Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu úrslit

Nú er mjög svo skemmtilegum laugardegi á Goðamóti 5.flokks karla lokið og hefur mótið gengið mjög vel og okkur í mótsstjórninni hefur heyrst á krökkunum að það sé "mega gaman" eins og einn orðaði það. 

 Á morgun bíða okkar svo margir spennandi úrslitaleikir. Í A-liðum mætast Breiðablik og Þór í leik um fyrsta sætið og í F-liðum eru það Breiðablik og Fylkir sem kljást um gullið. Í öðrum riðlum eru eftir tveir leikir.  

 

Uppfært 21:10
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Laugardagurinn

Úrslitin halda áfram að hrúgast inn og mótið gengur vel í blíðunni hérna fyrir norðan. Nú eru úrslit í E-riðlum orðin klár og því hægt að sjá hvaða lið mætast í þar í nýjum riðlum. Fyrstu 2 sætin í A og B riðli sameinast í nýjan 4 liða riðil og sæti 3-4 í A og B spila saman í nýjum riðli einnig.

 Liðin eru búin að berjast vel og drengilega inn á vellinum og strákarnir hvíla lúin bein og gæða sér á samlokum hérna hjá okkur í Hamri í hádeginu. Bráðlega fara svo fyrstu lið að fara í Brynju ís ferðina góðu

Að venju verða úrslit uppfærð mjög reglulega hérna á síðunni okkar og hægt að fylgjast með í skjölunum sem fylgja þessari færslu.

 

Uppfært 12:15


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Föstudagurinn hjá 5.flokk karla

Allir leikir föstudagsins búnir og þjálfara og fararstjórafundur sem hófst strax að leikjum loknum var að enda.  Þar voru allir nánast jafn kátir og glaðir og keppendurnir sjálfir eftir góðan dag.

 Dagurinn hefur gengið eins og í sögu og hefur verið jöfn og spennandi keppni í flestum leikjum. Hægt er að skoða öll úrslit dagsins og stöðuna í riðlunum í pdf skránum  tengdri þessari færslu.

 Nú styttist svo í að það komi inn fullt af myndum frá deginum í dag. Hægt verður að skoða það bráðlega í albúmunum hérna á síðunni.

 

Kveðja
Mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit

Þrátt fyrir snjókomu og slæmt skyggni tókst öllum liðunum að skila sér heilu og höldnu til okkar í Goðamótið. Mótið er nú komið á fullt skrið og flest lið eru búin að spila einn leik. Hægt er að nálgast úrslit og stöður í riðlum í skjölunum hérna að neðan.

 

Uppfært. 20:45


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Viðtöl við leikmenn, þjálfara og mótsstjóra

Heimasíða Þórs skrapp á lokaæfingu hjá strákunum í 5. flokki í gær. Heyrum hvernig mótið leggst í þjálfarann, mótsstjórann og strákana sjálfa.

 

 

 


Goðamót í 5.flokki á morgun.

Búið er að klára uppsetningu handbókarinnar og þar eru allar helstu upplýsingar tengdar mótinu um helgina. Hægt er að nálgast þetta í pdf skjölum sem fylgja þessari frétt. Fyrstu leikir hefjast kl.15:30 á föstudag og mótinu ætti að vera lokið um kl.15:00 á sunnudag.

Eins og venjulega verður gist í Glerárskóla og vill mótsstjórn leggja áherslu á að móttaka liða hefst kl. 15.00 á föstudag í skólanum. Við biðjum liðin um að virða þá tímasetningu þannig að starfsfólk skólans fái tóm til að ganga frá að lokinni vinnuviku þar. Ef lið eru komin fyrr til Akureyrar eru þau velkomin í Hamar, félagsheimili Þórs, þar sem hægt er að setjast niður og slaka á þar til hleypt verður inn í skólann.

Goðamótið býður upp á ýmsa afslætti fyrir keppendur í allskonar afþreyingu á milli leikja eða á kvöldin.

• Í Sambíóunum geta keppendur fengið bíómiða, popp og gos á 1.100kr.
• Skautahöllin býður mótsgestum á skauta með skautaleigu á 500kr
• Í Paradísarlandi á Glerártorgi er leiktækjasalur fyrir yngri kynslóðina 500kr.
• Kaffi Jónsson býður keppendum að taka leik í keilu á 720kr.
• Lasertag Akureyri býður gestum mótsins leikinn á 750kr.

kveðja, mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Breytt leikjaplan fyrir helgina

Hérna kemur uppfært leikjaplan fyrir helgina. Vinsamlegast takið gamla planið úr umferð. Öll lið fá svo útprentaða handbók hjá mótsstjórn þegar þau koma og er leikjaplanið þar líka.

Kveðja
Mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikjaniðurröðun fyrir 5.flokk karla

Nú eru loksins allar skráningar komnar á hreint og birtum við því leikjaplan helgarinnar hérna í skjali tengdri þessari færslu. Að þessu sinni eru 52lið skráð í mótið frá 17 klúbbum.

Handbók mótsins sem inniheldur ýmsar mikilvægar upplýsingar ásamt riðlum og leikjaplani kemur svo inn á síðuna á morgun.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Laust pláss í 6.flokk karla. 23-25mars

Eitt lið hefur dregið sig úr keppni hjá 6.flokki karla helgina 23. - 25. mars nk. Það er því eins og staðan er núna laust á mótið, 54 lið eru skráð til leiks en við getum tekið á móti í allra mesta lagi 60 liðum. Hafið því hraðar hendur 6.flokks þjálfarar ef þið hafið áhuga á að vera með í mótinu, nú eða bæta við liðum hjá þeim sem þegar hafa skráð sig.

kv. mótsstjóri


Fyrsta Goðamóti ársins lokið

Öll úrslit eru komin í skjölin hérna fyrir neðan. Mikil spenna og mikið fjör var í flestum úrslitaleikjunum og úrslitin réðust oft ekki fyrr en á síðustu andartökunum. Hægt er að sjá fullt af myndum frá mótinu hérna í myndaalbúmum hérna á síðunni svo síðar í dag koma liðsmyndir af hverju liði fyrir sig inn á síðuna.

 

ÚRSLIT í 4. flokk kvenna

A-lið

1. KA

2. Þór

3. Fjarðarbyggð 

 

B-lið

1. Höttur

2. KA 1

3. KA 2


 C-lið

1. KA 2

2. Tindastóll

3. Fjarðarbyggð

 


ÚRSLIT í 3. flokk kvenna

A-lið

1. Þór 2

2. Völsungur

3. Höttur

 

B-lið

1. Þór 1

2. Einherji

3. Þór 2

 

 Hvöt hlaut Goðaskjöldinn að þessu sinni en hann er veittur fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan. Hérna er mynd af stelpunum með skjöldinn.

Hvöt


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Úrslit laugardagsins

Öll úrslit dagsins er hægt að sjá í skjölunum hérna neðar í færslunni. 

Liðin sem mætast á morgun í úrslitaleikjum 4.fl kvenna  eru:

 

A-lið

 

5. sæti Tindastóll - Dalvík
           
3. sæti Völsungur - Fjarðabyggð
           
1. sæti KA - Þór

 

B-lið

 

5. sæti Þór - Hvöt
           
3. sæti KA2
 - 
           
1. sæti KA1 - Höttur

 

 C-lið

 

5. sæti Þór
 - Þór gestalið
           
3. sæti KA1 - Fjarðarbyggð
           
1. sæti KA2
 - Tindastóll

 

 

Í þriðja flokk er hreinn úrslitaleikur milli Þór 1 og Einherja í B-liða keppninni. En þar nægir Einherja jafnteflið til að tryggja sér sigurinn.

Í A-liðum 3.flokks er Þór 2 þegar búið að tryggja sér sigur en Þór 1 og Höttur mætast og berjast um 3.sætið.

 

Spennandi dagur framundan en núna eru stelpurnar að slaka á eftir leiki dagsins. Sumar þeirra ætluðu að gera vel við sig og smella sér á bíó tilboð Goðamótsins og fá sér popp, gos og sjá einhverja skemmtilega mynd í Sambíóinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit

Líf og fjör á vellinum á laugardegi og stelpurnar eru búnar að spila ýmist einn eða tvo leiki. Hægt er að sjá nýjustu úrslit í skjölunum hérna að neðan.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Úrslit föstudagsins

Hérna í skjölunum er hægt að skoða stöðu í riðlum og úrslit leikja í frá því í dag.

Í 4.flokk eru spilaðir þrír 6 liða riðlar (A-B-C). Efstu tvö liðin í hverjum riðli koma svo til með að spila úrslitaleik á sunnudeginum. Liðin í 3-4 sæti riðlana spila svo um  3. sætið og liðin í 5-6 sæti spila um 5. sæti.

Í 3.flokk er einfaldlega spiluð tvöföld umferð í báðum riðlum og spila því öll liðin þar 6 leiki alveg eins og liðin í 4.flokk.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsta umferð búin

Mótið fer gríðarlega skemmtilega af stað og nú eru öll lið búin að spila einn leik og fyrstu leikir annarar umferðar að eru í gangi. Hægt er að sjá öll úrslit og stöðuna í riðlunum hérna í skjölunum undir þessari færslu.

 Í Glerárskóla er svo í boði að fara í pool og borðtennis og hægt er að nálgast kjuða og borðtennisspaða hjá vaktmanni í skólanum. Það er sparkvöllur á skólalóð Glerárskóla sem keppendur geta nýtt sér ef þeir vilja meiri ennþá meiri fótbolta.

Við viljum svo benda keppendum og fararstjórum á að það er frítt og mjög auðvelt að taka strætó á milli staða hérna á Akureyri ef áhugi er fyrir að nýta sér eitthvað af afsláttartilboðum okkar í Goðamótinu.

Afslættir á vegum mótsins og önnur afþreying:

  • Í Sambíóunum geta keppendur fengið bíómiða, popp og gos á 1.050kr.
  • Skautahöllin býður mótsgestum á skauta með skautaleigu á 500kr
  • Í Paradísarlandi á Glerártorgi er leiktækjasalur fyrir yngri kynslóðina 500kr.
  • Kaffi Jónsson býður keppendum að taka leik í keilu á 720kr.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um klukkutími í mót

Það er draumaveður hérna á Akureyri sem tekur á móti gestum helgarinnar. Nú er aðeins um klukkutími í fyrstu leiki og fyrsta liðið var að mæta á svæðið.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá var það liðið sem þarf að ferðast lengst til að koma til okkar sem er komið en BÍ stelpur eru mættar eld hressar :)


Handbók Goðamótsins

Handbók Goðamótsins er komin á netið í pdf-formi. Og hægt er að nálgast hana hérna neðst í þessari færslu.  Í handbókinni eru mikilvægar upplýsingar fyrir keppendur, fararstjóra og þjálfara um ýmislegt er varðar mótið og dvölina á Akureyri, ásamt auðvitað leikjaplaninu og riðlaskiptingunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikjadagskrá helgarinnar klár!

Hérna í skjalinu sem fylgir þessari frétt getið þið skoðað leikjadagskrá helgarinn. Spilað verður í A-B og C liðum í 4.flokki kvenna og í A- og B liðum í 3.flokki kvenna. Öll liðin eru að fara að spila 6 leiki þessa helgi og skiptist það í 2 leiki á föstudegi, 3 leiki á laugardegi og svo 1 leik á sunnudegi.

Í heildina eru liðin 26 sem taka þátt í mótinu frá 10 klúbbum.

