Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Dómarar með reynslu

Það eru ekki neinir aukvissar sem dæma á lokasprettinum á Goðamóti helgarinnar. Meðal dómara er milliríkjadóamarinn Þóroddur Hjaltalín Jr. sem er komin í fremstu röð íslenskra knattspyrnudómara.  Auk Þóroddar eru þetta þeir Eðvarð Eðvarðsson, Valdimar Pálsson og Þorsteinn Árnason.

Dómarar

Eðvarð Eðvarðsson, Þóroddur Hjaltalín jr. milliríkjadómari, Valdimar Pálsson og Þorsteinn Árnason 


Reyni Eiríkssyni veitt gullmerki Þórs

Í lok hvers dags á Goðamótum er haldinn farastjórafundur þar sem Goðamótsnefnd og forráðamenn liðanna setjast niður og fara yfir viðburði liðins dags og farið er yfir fyrirkomulag næsta dags. Þar er farið yfir hvernig til hefur tekist og mönnum gefin kostur á að koma á framfæri athugasemdum um hvað megi betur fara, þyki ástæða til. Þessir fundir leggja m.a. grunninn að því allt mótshaldið rúllar jafn smurt og raunin er á.

 

Farastjórafundinn sem haldin var í gærkvöld sat m.a. hluti aðalstjórnar Þórs og ekki að ástæðulausu. Í lok fundarins bað Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs um orðið. Tilefnið var að færa Goðamótsnefnd þakkir fyrir frábært starf í kringum goðamótin sem eru orðin stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn sem haldinn er á Akureyri ár hvert. Þá tilkynnti Sigfús Ólafur að aðalstjórn Þórs hafi einróma samþykkt að veita Reyni Eiríkssyni gullmerki Þórs. Reynir er einn upphafsmanna Goðamótanna og er afar vel að þessari viðurkenningu komin.

Farastjórafundur

Árni Óðinsson nælir gullmerki í barm Reynis Eiríkssonar

Farastjórafundur

Reynir Eiríksson og Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs

Farastjórafundur

Frá farastjórafundinu í gærkvöld


Úrslit leikja á sunnudag

Nú eru komin inn úrslit úr leikjum kl 12.40 og þar með eru fyrstu verðlaunahafar mótsins komnir á blað.

Úrslit á laugardegi.

Nú eru fyrstu leikir í krossspili búnir.

 Þór og Valur leika til úrslita í A liðum, Fylkir og Breiðablik leika um bronsið og Fjölnir og Leiknir leika til úrslita í B-úrslitum.

 Í B liðum leika Höttur og Þór til úrslita, Valur og Breiðablik um bronsið og KS/Leiftur við KA í B-úrslitum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Farinn að rata

Í dag var Kristján Davíðsson að taka þátt í sínu 20. Goðamóti sem bílstjóri við að ferja keppendur inn í Brynju og eru ferðirnar orðna 250. Af því tilefni færði Goðamótsnefndin Kristjáni matarkörfu (frá Goða að sjálfsögðu) að gjöf. Má því gera ráð fyrir því að Kristján sé farin að þekkja leiðina þokkalega.

Bílstjóri

Sigurjón Magnússon færir Kristjáni matarkörfu að gjöf frá Goðamótsnefndinni

Goði

Sigurjón Magnússon, Kristján Davíðsson og Reynir Eiríksson


Besti, lang besti... eigum við að ræða þetta eitthvað nánar?

Brynjuís er sá besti, langbesti, besti í heimi, eigum við að ræða þetta eitthvað nánar þetta voru algeng ummæli sem strákarnir létu falla um Brynjuísinn þegar þeir voru spurðir út í hvernig hann bragðaðist í ferð þar sem strákar úr Þór, KA,  Valur og KS/Leiftur voru saman í rútu.

Ísferð

Í Brynju

 

Ísferð

Hressir strákar úr KA. 

Fleiri myndir úr ferðinni er að sjá í myndaalbúmi 6.flokkur 2010 almennar.


Úrslit leikja á laugardag og undanúrslit.

Úrslit leikja á laugardag til kl. 20.00.

Allir leikir í krossspili komnir inn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Amma Goðamótanna

Guðrún Ingimarsdóttir ,,Amma Goðamótanna"

Það er að mörgu að hyggja og í mörg horn að líta þegar kemur að framkvæmd á stórum knattspyrnumótum eins og Goðamótin eru. Á þessu móti eru t.a.m. 524 þátttakendur auk farastjóra, þjálfara og fylgdarliðs þátttakendur svo að í mörg horn er að líta. Stór hópur mann hefur komið að mótunum alveg frá upphafi og ganga í sömu verkin aftur og aftur.. Það er lykillinn að því að framkvæmd mótanna ganga jafn vel og raunin er á. Þetta er fólkið á bak við tjöldin.

Guðrún Ingimarsdóttir er ein af fjölmörgum sem er í þessum hópi og er jafnan kölluð ,,Amma Goðamótanna”. Guðrún hefur undanfarin ár séð um að sjá starfsfólki mótanna sem skiptir tugum um bakkelsi allt frá kleinum upp í glæsilegustu tertur sem eru gjarnan bornar fram á farastjórafundum.

Til gamans tölulegar staðreyndir um stærð Goðamótanna til leiks á Goðamót ársins mættu 1750 keppendur og með þjálfurum og farastjórum eru fjöldinn 2050 manns, já Goðamótin eru engin smá smíði.


úrslit leikja föstudag

Öllúrslit komin inn.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

,,Ég er sko komin til að vinna frænda eins og í fyrra"

Magni B

Strákarnir úr Magna voru að koma úr erfiðum en bráðskemmtilegum leik gegn Val þar sem sigurinn gat lent hvoru megin sem var. Þeir voru búnir að spila tvo leiki og það sem af er væri búið að vera rosalega gaman. ,,Við höfum oft komið á Goðamót og það er rosalega gaman, einn í hópnum sagði að hann hefði komið mjög oft og því hokin af reynslu.

 

Þróttur Vogum

Strákarnir úr Þrótti Vogum voru að hita upp þegar okkur bar að garði. Þeir voru að fara í sinn fyrsta leik á mótinu og voru að fara mæta Val og þeir voru alveg staðráðnir í að vinna Val. En ef þið vinnið ekki Val hvað þá ,, þá bara reynum við að hafa gaman af þessu” og einn úr hópnum sagði ,, ég er sko komin til að vinna frænda minn … eins og ég gerði í fyrra”. Flestir þeirra höfðu áður komið á Goðamót og það hafi verið rosalega gaman.  

Já það er greinilega gaman á Goðamóti


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband