Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hverjir komust áfram?

Það verða annars vegar Breiðablik og Fylkir og hins vegar Þór 1 og KA sem mætast í undanúrslitum A-liðakeppni Goðamótsins í fyrramálið. Báðir leikirnir hefjast kl. 9.00.

Hjá B-liðunum eru það KR - Magni og Leiknir - Breiðablik sem mætast í undanúrslitum.


Goðamótssamningurinn endurnýjaður til þriggja ára

Í gærkvöldi skrifuðu Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, fyrir hönd Íþróttafélagsins Þórs, undir samning um áframhaldandi samstarf Norðlenska og Þórs um Goðamótin í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu þriggja ára og tekur gildi frá og með næsta vetri.

Nú stendur yfir í Boganum á Akureyri Goðamót Þórs í 6. aldursflokki drengja og er þetta þriðja og síðasta Goðamót vetrarins. Núgildandi samningur milli Norðlenska og Þórs um Goðamótin rennur út að þessu móti loknu og samningurinn er því framhald á núverandi samstarfi, sem hefur staðið undanfarin sex ár, en frá árinu 2003 hefur Íþróttafélagið Þór haldið Goðamótin. Um er að ræða mót í 5. aldursflokki drengja, 6. aldursflokki drengja og 4. og 5. aldursflokki kvenna.

Á hverju Goðamóti taka þátt á bilinu 450 til 500 þátttakendur, auk fjölda þjálfara, fararstjóra og foreldra. Skjóta má á að við framkvæmd hvers móts vinni sem næst eitthundrað sjálfboðaliðar.

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, sagði við undirskrift samningsins í kvöld að það skipti fyrirtækið miklu máli að koma að Goðamótunum. "Við leggjum áherslu á að koma að samfélagslegum verkefnum á þeim stöðum þar sem við störfum og Goðamótin eru stærsta einstaka verkefnið sem við tökum þátt í. Það er ljóst að okkar helsta vörumerki, Goði, er oftast nefnt í tengslum við þessi mót. Okkur er það sönn ánægja að framlengja þetta samstarf til næstu þriggja ára," sagði Ingvar.

Sigurjón Magnússon, talsmaður Goðamótanna, segir það skipta Íþróttafélagið Þór gríðarlega miklu máli að eiga þetta farsæla samstarf við Norðlenska um framkvæmd Goðamótanna. "Norðlenska hafði trú á þessari hugmynd í upphafi og síðan hafa mótin vaxið og dafnað. Samstarf okkar við fyrirtækið hefur frá upphafi verið einstaklega gott og ég vil að forráðamenn Norðlenska viti hversu gríðarlega mikils við metum þetta samstarf. Ég fagna þessum nýja samningi og vona að við eigum samstarf við Norðlenska um Goðamótin um ókomna tíð."


Magni fékk 10 þúsundasta ísinn!

10 þúsundasti ísinn

Ferð í Brynju er fastur liður hjá hverjum keppanda á Goðamótinu nú sem fyrr, eins og áður hefur komið fram. Heimsókn strákanna í Breiðabliki um miðjan dag var hins vegar ekki venjuleg - þá var nefnilega afgreiddur 10 þúsundasti ísínn á Goðamótunum til þessa en þetta er sjötta árið sem mótin fara fram.

Strákurinn sem fékk ís númer 10.000 heitir Magni Kristinsson og var hann leystur út með gjöfum í tilefni dagsins. Í fyrsta lagi gáfu Fríður og Júlli í Brynju honum Brynju-húfu og Brynju-bol sem og gjafabréf - þannig að hann getur gefið fjölskyldunni bragðaref í Brynju næst þegar þau koma norður. Síðast en ekki síst tilkynnti Reynir Eiríksson úr mótsstjórn Goðamótsins að fjölskyldu Magna yrði send glæsileg karfa með kjöti frá Norðlenska innan tíðar.


450 keppendur

Þátttakendur á Goðamóti 6. flokks að þessu sinni eru um það bil 450. Alls leika 50 lið frá 17 félögum á mótinu, 145 leikir fara fram og miðað við meðaltal mótanna til þessa má reikna með að alls verið skoruð hátt í  750 mörk frá föstudegi til sunnudags.

Allt tilbúið í Brynju!

Öllum leikmönnum, þjálfurum og fararstjórum Goðamótsins er boðið upp á Brynjuís eins og venjulega. Ekið er í rútum frá Hamri, félagsheimili Þórs við hlið Bogans, inn í Brynju og spennan er að magnast fyrir heimsóknina þangað. Allt er orðið klárt í Brynju og starfsfólkið þar afgreiðir fljótlega heimsins besta ís í bílförmum ofan í Goðamótsleikmennina, alla sem einn. Fyrsta rútan fer af stað fljótlega, kl. 13.00 - og


Neisti með í fyrsta skipti

 Neisti

Neisti frá Djúpavogi tekur nú þátt í Goðamótinu í fyrsta skipti. Hingað til Akureyrar eru mættir 10 strákar fyrir hönd Neista og það eru foreldrar með þeim öllum. Flottur hópur!


"Rosalega gaman"

Mikið fjör hefur verið í Boganum og í Hamri frá því snemma í morgun. Byrjað var að spila klukkan 8 og síðustu leikir í kvöld hefjast kl. 19.20. Síðan verður kvöldvakan auðvitað eins og venjulega á Goðamóti.

 "Þetta er búið að vera rosalega gaman," sagði einn af knattspyrnumönnunum ungu við tíðindamann heimasíðunnar í Boganum. "Við erum búnir að vinna alla leikina okkar og eigum bara einn eftir í dag," sagði hann og ljómaði.


Úrslitin í gær!

Öll úrslit og staða í riðlum er komin hér til vinstri!

 


Úrslitin koma á morgun

E markvörður Breiðabliks

Tæknin hefur aðeins verið að stríða okkur í dag. Úrslit leikja sem slegin voru inn í kerfið í dag virðast ekki sjást, en við reynum að kippa því í liðinn strax í fyrramálið. Og þá verður ljósmyndarinn á ferðinni með myndavélina og stefnt er að því að annað kvöld verði komnar ljósmyndir úr leikjum ALLRA LIÐA á mótinu inn í myndaalbúm.

Hann er íbygginn á myndinni, markvörður Breiðabliks í E-liðsleik gegn Magna. Hans menn voru í sókn og stráksi fylgdist vel með því sem fram fór hinum megin á vellinum.


Nokkrar myndir komnar

 Huginn mætir á svæðið

Fyrsta myndaalbúm mótsins er komið á sinn stað hægra megin á síðunni. Þegar eru komnar nokkrar myndir þar inn, úr fyrstu leikjum dagsins. Á þessari mynd eru strákar úr Hugin á Seyðisfirði þegar þeir komu að Hamri fyrr í dag. Níu strákar æfa með Hugin en tveir heltust úr lestinni á síðustu stundu þannig að sjö mættu á mótið og með þeim eru sjö fararstjórar.

Velkomnir Huginsmenn og allir aðrir þátttakendur í Goðamótinu að þessu sinni!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband