Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
15.3.2009 | 10:05
Línur að skýrast
Senn líður að lokum Goðamóts helgarinnar - 20. Goðamóts okkar Þórsara frá upphafi.
C-liðin hófu leik kl. 9.30, B-liðaleikir byrja kl. 10.10 og svo hefjast fjórir A-liðaleikir kl. 10.50. Um hádegisbil hefjast leikir um sæti.
A-liðin kepptu í tveimur riðlum. Í öðrum urðu Þórsarar efstir með 12 stig og Þróttara fengu 9 stig. Í hinum riðlinum nældi Breiðablik í 12 stig og KA 9. Baráttan um efstu sætin verða því á milli þessara liða.
Í keppni B-liða stóð Valur sig best í gær í öðrum riðlinum, fékk 12 stig, en Völsungur, KA og Skallagrímur fengu öll 6 stig. Breiðablik vann hinn riðilinn með 12 stig en Þór varð í öðru sæti með 9.
Þrír riðlar eru í keppni C-liðanna. KA1 varð efst í fyrsta riðlinum með 10 stig, Valur1 og Breiðablik1 jöfn í næsta riðli með 10 stig og Breiðablik2 vann þriðja riðilinn með 9 stig.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 22:44
Dúndrandi diskó í Glerárskóla
Stelpurnar sem taka þátt í Goðamótinu fjölmenntu í íþróttahús Glerárskóla í kvöld og skemmtu sér konunglega. Þar sáu nemendur 10. bekkjar skólans um diskótek við góðar undirtektir, nokkrir fótboltastrákar litu líka þar við, líklega þeir sömu og skemmtu sér á sama stað þegar þeir kepptu á Goðamóti um daginn en þá stóðu krakkarnir í Glerárskóla einnig fyrir diskóteki.
Það var ekki langt að fara fyrir stelpurnar í aðkomuliðunum, þær gista í Glerárskóla og íþróttahúsið er sambyggt, sem og sundlaugin en þangað hafa margar þeirra farið í gærkvöldi eða í dag.
Fleiri myndir úr leikjum dagsins eru komnir inn í albúmið, sem og nokkrar sem teknar voru í Glerárskólanum í kvöld.
Keppni hefst aftur klukkan 9.30 í fyrramálið og mótinu lýkur laust eftir klukkan 14.00. Þá fer fram verðlaunaafhending og síðan Goða-grillveisla við Hamar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 16:00
Þróttarar fagna með stæl
Allt er í fullum gangi í Boganum, mörkunum rignir, stelpurnar fagna og syngja reyndar baráttusöngva hvernig sem fer. Á myndinni fagna stelpurnar í Þrótti einu marka dagsins.
Stemmningin var góð á meðan leik Manchester United og Liverpool mættust í beinni útsendingu í Hamri. Sumir brosa breitt eftir þá viðureign, aðrir ekki, eins og gengur. En allir brostu eftir ferð í Brynju en þar fengu allir leikmenn og fararstjórar ís eins og venja er á Goðamóti; hinn eina, sanna Brynjuís sem Akureyri er svo fræg fyrir.
Fullt af myndum er nú komið inn í albúmið hér hægra megin á síðunni, bæði frá því í gær og úr leikjum dagsins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 14:02
Allir saddir og glaðir
Allir keppendur fengu dýrindis samloku og drykk í hádeginu í Hamri. Allir voru því sælir og glaðir, keppni er í fullum gangi en þeir sem eru svo heppnir að spila ekki akkúrat frá um það kl. 12.45 til 14.30 eru flestir saman komnir í grennd við risaskjáinn okkar í Hamri og eru að horfa á leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 10:23
5. flokkur kvenna 2009 - Úrslit og staða í mótslok
Íþróttir | Breytt 26.2.2010 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 09:32
Hvítt og fallegt
Töluvert snjóaði hér á Akureyri í nótt en veðrið er gott; bjart og fagurt í bænum (eins og alltaf!) og stelpurnar eru byrjaðir að kyrja sigursöngva. Og nú verður flautað til fyrstu leikja dagsins eftir fáeinar mínútur.
Á efri myndinni sést yfir pallinn sunnan við Hamar, félagsheimili okkar Þórsara, og á hinni er stúkan glæsilega sem verið er að byggja hér á svæðinu.
Tæknin var aðeins að stríða okkur í gærkvöldi og allar myndir dagsins komust því ekki inn í möppuna en sjást þær fljótlega.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 20:00
Gaaaaaaaman á Goðamóti!
Þessar glaðlegu HK-stelpur hituðu upp með því að fara í myndastyttuleik í ganginum á milli Hamars, félagsheimilis Þórs, og Bogans þar sem leikirnir fara fram.
Þær eru ekki þær einu sem hafa skemmt sér vel það sem af er degi því stemmningin er góð á mótsstað, mikið skorað og mikið fagnað og mikið brosað - auðvitað er svekkjandi að tapa en þótt það gerist eru flestir fljótir að taka gleði sína á ný. Það er best því þá er hægt að byrja að hlakka til næsta leiks strax.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 17:10
Úrslit og staða í riðlum (Uppfært kl.10:20)
Hér koma úrslit í leikjum og staða í riðlum á Goðamóti 5. flokks kvenna. Smellið á pdf skjölin hér að neðan til að opna þau.
Íþróttir | Breytt 14.3.2009 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 17:02
Hátíðin að hefjast
Goðamót helgarinnar hófst fyrir tveimur mínútum. Hér í Boganum verða um 330 stelpur í 5. flokki á fullri ferð þangað til upp úr hádeginu á sunnudaginn og fjörið eflaust mikið, ef mið má taka af fyrri mótum.
Frásagnir af mótinu og myndir koma jafnt og þétt hér inn á síðuna til þess að foreldrar, aðrir ættingjar og aðdáendur stelpnanna geti fylgst með.
Það eru C-liðin sem byrja í dag. Núna kl. 17.00 var flautað til þessara leikja:
Þróttur 2 - Valur 2
HK - Skallagrímur
KA 2 - Breiðablik 1
Þróttur 1 - Valur 1
Listi yfir alla leiki á mótinu er vinstra megin á heimasíðunni undir fyrirsögninni Síður, og þar verður hægt að sjá öll úrslit.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2009 | 15:16
Fullt af myndum
Goðamót helgarinnar heppnaðist geysilega vel. Þetta var fjölmennasta mótið frá upphafi en allt gekk eins og vel smurð vél. Mótinu lauk með flottri verðlaunaafhendingu og svo hinni rómuðu Goðagrillveislu, þar sem allir fengu pylsu og gos í blíðunni fyrir utan Hamar.
Fullt af ljósmyndum frá mótinu eru komnar inn í myndaalbúmið hægra megin á síðunni, bæði úr leikjunum og af liðunum sem fengu verðlaun.
Þess má geta til gamans að á mótinu voru skoruð alls um 900 mörk.
Takk fyrir frábært mót, strákar! Marga ykkar sjáum við örugglega aftur næsta vetur.
Myndin að ofan er úr viðureign Fjarðabyggðar og Fjölnis. Ein margra í albúminu.
Næsta Goðamót, það þriðja og næst síðasta í ár, hefst eftir tæpar tvær vikur þegar 5. flokkur kvenna mætir til leiks.
Við í mótsstjórninni erum þegar farin að hlakka til og stelpurnar örugglega líka.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006