Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Styttist í næsta Goðamót

Nú er bara rétt rúm vika í næsta Goðamót og eru það stelpur úr 5. og 6.flokk kvenna sem mæta til leiks.

Neðst í þessari færslu birtum við handbók mótsins svo fólk geti skoðað allar upplýsingar tengdar mótinu. Á blaðsíðu 2 er hægt að sjá ýmsar tímasetningar og svo þá afþreyingu sem er í boði á meðan á móti stendur. Handbókin inniheldur samt ekki leikjadagská mótsins, hún kemur inn síðar.

Það má gera ráð fyrir að riðlar og leikjaniðurröðun komi inn um helgina eða þegar öll lið hafa klárað að borga staðfestingargjöldin.

Mbk.
Mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Dugmikil mamma

Á Goðamóti helgarinnar (31. Goðamót Þórs 5.fl. kk)  fengum við ábendingu þess efnis að mamma eins drengs sem var að taka þátt í Goðamóti í síðasta sinn hafi komið á níu Goðamót í röð. Þessi dugmikla mamma heitir Elísabet (Ellý) og á börn sem æfa með Leikni R. Heimasíða Þórs settist niður smá stund með Ellý og fengum við hana í stutt viðtal. Beðist er velvirðingar á hljóðgæðum í þessu viðtali.


Goðamóti 5.flokks karla er lokið

Nú hafa öll lið lokið leik og úrslitin ljós. Hægt er að skoða öll úrslitin í mótinu og stöðuna í riðlunum í skjölunum hérna neðar.

Þau lið sem hlutu verðlaun að þessu sinni voru:

 

A-lið
1. Breiðablik
2. Þór
3. Breiðablik 2

B-lið
1. Fjölnir
2. Fylkir
3. Þór

 
C-lið
1. Þór
2. KA
3. Þróttur

D-lið
1. KA
2. Höttur
3.Fylkir


E-lið

1. Fjölnir
2. Þróttur
3. Þór 2


F-lið
1. Fylkir
2. Breiðablik
3. KA

 

Goðamótsskjöldinn fyrir fyrirmyndarframkomu innan vallar sem utan hlutu Neisti Hofsósi.

Goðamótsnefndin þakkar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.  Svo viljum við þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna... Einnig þökkum við öllum sem komu að mótinu og aðstoðuðu okkur fyrir hjálpina.

Rétt eftir mót verður svo hægt að skoða hópmyndir af verðlaunahöfum hérna á síðunni.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Myndir til sölu

Hægt er að kaupa valdar myndir sem hafa birst hérna í myndaalbúmum tengdu mótinu. Það þarf að fara á http://runarhaukur.zenfolio.com/f764961553 og finna nöfnin á myndunum og senda tölvupóst á runar.haukur.ingimarsson@gmail.com

Hver mynd í prentgæðum kostar 500 krónur og verða sendar til baka upplýsingar um hvernig hægt er að ganga frá greiðslu og þegar því er lokið verða myndirnar sendar í tölvupósti.

Allar myndir eiga að vera komnar inn :)

Uppfært mánudag. 18:22

 


Nýjustu úrslit

Nú er mjög svo skemmtilegum laugardegi á Goðamóti 5.flokks karla lokið og hefur mótið gengið mjög vel og okkur í mótsstjórninni hefur heyrst á krökkunum að það sé "mega gaman" eins og einn orðaði það. 

 Á morgun bíða okkar svo margir spennandi úrslitaleikir. Í A-liðum mætast Breiðablik og Þór í leik um fyrsta sætið og í F-liðum eru það Breiðablik og Fylkir sem kljást um gullið. Í öðrum riðlum eru eftir tveir leikir.  

 

Uppfært 21:10
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Laugardagurinn

Úrslitin halda áfram að hrúgast inn og mótið gengur vel í blíðunni hérna fyrir norðan. Nú eru úrslit í E-riðlum orðin klár og því hægt að sjá hvaða lið mætast í þar í nýjum riðlum. Fyrstu 2 sætin í A og B riðli sameinast í nýjan 4 liða riðil og sæti 3-4 í A og B spila saman í nýjum riðli einnig.

 Liðin eru búin að berjast vel og drengilega inn á vellinum og strákarnir hvíla lúin bein og gæða sér á samlokum hérna hjá okkur í Hamri í hádeginu. Bráðlega fara svo fyrstu lið að fara í Brynju ís ferðina góðu

Að venju verða úrslit uppfærð mjög reglulega hérna á síðunni okkar og hægt að fylgjast með í skjölunum sem fylgja þessari færslu.

 

Uppfært 12:15


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Föstudagurinn hjá 5.flokk karla

Allir leikir föstudagsins búnir og þjálfara og fararstjórafundur sem hófst strax að leikjum loknum var að enda.  Þar voru allir nánast jafn kátir og glaðir og keppendurnir sjálfir eftir góðan dag.

 Dagurinn hefur gengið eins og í sögu og hefur verið jöfn og spennandi keppni í flestum leikjum. Hægt er að skoða öll úrslit dagsins og stöðuna í riðlunum í pdf skránum  tengdri þessari færslu.

 Nú styttist svo í að það komi inn fullt af myndum frá deginum í dag. Hægt verður að skoða það bráðlega í albúmunum hérna á síðunni.

 

Kveðja
Mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit

Þrátt fyrir snjókomu og slæmt skyggni tókst öllum liðunum að skila sér heilu og höldnu til okkar í Goðamótið. Mótið er nú komið á fullt skrið og flest lið eru búin að spila einn leik. Hægt er að nálgast úrslit og stöður í riðlum í skjölunum hérna að neðan.

 

Uppfært. 20:45


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Viðtöl við leikmenn, þjálfara og mótsstjóra

Heimasíða Þórs skrapp á lokaæfingu hjá strákunum í 5. flokki í gær. Heyrum hvernig mótið leggst í þjálfarann, mótsstjórann og strákana sjálfa.

 

 

 


Goðamót í 5.flokki á morgun.

Búið er að klára uppsetningu handbókarinnar og þar eru allar helstu upplýsingar tengdar mótinu um helgina. Hægt er að nálgast þetta í pdf skjölum sem fylgja þessari frétt. Fyrstu leikir hefjast kl.15:30 á föstudag og mótinu ætti að vera lokið um kl.15:00 á sunnudag.

Eins og venjulega verður gist í Glerárskóla og vill mótsstjórn leggja áherslu á að móttaka liða hefst kl. 15.00 á föstudag í skólanum. Við biðjum liðin um að virða þá tímasetningu þannig að starfsfólk skólans fái tóm til að ganga frá að lokinni vinnuviku þar. Ef lið eru komin fyrr til Akureyrar eru þau velkomin í Hamar, félagsheimili Þórs, þar sem hægt er að setjast niður og slaka á þar til hleypt verður inn í skólann.

Goðamótið býður upp á ýmsa afslætti fyrir keppendur í allskonar afþreyingu á milli leikja eða á kvöldin.

• Í Sambíóunum geta keppendur fengið bíómiða, popp og gos á 1.100kr.
• Skautahöllin býður mótsgestum á skauta með skautaleigu á 500kr
• Í Paradísarlandi á Glerártorgi er leiktækjasalur fyrir yngri kynslóðina 500kr.
• Kaffi Jónsson býður keppendum að taka leik í keilu á 720kr.
• Lasertag Akureyri býður gestum mótsins leikinn á 750kr.

kveðja, mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband