Færsluflokkur: Íþróttir
31.3.2011 | 14:54
Goðamótum 2011 lokið
Þá er Goðamótunum árið 2011 lokið. Alls voru keppendur á mótunum milli 1600 og 1700 talsins og má áætla að annað eins af þjálfurum, fararstjórum og foreldrum hafi fylgt liðunum.
Mótin í ár tókust afar vel og hlökkum við til að sjá ykkur að ári liðnu. Þau lið sem tóku þátt í mótunum í ár eru í forgangi þegar byrjað verður að raða niður í þátttöku á næstu mótum en það fyrsta verður haldið um mánaðarmótin janúar-febrúar 2012.
kveðja, mótanefnd.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2011 | 15:35
Flest úrslit sunndags orðin ljós
Góðan dag,
Við biðjumst velvirðingar á að ekket hafi gengið að setja úrslit hér inn á síðuna í dag. Smá tæknilegir örðuleikar. En hér að neðan getið þið nálgast úrslit úr öllum leikjum utan við úrslitaleikina sem hófust nú rétt fyrir kl.15:00
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2011 | 18:56
Laugardagur (uppfært 20:00)
Úrslitin halda áfram að hrúgast inn og mótið gengur vel í blíðunni hérna fyrir norðan. Nú eru öll úrslit í riðlum orðin klár og því hægt að sjá hvaða lið mætast í krossspili. Krossspili D- og E-liða er þegar lokið og ljóst hvaða lið mætast í leikjum um sæti þar.
Að venju verða úrslit uppfærð mjög reglulega hérna á síðunni okkar og hægt að fylgjast með í skjölunum sem fylgja þessari færslu.
Íþróttir | Breytt 26.3.2011 kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2011 | 17:29
Fyrstu leikir mótsins og nýjustu úrslit
Þá eru fyrstu leikir farnir á fullt og þegar þetta er skrifað er fyrstu leikjum dagsins þegar lokið. Það verður hægt að fylgjast með stöðu mála hérna í skjölum neðar á síðunni og úrslit verða uppfærð mjög reglulega.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2011 | 00:13
Pedromyndir verða á staðnum og munið eftir Paradísarlandi
Góðan dag,
Alla mótsdagana verða ljósmyndarar frá Pedrómyndum á staðnum og mynda þátttakendur. Myndirnar verða svo seldar gegn vægu verði í Boganum. Allir ættu að geta fengið mynd af sínum knattspyrnusnilling :)
Paradísarland er skemmtilegur leikjagarður á Glerártorgi með leiktækjum og afþreyingu fyrir börn á öllum aldri. Öllum þátttakendum á Goðamóti býðst nú að heimsækja Paradísarland á afsláttarkjörum, aðgangurinn er aðeins 500 krónur á barn fyrir klukkutíma í Paradísarlandi.
Almennt er Paradísarland opið kl. 12.00-17.30 á laugardögum, en opið er fyrir þátttakendur á Goðamóti frá kl. 10 á laugardagsmorgni og einnig 9-13 á sunnudagsmorgni.
Til að auðvelda skipulag og koma í veg fyrir örtröð þurfa fararstjórar þeirra liða sem ætla að nýta sér tilboðið að skrá sig á tiltekinn tíma. Afsláttarmiðarnir og listar til skráningar liggja frammi í mótsstjórnarherbergi á annarri hæð í Hamri.
kveðja, mótsstjórn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 20:39
Lokaútgáfa leikjaplans og riðla
Góða kvöldið,
Nú er búið að staðfesta leikjaniðurröðun og riðla. Eina breytingin frá fyrra plani er sú að Tindastóll fer úr A-liðum í B-lið og skiptir þar um sæti við gestaliðið frá Þór.
Skrárnar má nálgast hér að neðan.
Hlökkum til að sjá ykkur á föstudag! :)
kv. mótsstjórn
Íþróttir | Breytt 24.3.2011 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan dag,
Nú styttist hratt í Goðamót 6.flokks karla sem haldið verður um næstu helgi 25.-27. mars. Þjálfarar liðanna fengu um helgina sent leikjaplan mótsins en nú er það loksins komið hér á síðuna. Um er að ræða drög að leikjaplani en væntanlega og vonandi er þetta líka lokútgáfa.
Þið smellið einfaldlega á skrárnar tengdar þessari færslu til að skoða leikina og riðlanna.
Dagskrá mótsins ætti svo að koma hér inn á síðuna á morgun!
kveðja, mótsstjóri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2011 | 16:10
Myndir af verðlaunahöfum
Nú eru myndir af öllum verðlaunahöfum 5. og 6. flokks kvenna komar í myndaalbúm. Fleiri myndir frá sunnudeginum eru væntanlegar inn síðar í dag og næstu daga.
Goðamótsmeistarar A liða Valur
Breiðablik 1 var sigurvegari A- liða hjá 6. flokki
Goðaskjöldin í ár hlautu Hattarmenn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2011 | 15:15
Goðamóti 5. og 6.flokks kvenna 2011 lokið
Þá er 28. Goðamóti Þórs lokið og öll aðkomuliðin farin að hafa sig á stað til heimferðar. Mótið að þessu sinni var einkar skemmtilegt og vel heppnað að þessu sinni. Góður andi ríkti meðal allra sem tóku þátt og það er fyrir öllu.
Alla verðlaunahafa má nálgast hér að neðan! Við í Goðamótsnefnd þökkum öllum sem komu að framkvæmd mótsins, styrktaraðilum og starfsmönnum kærlega fyrir hjálpina. Að sjálfsögðu þökkum við svo stelpunum, foreldrum þeirra og þjálfurum kærlega fyrir komuna á mótið. Sjáumst að ári liðnu!
Goðaskjöldurinn! : HÖTTUR
6.flokkur
c-lið
3.sæti: Þór 2
2.sæti: Valur 3
1.sæti: Breiðablik 3
b-lið
3.sæti: KF
2.sæti: Höttur
1.sæti: Valur2
a-lið
3.sæti: Þór 1
2.sæti: KA 1
1.sæti: Breiðablik 1
5.flokkur
d-lið
3.sæti: Skallagrímur
2.sæti: Grótta
1.sæti: Þróttur
c-lið
3.sæti: Þróttur
2.sæti: Hvöt
1.sæti: Breiðablik
b-lið
3.sæti: Breiðablik 2
2.sæti: Breiðablik 1
1.sæti: Völsungur
a-lið
3.sæti: Breiðablik 1
2.sæti: Þór/KA 2
1.sæti: Valur
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er orðið ljóst hvernig liðin raða sér í sæti í 6.flokki. í A-liðum sigraði Breiðablik, Valur sigraði í B-liðum og Breiðablik í C-liðum.
Í 5.flokki B-liðum sigraði Völsungur!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006