Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
15.2.2012 | 12:38
Breytt leikjaplan fyrir helgina
Hérna kemur uppfært leikjaplan fyrir helgina. Vinsamlegast takið gamla planið úr umferð. Öll lið fá svo útprentaða handbók hjá mótsstjórn þegar þau koma og er leikjaplanið þar líka.
Kveðja
Mótsstjórn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2012 | 19:28
Leikjaniðurröðun fyrir 5.flokk karla
Nú eru loksins allar skráningar komnar á hreint og birtum við því leikjaplan helgarinnar hérna í skjali tengdri þessari færslu. Að þessu sinni eru 52lið skráð í mótið frá 17 klúbbum.
Handbók mótsins sem inniheldur ýmsar mikilvægar upplýsingar ásamt riðlum og leikjaplani kemur svo inn á síðuna á morgun.
Íþróttir | Breytt 15.2.2012 kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2012 | 21:48
Laust pláss í 6.flokk karla. 23-25mars
Eitt lið hefur dregið sig úr keppni hjá 6.flokki karla helgina 23. - 25. mars nk. Það er því eins og staðan er núna laust á mótið, 54 lið eru skráð til leiks en við getum tekið á móti í allra mesta lagi 60 liðum. Hafið því hraðar hendur 6.flokks þjálfarar ef þið hafið áhuga á að vera með í mótinu, nú eða bæta við liðum hjá þeim sem þegar hafa skráð sig.
kv. mótsstjóri
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2012 | 14:41
Fyrsta Goðamóti ársins lokið
Öll úrslit eru komin í skjölin hérna fyrir neðan. Mikil spenna og mikið fjör var í flestum úrslitaleikjunum og úrslitin réðust oft ekki fyrr en á síðustu andartökunum. Hægt er að sjá fullt af myndum frá mótinu hérna í myndaalbúmum hérna á síðunni svo síðar í dag koma liðsmyndir af hverju liði fyrir sig inn á síðuna.
ÚRSLIT í 4. flokk kvenna
A-lið
1. KA
2. Þór
3. Fjarðarbyggð
B-lið
1. Höttur
2. KA 1
3. KA 2
C-lið
1. KA 2
2. Tindastóll
3. Fjarðarbyggð
ÚRSLIT í 3. flokk kvenna
A-lið
1. Þór 2
2. Völsungur
3. Höttur
B-lið
1. Þór 1
2. Einherji
3. Þór 2
Hvöt hlaut Goðaskjöldinn að þessu sinni en hann er veittur fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan. Hérna er mynd af stelpunum með skjöldinn.
Íþróttir | Breytt 6.2.2012 kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2012 | 19:57
Úrslit laugardagsins
Öll úrslit dagsins er hægt að sjá í skjölunum hérna neðar í færslunni.
Liðin sem mætast á morgun í úrslitaleikjum 4.fl kvenna eru:
A-lið
5. sæti | Tindastóll | - | Dalvík | |||||||
3. sæti | Völsungur | - | Fjarðabyggð | |||||||
1. sæti | KA | - | Þór |
B-lið
5. sæti | Þór | - | Hvöt | |||||||
3. sæti | KA2 | - | BÍ | |||||||
1. sæti | KA1 | - | Höttur |
C-lið
5. sæti | Þór | - | Þór gestalið | |||||||
3. sæti | KA1 | - | Fjarðarbyggð | |||||||
1. sæti | KA2 | - | Tindastóll |
Í þriðja flokk er hreinn úrslitaleikur milli Þór 1 og Einherja í B-liða keppninni. En þar nægir Einherja jafnteflið til að tryggja sér sigurinn.
Í A-liðum 3.flokks er Þór 2 þegar búið að tryggja sér sigur en Þór 1 og Höttur mætast og berjast um 3.sætið.
Spennandi dagur framundan en núna eru stelpurnar að slaka á eftir leiki dagsins. Sumar þeirra ætluðu að gera vel við sig og smella sér á bíó tilboð Goðamótsins og fá sér popp, gos og sjá einhverja skemmtilega mynd í Sambíóinu.
Íþróttir | Breytt 5.2.2012 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2012 | 13:35
Nýjustu úrslit
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2012 | 21:05
Úrslit föstudagsins
Hérna í skjölunum er hægt að skoða stöðu í riðlum og úrslit leikja í frá því í dag.
Í 4.flokk eru spilaðir þrír 6 liða riðlar (A-B-C). Efstu tvö liðin í hverjum riðli koma svo til með að spila úrslitaleik á sunnudeginum. Liðin í 3-4 sæti riðlana spila svo um 3. sætið og liðin í 5-6 sæti spila um 5. sæti.
Í 3.flokk er einfaldlega spiluð tvöföld umferð í báðum riðlum og spila því öll liðin þar 6 leiki alveg eins og liðin í 4.flokk.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2012 | 18:44
Fyrsta umferð búin
Mótið fer gríðarlega skemmtilega af stað og nú eru öll lið búin að spila einn leik og fyrstu leikir annarar umferðar að eru í gangi. Hægt er að sjá öll úrslit og stöðuna í riðlunum hérna í skjölunum undir þessari færslu.
Í Glerárskóla er svo í boði að fara í pool og borðtennis og hægt er að nálgast kjuða og borðtennisspaða hjá vaktmanni í skólanum. Það er sparkvöllur á skólalóð Glerárskóla sem keppendur geta nýtt sér ef þeir vilja meiri ennþá meiri fótbolta.
Við viljum svo benda keppendum og fararstjórum á að það er frítt og mjög auðvelt að taka strætó á milli staða hérna á Akureyri ef áhugi er fyrir að nýta sér eitthvað af afsláttartilboðum okkar í Goðamótinu.
Afslættir á vegum mótsins og önnur afþreying:
- Í Sambíóunum geta keppendur fengið bíómiða, popp og gos á 1.050kr.
- Skautahöllin býður mótsgestum á skauta með skautaleigu á 500kr
- Í Paradísarlandi á Glerártorgi er leiktækjasalur fyrir yngri kynslóðina 500kr.
- Kaffi Jónsson býður keppendum að taka leik í keilu á 720kr.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2012 | 13:58
Um klukkutími í mót
Það er draumaveður hérna á Akureyri sem tekur á móti gestum helgarinnar. Nú er aðeins um klukkutími í fyrstu leiki og fyrsta liðið var að mæta á svæðið.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá var það liðið sem þarf að ferðast lengst til að koma til okkar sem er komið en BÍ stelpur eru mættar eld hressar :)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2012 | 19:56
Handbók Goðamótsins
Handbók Goðamótsins er komin á netið í pdf-formi. Og hægt er að nálgast hana hérna neðst í þessari færslu. Í handbókinni eru mikilvægar upplýsingar fyrir keppendur, fararstjóra og þjálfara um ýmislegt er varðar mótið og dvölina á Akureyri, ásamt auðvitað leikjaplaninu og riðlaskiptingunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006