Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Fyrstu úrslitaleikirnir búnir (Uppfært kl. 11:40)

Nú er fyrstu úrslitaleikirnir búnir og styttist í að úrslit ráðist í B-úrslitum. Úrslitin getið þið séð í skrám tengdum þessari færslu.

Nýjustu úrslit (uppfært kl. 18:10)

Fyrstu leikjum í krossspili var að ljúka og ráðast úrslit í A- C- og D-liðum í 5.flokki núna fyrir kvöldmat en B-lið spila í fyrsta leik í fyrramálið. Úrslit verða uppfærð hér á síðunni eftir hvern leik...  Spennan eykst því með hverri mínútu!

Með því að smella á meðfylgjandi skrár má sjá nýjustu úrslit og lokastöðu í riðlunum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Allt farið á fullt á laugardegi

Þá eru leikir farnir á fullt á laugardegi og þegar þetta er skrifað er fyrstu leikjum morgunsins þegar lokið. Liðin úr 6.flokki hafa nú raðað sér niður í deildir eftir styrkleika og eru leikir þeirra nú lengri en í gær og að öllum líkindum jafnari og skemmtilegri.

Öll liðin fara í dag í hinn víðfræga Brynjuís og verður vonandi og væntanlega engin svikinn af honum. Annars er það að segja að mótið gengur mjög vel, stelpurnar eru til fyrirmyndar og standa sig mjög vel innan vallar og utan. 

Að lokum er svo vert að benda fólki á að skoða myndasíðurnar frá mótinu hér að neðan en þar eru þegar farnar að birtast myndir frá mótinu og er ætlunin að það birtist myndir frá öllum liðum.

kveðja, mótsstjórn


Leikjaniðurröðun og úrslit (uppfært kl.13:50)

Hægt er að sjá riðlana, úrslit og leikjaniðurröðun dagsins hérna í skjölunum að neða. Riðlarnir hjá 5flokk A-liða voru að klárast og búið að raða niður í krossspil sem verður kl. 17:15 í dag.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit

Eins og alltaf þá munum við vera dugleg að uppfæra nýjustu úrslit hér á Goðamótssíðunni alla helgina. Nýjustu úrslit og stöður í riðlum getið þið nálgast með því að smella á skránna hér að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Handbók Goðamótsins

Handbók Goðamótsins er komin á netið í pdf-formi - smellið hér til að opna. Í handbókinni eru mikilvægar upplýsingar fyrir keppendur, fararstjóra og þjálfara um ýmislegt er varðar mótið og dvölina á Akureyri, ásamt auðvitað leikjaplaninu og riðlaskiptingunni.

Leiðrétting: Í handbókinni stendur að morgunmatur á sunnudag hefjist kl. 7.15 en hið rétta er að hann hefst kl. 6.45, eða klukkustund og korteri fyrir fyrsta leik.  

VEKJUM ATHYGLI Á ÖRLÍTILLI BREYTINGU Á LEIKJAPLANI SEM VARÐ Á FIMMTUDAGSKVÖLD. SJÁ HÉR Í FRÉTT AÐ NEÐAN!

Goða skemmtun!


Lokaútgáfa af leikjaplani og riðlaskiptingu (uppfært með breytingum í C-liðum, B-riðli kl.20:40 fimmtudag)

Góðan dag,

Með þessari færslu er ný útgáfa (töluvert breytt) af leikjaplani og leikjaniðurröðun frá því sem áður var auglýst hér á síðunni. Við biðjum alla að taka eldri drög úr umferð til að forðast misskilning.

Hafi lið áhuga á auka afþreyingu á meðan á móti stendur er nú komin skemmtileg leið til þess! Goðamótsnefndin hefur ákveðið að niðurgreiða miða fyrir keppendur mótsins í Paradísarland á Glerártorgi. Paradísarland er eins konar innanhússskemmtigarður þar sem margt skemmtilegt er í boði fyrir börn á þeim aldri sem keppa á mótinu núna. Miðinn kostar 500 krónur á mann og fyrir það fæst klukkustundar aðgangur. Þessa miða verður hægt að nálgast í mótsstjórn.

Gangi þessi tilraun vel er möguleiki að á næsta ári verði þessi möguleiki einfaldlega hafður inni í mótsgjaldinu (því miður gafst þess ekki kostur í ár því þetta kom upp með stuttum fyrirvara).  Við hvetjum liðin til að hafa með sér örfáar aukakrónur og nýta sér þessa afþreyingu, það er enginn svikinn af því að heimsækja Paradísarland. Paradísarland er opið á föstudag til kl. 18.30, og laugardag og sunnudag kl. 12-17.30.

Annars hlökkum við til að sjá ykkur öll eldspræk á föstudag!

kveðja, mótsstjórn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband