Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
25.1.2010 | 13:38
Þakkir fyrir helgina
Kæru foreldrar!
Goðamótsnefndin og unglingaráð knattspyrnudeildar vilja þakka ykkur, foreldrum stúlkna í 4. flokki, fyrir frábært samstarf um helgina.
Allt gekk upp án nokkurra vandkvæða og án ykkar framlags gengi þetta ekki upp hjá okkur.
Með kærum kveðjum og þakklæti frá okkur öllum,
Goðamótsnefndin og unglingaráð knattspyrnudeildar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 13:33
HK vann A-liðakeppnina og Breiðablik fékk þrenn gullverðlaun
HK varð Goðamótsmeistari A-liða eftir 3:1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. HK komst í 2:0, Blikarnir minnkuðu muninn en þeir rauðu og hvítu úr Kópavoginum gerðu síðasta markið. Liðin voru saman í riðli á mótinu og úrslitin urðu þau sömu þegar þau mættust í gær.
Breiðablik fagnaði hins vegar þrennum gullverðlaunum í dag; sigraði Þór 3:1 í úrslitaleik B-liðanna, lagði KA 2:0 í úrslitaleik C-liðakeppninnar og í úrslitaleik D-liða gerðu Breiðablik og Fjölnir 1:1 eftir framlengingu. Þá var hlutkesti varpað og Blikarnir höfðu heppnina með sér.
Lið Samherja úr Eyjafjarðarsveit hlaut Goðabikarinn að þessu sinni, en mótsstjórn veitir hann jafnan liði sem þykir hafa verið til fyrirmyndar að öllu leyti á mótinu, bæði innan sem utan vallar.
Á myndinni eru Goðamótsmeistarar HK.
Myndir úr úrslitaleikjunum í dag, og af öllum liðunum sem hlutu verðlaun, eru komnar í myndaalbúmið hægra megin á síðunni.
Smellið á skrána hér að neðan til að sjá öll úrslit mótsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 12:25
Spennan magnast
Leikirnir um gullverðlaun á Goðamótinu hefjast allir kl. 12.40 og svo skemmtilega vill til að Breiðablik úr Kópavogi er í baráttunni á öllum vígstöðvum.
Úrslitaleikirnir eru þessir:
A-lið HK - Breiðablik
A-lið Kópavogsfélaganna voru saman í riðli og í viðureign gærdagsins hafði HK betur, 3:1, í hörkuleik.
B-lið Þór - Breiðablik
C-lið Breiðablik - KA
D-lið Breiðablik - Fjölnir
Myndin er úr leik A-liða HK og Breiðabliks í riðlakeppninni í gær.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 12:13
Völsungar fá tvenn bronsverðlaun
Völsungar frá Húsavík urðu í 3. sæti bæði í keppni A- og C-liða á Goðamótinu. Leikjunum um bronsverðlaun er nýlokið og urðu sem hér segir:
D-lið Fjarðabyggð vann HK 1:0
C-lið Völsungur vann Hauka 2:1
B-lið Skallagrímur vann Fjölni 4:1
A-lið Völsungur vann Þór 3:2
Myndin er úr leik A-liðs Völsungs við Fjölni í gær.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 09:27
Myndir frá tveimur fyrstu dögunum
Um 260 ljósmyndir fá fyrstu tveimur dögum Goðamótsins eru komnar inn í myndamöppurnar hægra megin á síðunni og í dag bætast fleiri við - m.a. úr öllum úrslitaleikjunum og svo af öllum liðunum sem fá verðlaun.
Myndin er úr leik C-liða Hauka úr Hafnarfirði og Hattar frá Egilsstöðum í gær.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 09:20
Síðasti keppnisdagur að hefjast
Keppni hefst núna klukkan 20 mínútur yfir níu á síðasta degi Goðamótsins. Leikir um þriðja sæti og þar með silfurverðlaun hefjast klukkan 10.40, B-úrslit sem svo eru kölluð - þar sem eigast við liðin sem ekki komust áfram úr riðlunum - byrja kl. 12.00. Úrslitaleikirnir byrja svo allir kl. 12.40.
Þessi lið mætast í úrslitaleikjunum:
A-lið HK - Breiðablik
B-lið Þór - Breiðablik
D-lið Breiðablik - Fjölnir
Nú eru um það bil að hefjast síðustu leikir í undanúrslitum C-liðanna og fljótlega kemur í ljós hvaða lið bítast þar um gullið í hádeginu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 21:45
Brynjuísinn bregst ekki
Öllum leikmönnum, þjálfurum og fararstjórum er boðið upp á hinn landsfræga Brynjuís um helgina eins og tíðkast hefur hjá mótsstjórninni frá því Goðamótin voru sett á laggirnar. Og hann bregst ekki frekar en fyrri daginn: þessar Magnastelpur frá Grenivík ljómuðu þegar þær komu út úr ís-rútunni við Hamar í dag, eftir ferð í Brynju.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 21:40
Lovísa á afmæli í dag
Einn leikmanna B-liðs Gróttu frá Seltjarnarnesi, Lovísa Birta Sveinsdóttir, á 14 ára afmæli í dag. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn. Lovísa og vinkonur hennar í Gróttuliðinu eiga von á gómsætri skúffuköku í Glerárskólanum eftir kvöldvökuna sem er nýlokið í Boganum; gömul vinkona fjölskyldunnar af Seltjarnarnesi tók sig til í dag og skellti í eina köku sem Atli þjálfari, bróðir Lovísu, færir stelpunum!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 19:16
Þór og Breiðablik í úrslitaleik B-liða
Þór og Breiðablik eigast við á morgun í úrslitaleik B-liðakeppninnar. Þórsarar unnu Fjölni 2:1 áðan og Blikarnir lögðu Skallagrím 3:0.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 19:14
Breiðablik og HK leika til úrslita
Það verða Kópavogsliðin Breiðablik og HK sem mætast í úrslitaleik A-liðakeppninnar á Goðamótinu. Breiðablik sigraði gestgjafana í Þór á hlutkesti eftir framlengingu og HK vann Völsung örugglega, 3:0.
Fyrrnefndi leikurinn var æsispennandi. Blikarnir voru 2:0 yfir í hálfleik en Þórsarar jöfnuðu. Ekki var skorað í framlengingu þó að bæði lið væru nálægt því og því varð að grípa til þess að varpa hlutkesti. Spennan var mikil en Blikastúlkurnar fögnuðu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006