar upplýsingar og kveðjur frá stelpunum. Meðal þeirra sem litu við í herbergi mótsstjórnar til að blogga voru Soffía Ámundadóttir, þjálfari 4. flokks hjá Val, sem situr við tölvuna. Til vinstri er aðstoðarþjálfarinn Oddný Anna Kjartansdóttir.
Íþróttir | Breytt 2.3.2008 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 08:04
Afmælisbarn dagsins
Kristín Júlía í KS frá Siglufirði átti 12 ára afmæli á síðasta degi Goðamótsins, í gær sunnudag. Hún er í 5. flokki A, sem stóð sig mjög vel á mótinu. KS-steltpurnar léku til úrslita við Þór en voru óheppnar að tapa úrslitaleiknum á hlutkesti, en kastað var upp um það hvort liðið teldist sigurvegari eftir að jafnt var eftir framlengingu.
Við óskum Kristínu Júlíu innilega til hamingju með afmælið og KS-stelpunum fyrir komuna og með góða frammistöðu.
Kristín Júlía er hægra megin á myndinni en með henni er vinkona hennar og liðsfélagi, Anita Sara.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 16:58
Þór sigraði í 4. flokki C
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 16:29
Fjarðarbyggð sigraði í 5. flokki C
Það voru stelpurnar úr Fjarðarbyggð sem unnu C-liðakeppni Goðamótsins. Þar urðu Völsungar frá Húsavík í 2. sæti og Valur í 3. sæti.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 16:15
Valsmenn fengu gullið í 5. B
Í 5. flokki voru það stelpurnar úr Val sem fengu gullverðlaun í keppni B-liða, Hlíðarendaliðið lagði Fjarðarbyggð 2:1 í úrslitaleiknum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 16:12
Þór meistari í 5. flokki A
Í A-liðakeppni 5. flokks fögnuðu heimamenn í Þór sigri og gulli. Þórsstelpuprnar léku til úrslita við KS frá Siglufirði, staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og ekki var skorað í framlengingu þannig að grípa varð til hlutkestis. Þjálfari Þórs hafði heppnina með sér - og stelpurnar hans hrepptu gullið. Bæði lið stóðu sig rosalega vel, hvort tveggja hörkulið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 15:46
Þór fékk gull í 4. B
Þórsarar fengu gullverðlaun í B-liðakeppni 4. flokks, stelpurnar sigruðu Hött frá Egilsstöðum 2:1 í úrslitaleiknum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 15:43
HK meistari í 4. flokki A
HK stelpur úr Kópavogi sigruðu í keppni A-liða 4. flokks á Goðamótinu. Lögðu Stjörnuna úr Garðabæ í úrslitaleik, 2:0. HK-stelpurnar eru á myndinni að ofan, hún var tekin eftir verðlaunaafhendinguna sem er nýlokið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 13:47
Línur að skýrast
Úrslitaleikirnir hefjast senn, núna kl. 14.00, en nú liggur fyrir hvaða lið urðu í 3. sæti á Goðamótinu.
Rauðletruðu liðin urðu í 3. sæti:
4 flokkur A: Þór, sigraði Val 1:0 í leik um 3. sætið.
4. flokkur B: HK, sigraði Leiknir R 3:0
4. flokkur C: KA, sigraði Stjörnuna 3:0.
5. flokkur A: VALUR, sigraði KA 2:0. Myndin hér að ofan er úr þessum leik.
5. flokkur B: KA, vann Tindastól 2:0.´
Úrslit eru ljós í keppni C-liða 5. flokks þar sem leikið var í einum riðli. Fjarðarbyggð sigraði, Völsungur varð í 2. sæti og Valur í 3. sæti.
Völsugnur 2. sæti og í fysta sæti Fjarðabyggð
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 09:44
Þór og Höttur í úrslitaleik B-liða 4. flokks
Það verða heimamenn í Þór og stelpurnar í Hetti frá Egilsstöðum sem leika til úrslita í keppni B-liða 4. flokks. Þór vann HK 6:2 í undanúrslitum núna áðan og Höttur lagði Leikni úr Reykjavík 3:1.
Úrslitaleikirnir eru því þessir:
4. A - HK 2 - Stjarnan kl. 14.00
4. B Þór 1 - Höttur kl. 14.00
4. C Þór - Leiftur kl. 14.00
5. A KS - Þór kl. 14.00
5. B - Fjarðarbyggð - Valur kl. 13.20
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 09:39
Gullmark á síðustu sekúndunum og HK í úrslit!
HK úr Kópavogi og Stjarnarn úr Garðabæ leika til úrslita A-liðakeppni 4. flokks.
Stjarnan vann Val 2:0 í unanúrsllitunum í morgun og HK sigraði heimastúlkurnar í Þór 2:1 í framlengdum spennuleik. Þórsarar höfðu ekki fengið á sig eitt einasta mark á mótinu fram að þessu, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og HK tryggði sér sigur með gullmarki þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Dramatík þar á ferðinni og HK-ingar fögnuðu innilega eins og von var.
Úrslitaleikurinn hefst kl. 14.00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 00:19
Fullt af myndum frá laugardeginum
Þá er laugardeginum lokið og laugardagslögunum líka. Eurobandið fer til Serbíu en við hér á Akureyri vöknum snemma í fyrramálið eins og í morgun því keppni hefst á Goðamótinu kl. 8.00 þegar stelpurnar í A-liðum 4. flokks hefja leik.
Nú eru komnar alls 252 ljósmyndir inn í laugardagsmöppuna. Frá föstudeginum eru 107 myndir og margar bætast við á morgun. Það verður því nóg af skoða fyrir pabba og mömmur, afa og ömmur, frændur og frænkur og systkini - og auðvitað stelpurnar sjálfar, þegar þær koma heim.
Meðfylgjandi mynd er úr leik Fjarðarbyggðar og Völsungs í 5. flokki C um miðjan laugardaginn.
Fljótlega í fyrramálið kemur í ljós hverjir komast alla leið í úrslitaleikina í 4. flokki.
Nú um miðnættið er gott veður á Akureyri og það verður bara að segjast eins og er að það er dálítið jólalegt! Tveggja stiga frost og hvít jörð. Það snjóaði svolítið í kvöld, aðeins til að minna okkur á hvar við búum. Spáin fyrir sunnudaginn er góð.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 17:35
KS og Þór í úrslitaleikinn
Það verða KS frá Siglufirði og heimamenn úr Þór hér á Akureyri sem spila úrslitaleikinn í A-liðakeppni 5. flokks á morgun. Undanúrslitunum lauk rétt í þessu.
Siglfirðingar lögðu Valsstúlkur frá Reykjavík í undanúrslitunum 2:1. Valsmenn voru yfir í hálfleik en KS-ingar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum eftir hlé. Þetta var mikill baráttuleikur og jafnræði með liðunum.
Þórsstelpurnar léku við KA í undanúrslitunum og unnu örugglega, 6:2.
Valur og KA mætast í leik um 3. sætið kl. 11.20 en úrslitaleikur KS og Þórs hefst kl. 14.00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 16:37
"Hún á afmæli í dag ... "
Stelpurnar í Leikni úr Reykavík i sungu hástöfum fyrir einn leikmanna liðsins, Heiðu Sóleyju Ingólfsdóttur, í Boganum í dag enda á hún 12 ára afmæli. "Hún á afmæli í dag..." hljómaði langar leiðir og ljósmyndari mótsins rann á hljóðið.
Heiða Sóley situr fremst fyrir miðri mynd.
Þegar stelpurnar voru spurðar hvernig hefði gengið á mótinu voru svörin mismunandi: "Vel" sagði ein, önnur sagði "illa" og sú þriðja "ágætlega". Ha? spurði blaðamaðurinn ráðvilltur. "Sko, það fer eftir því hvaða lið þú ert að meina. B-liðinu hefur gengið vel," útskýrði ein.
Íþróttir | Breytt 24.2.2008 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2008 | 15:18
Liðin í undanúrslitum 5. flokks
Nú er ljóst hvaða lið leika í undanúrslitum 5. flokks. Í keppni A-liðanna eru það annars vegar KS og Valur sem mætast og hins vegar Akureyrarliðin KA og Þór. Þessir leikir hefjast kl. 16.40, eftir tæpan einn og hálfan klukkutíma.
Sigurliðin í þessum leikjum spila úrslitaleikinn á morgun, kl. 14.00.
Hjá B-liðum 5. flokks leika í undanúrslitum Fjarðabyggð - Tindastóll og KA - Valur. Þeir leikir hefjast kl. 17.20.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 12:53
Stelpurnar til fyrirmyndar
Kurteisi og góð framkoma allra stelpnanna á Goðamótinu vakti sérstaka athygli starfsmanna í mötuneytinu í gærkvöldi. "Það er óhætt að hrósa stelpunum mjög mikið fyrir góða framkomu - og fararstjórarnir voru líka til fyrirmyndar!" segir Brynja Sigurðardóttir, stundum kölluð mamma Goðamótsins en hún stjórnar aðgerðum í Glerárskólanum þar sem aðkomuliðin gista og borða bæði morgunverð og kvöldmat.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006