Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
28.3.2009 | 12:41
Dalvíkingar tefla fram tvennum tvíburum
Tvennir tvíburar voru á ferðinni í Boganum í morgun, allir með liði Dalvíkur. Þeir eru, frá vinstri, Nökkvi, Heiðar, Hilmar og Þorri. Myndin var tekin strax eftir að Heiðar og Hilmar Gunnarssynir fögnuðu sigri með D-liðinu gegn Gróttu og þá voru Nökkvi og Þorri Þórissynir einmitt að ganga til leiks gegn A-liði Gróttu, þar sem Seltirningar höfðu betur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 09:40
Allt á fullu
Byrjað var að spila strax klukkan átta í morgun. Myndin er úr leik Leiknis úr Reykjavík og Breiðabliks 2 í D-liðakeppninni. Og hér að neðan er mynd úr leik B-liða Hugins frá Seyðisfirði og heimamanna í Þór.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 09:36
Það kvað vera fallegt í Kína...
Og nú er líka fallegt á Akureyri. Nokkurra stiga frost í morgun, sól, stilla - sem sagt, eins og það best getur orðið.
Þarna sér yfir Glerárskóla í morgun, smá frostþoka yfir sjónum í fjarska. Bara fallegt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 22:24
Allt gengur eins og í sögu
Fyrsta keppnisdeginum er lokið en hafist verður handa - og fóta - á ný strax klukkan 8 í fyrramálið. Alls eru 76 leikir á dagskrá á morgun og hefjast þeir síðustu klukkan 20.
Ekki er vitað annað en öllum líði vel, strákarnir fengu að borða í kvöld í Glerárskólanum og fararstjórar sitja nú á fundi með mótsstjórn eins og venjan er.
Nokkrir stelpur eru reyndar með á mótinu og hafa að sjálfsögðu ekki gefið strákunum neitt eftir. Á myndinni er einmitt ein Siglufjarðarstelpan í baráttu við strák úr Gróttu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 19:58
Fjölmennt og góðmennt
Keppni hefur gengið vel það sem af er degi. Gengi liðanna er misjafnt eins og búast mátti við, sumir eru súrir í smá stund eftir tap en það gleymist sem betur fer fljótt og menn mæta tvífeldir til næsta leiks.
Á mótinu nú keppa 54 lið - A, B, C, D og E - frá 17 félögum. Flest nöfnin gamalkunnug en eitt félag sendir þó lið núna í fyrsta skipti á Goðamót það er Þróttur úr Vogum. Við Þórsarar bjóðum Þróttara sérstaklega velkomna.
Á myndinni má sjá nokkra galvaska leikmenn nálgast Bogann í dag áður en keppni hófst. Fleiri myndir eru komnar inn í albúmið hægra megin á síðunni og þeim fjölgar jafnt og þátt alla helgina.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 16:14
Allt komið á fulla ferð
Keppni er hafin á fjórða og síðasta Goðamóti ársins. Flautað var til leiks klukkan fjögur og þá hófust fjórir leikir í A-liðakeppninni; Þór - Tindastóll, Breiðablik - Fylkir, KA - Dalvík og Völsungur - Grótta.
Keppni lýkur laust fyrir klukkan tíu í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 21:51
Goðamót 6. flokks 2009
Leikirnir byrja kl. 16. og það verða spilaðir 160 leikir.
Úrslit að staða mun birtast á fastri síðu hér til vinstri!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 21:15
6. flokkur 2009 - Úrslit og lokastaða í riðlum
Úrslit og staða í riðlum á Goðamóti 6. flokks 2009
Íþróttir | Breytt 26.2.2010 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 15:08
Blikar fengu öll gullverðlaunin
Breiðablik vann gullverðlaun í keppni A-liðanna eftir skemmtilegan og spennandi úrslitaleik við heimamenn í Þór. Blikarnir nældu líka í gullverðlaun í keppni B-liðanna - unnu Val 4:1 í úrslitaleiknum og Breiðablik fékk líka gull í keppni C-liðanna. Þar var ekki eiginlegur úrslitaleikur, og þó; tvö Blikalið voru efst og jöfn fyrir síðasta leikinn, þar sem þau mættust.
Þórsarar komust í 2:0 í úrslitaleik A-liðanna og þannig var staðan í hálfleik. Blikarnir komu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og náðu að jafna áður en yfir lauk. Því var gripið til framlengingar og hér á Goðamótinu gildir reglan um gullmark; Breiðablik náði að skora í framlengingunni og þar með lauk leiknum og þær grænklæddu úr Kópavogi fögnuðu ákaft.
Til hamingju með gullið Blikar!
Full ástæða er til þess að óska Þórsurum líka til hamingju, með silfrið. Auðvitað er leiðinlegt að tapa en Þórsstelpurnar stóðu sig mjög vel. Það gerðu KA-menn og Þróttarar líka; liðin mættust í leik um þriðja sæti A-liðanna, honum lauk með jafntefli, 1:1 og ekki var skorað í framlengingu. Þess vegna var hlutkesti varpað og KA-menn unnu það. Þeir fengu því bronsið.
A-lið Breiðabliks er að ofan. Myndin var tekin við verðlaunaafhendinguna sem lauk í Boganum fyrir tæpum klukkutíma.
Myndir af öllum verðlaunaliðunum og fleiri myndir úr leikjum dagsins verða settar inn í albúmið hægra megin á síðunni seinna í dag.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 11:53
Breiðablik og Þór leika til úrslita í A-liðakeppninni
Breiðablik og Þór leika til úrslita í keppni A-liðanna á Goðamótinu. Breiðablik vann Þrótt 2:0 og Þórsarar unnu KA-menn 3:0 í undanúrslitunum. Þróttur og KA leika því um bronsið.
Í B-liðakeppninni mætast Breiðablik og Valur í úrslitaleiknum en um bronsið leika Þór og Skallagrímur.
Til úrslita leika um gullið í C-liðakeppninni leika tvö Breiðablikslið.
Efri myndin er úr leik Þórs og KA í undanúrslitunum A-liðakeppninnar í morgun og sú neðri var tekin þegar Breiðablik og Þróttur mættust í hinum undanúrslitaleiknum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006