Bráðlega kemur svo inn handbók mótsins með sem inniheldur riðlana, leikjadagskránna og ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar.

Kveðja
Mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Styttist í fyrsta Goðamót ársins

Nú styttist óðum í fyrsta Goðamót ársins en það eru stelpurnar í 4.flokki sem hefja leik föstudaginn 3.feb. Góð skráning hefur verið á öll mótin, sérstaklega strákamegin, þar sem 6.flokks mótið er nú þegar orðið fullt og 5.flokks mótið er alveg að verða fullt og fer hver að verða seinastur að koma inn liði þar. 

Hjá stelpunum er ennþá hægt að skrá lið til leiks í bæði mótin en það eru þó ekki mörg pláss laus í 5. og 6.flokks mótinu sem haldið er 2-4 mars.

Þeir sem eru áhugasamir og hafa ekki þegar skráð sig til leiks eru því beðnir um að hafa hraðar hendur og hafa samband í tölvupóst: godamot@tpostur.is eða hjá Bigga í síma. 8463113


Hægt er að sjá allar tímasetningar og helstu upplýsingar um mótin hérna í næstu færslu fyrir neðan.

 

Kveðja, mótsstjórn.


Goðamótin árið 2013 - helstu upplýsingar!

Goðamót Þórs á Akureyri 2013!

 

Eins og undanfarna vetur mun knattspyrnudeild Þórs halda hin vinsælu Goðamót í nokkrum flokkum drengja og stúlkna í samvinnu við og með stuðningi Norðlenska. Mótin hefjast um miðjan dag á föstudegi og lýkur um miðjan dag á sunnudegi.

6. flokkur kvenna 1.-3. febrúar

5. flokkur karla 15.-17. febrúar

5. flokkur kvenna 1.-3. mars

6. flokkur karla 15.-17. mars

Á Goðamótunum er spilaður 7-manna bolti A, B, C, D, E, F-liða og allir leikir fara fram í Boganum, knattspyrnuhúsinu á Akureyri. Nema í 6.flokk kvenna þar er spilaður 5manna bolti.

Þátttökugjald er kr. 9.500. Innifalið í því er keppnisgjald, gisting, sund, morgunmatur laugardag og sunnudag, hádegishressing laugardag, kvöldmatur föstudag og laugardag, grill á sunnudegi fyrir brottför auk glaðnings frá styrktaraðila. Auk þess fara allir þátttakendur í Brynju og fá ís. Allt þetta fyrir aðeins kr. 9.500

Frítt er fyrir einn fararstjóra og/eða þjálfara með hverju liði frá félagi. ½ gjald fyrir hvern fullorðinn umfram það (mesta lagi tveir fullorðnir á lið).

 

Nú er í boði ýmis aukaafþreying með ótrúlegum afslætti fyrir keppendur á mótinu.

Skautahöllin 500 kr. á mann (með skautaleigu) fyrir iðkendur og fjölskyldur þeirra.

Paradísarland (innanhússkemmtigarður á Glerártorgi) 500 kr. á keppanda.

Sambíóin bjóða keppendum upp á bíó, popp og gos á einungis 950kr. Ef myndin er í 3d þá kosta gleraugu auka 150kr

Staðfestingargjald er kr. 10.000 (greiðist 4 vikum fyrir mót) á hvert lið og dregst það frá í lokauppgjöri. Félög komi nauðsynlegum upplýsingum, fyrirspurnum og skráningu liða á framfæri með tölvupósti á godamot@tpostur.is


Goðamót 2012

Sæl verið þið öll sömul,

Komnar eru dagsetningar á Goðamótin árið 2012. Athugið að tímasetningar eru ekki endanlega staðfestar en afar miklar líkur eru á að þetta verði niðurstaðan.

4.flokkur kvenna 3.-5. feb

5.flokkur karla 17.-19.feb

5. og 6.flokkur kvenna 2.-4. mars

6.flokkur karla 23.-25. mars

kveðja, mótsstjórn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband