Færsluflokkur: Íþróttir
21.3.2012 | 23:36
Hitað upp fyrir Goðamót 6. flokks karla
Heimasíða Þórs fór á lokaæfingu hjá 6. flokki karla og kannaði hvernig stemmningin væri meðal strákanna, foreldra og þjálfara fyrir mótinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 21:57
Goðamót 6.fl karla
Nú styttist óðum í næsta Goðamót en þar keppa sprækir strákar úr 6.flokk. Hérna kemur handbók mótsins og í henni er hægt að skoða þá afþreyingu sem er í boði á meðan á mótinu stendur og allar helstu upplýsingar og tímarsetningar. Leikjadagskráin kemur svo inn á netið mjög bráðlega.
Mbk. mótsstjórn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2012 | 10:09
Öllum leikjum Goðamóts Þórs í 5. og 6. flokk kvenna lokið
Nú er öllum leikjum Goðamóts Þórs fyrir 5. og 6. flokk kvenna lokið. Stelpurnar eru nú að fá sér Goðapylsur og kók í svanginn áður en þær fara að leggja af stað heim á leið. Vonandi eru þær allar mjög ánægðar með árangurinn og hafa skemmt sér vel á Akureyri.
Úrslit:
5.flokkur
A-lið
1.sæti: Haukar
2.sæti: KA
3.sæti: Valur
B-lið
1.sæti: Dalvík
2.sæti: KA
3.sæti: Valur
C-lið
1.sæti: KF
2.sæti: KA
3.sæti: Valur
6.flokkur
A-lið
1.sæti: Víkingur
2.sæti: Valur
3.sæti: Breiðablik
B-lið
1.sæti: Höttur
2.sæti: Breiðablik
3.sæti: Víkingur
C-lið
1.sæti: Fjarðabyggð
2.sæti: Breiðablik 1
3.sæti: Víkingur
Goðamótsskjöldinn fyrir fyrirmyndarframkomu innan vallar sem utan hlaut Völsungur... Hérna til hægri á síðunni eru myndaalbúm og þar er hægt að skoða fullt af myndum frá mótinu. Þar eru nú komnar liðsmyndir af öllum sigurvegurum.
Íþróttir | Breytt 14.3.2012 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2012 | 19:12
Nýjustu úrslit
Öllum leikjum dagsins og nú lokið. Stelpurnar hafa allar staðið sig gríðarlega vel og hljóta að vera mjög þreyttar eftir átök dagsins og flestar komnar yfir í Glerárskóla í afslöppun og svefn.
Núna kl. 22:15 var svo þjálfara- og fararstjórafundur þar sem var spjallað um daginn og þeir sem mættu fengu sér pizzu.
Uppfært: 23:10
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2012 | 19:00
Goðamót 5. og 6. flokks kvenna
Mótið er komið á fullt og allar stelpurnar mættar í bæinn. Fyrsta umferðin í 5. flokki er núna búin og 6. flokkur að hefja leik.
Fyrstu úrslit eru komin inn í skjölin hérna neðst í þessari færslu.
Uppfært: 18:15
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2012 | 01:05
Heimsókn á æfingu 5. og 6. flokks kvenna hjá Þór
Heimasíða Þórs skrapp á lokaæfingu hjá stelpunum í 5. og 6. flokki Þórs og fengum þjálfarana Bojönu Besic og Björk Nóadóttir í stutt viðtal ásamt nokkrum stelpum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 00:40
Styttist í næsta Goðamót
Nú er bara rétt rúm vika í næsta Goðamót og eru það stelpur úr 5. og 6.flokk kvenna sem mæta til leiks.
Neðst í þessari færslu birtum við handbók mótsins svo fólk geti skoðað allar upplýsingar tengdar mótinu. Á blaðsíðu 2 er hægt að sjá ýmsar tímasetningar og svo þá afþreyingu sem er í boði á meðan á móti stendur. Handbókin inniheldur samt ekki leikjadagská mótsins, hún kemur inn síðar.
Það má gera ráð fyrir að riðlar og leikjaniðurröðun komi inn um helgina eða þegar öll lið hafa klárað að borga staðfestingargjöldin.
Mbk.
Mótsstjórn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2012 | 11:31
Dugmikil mamma
Á Goðamóti helgarinnar (31. Goðamót Þórs 5.fl. kk) fengum við ábendingu þess efnis að mamma eins drengs sem var að taka þátt í Goðamóti í síðasta sinn hafi komið á níu Goðamót í röð. Þessi dugmikla mamma heitir Elísabet (Ellý) og á börn sem æfa með Leikni R. Heimasíða Þórs settist niður smá stund með Ellý og fengum við hana í stutt viðtal. Beðist er velvirðingar á hljóðgæðum í þessu viðtali.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2012 | 10:05
Goðamóti 5.flokks karla er lokið
Nú hafa öll lið lokið leik og úrslitin ljós. Hægt er að skoða öll úrslitin í mótinu og stöðuna í riðlunum í skjölunum hérna neðar.
Þau lið sem hlutu verðlaun að þessu sinni voru:
A-lið
1. Breiðablik
2. Þór
3. Breiðablik 2
B-lið
1. Fjölnir
2. Fylkir
3. Þór
C-lið
1. Þór
2. KA
3. Þróttur
D-lið
1. KA
2. Höttur
3.Fylkir
E-lið
1. Fjölnir
2. Þróttur
3. Þór 2
F-lið
1. Fylkir
2. Breiðablik
3. KA
Goðamótsskjöldinn fyrir fyrirmyndarframkomu innan vallar sem utan hlutu Neisti Hofsósi.
Goðamótsnefndin þakkar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Svo viljum við þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna... Einnig þökkum við öllum sem komu að mótinu og aðstoðuðu okkur fyrir hjálpina.
Rétt eftir mót verður svo hægt að skoða hópmyndir af verðlaunahöfum hérna á síðunni.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2012 | 17:24
Myndir til sölu
Hægt er að kaupa valdar myndir sem hafa birst hérna í myndaalbúmum tengdu mótinu. Það þarf að fara á http://runarhaukur.zenfolio.com/f764961553 og finna nöfnin á myndunum og senda tölvupóst á runar.haukur.ingimarsson@gmail.com
Hver mynd í prentgæðum kostar 500 krónur og verða sendar til baka upplýsingar um hvernig hægt er að ganga frá greiðslu og þegar því er lokið verða myndirnar sendar í tölvupósti.
Allar myndir eiga að vera komnar inn :)
Uppfært mánudag. 18:22
Íþróttir | Breytt 20.2.2012 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006