Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Nýjustu úrslit

Nýjustu úrslit í C- og D-liðum og leikjaniðurröðun er komin inn í skjölin hérna að neðan.

 

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á leikjaniðurröðun og breytingarnar eru sem hér segir:

Tímabreytingar:
A-lið: Þór - Fylkir  kl. 12:20  Völlur:1
B-lið: Breiðablik - Fjölnir  kl. 13:00  Völlur: 3

Vallarbreytingar:
C-lið: KR - BÍ  kl. 13:00  Völlur: 1


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

B-lið

Úrslit úr leikjum B-liða, undanúrslit og 5.-8. sæti:

1.-4. sæti
Breiðablik - Þór 0-1
Fjölnir - FH 0-1

5.-8. sæti
KA - KF 2-1
Völsungur - Fylkir = (jafnt eftir framlenginu, Fylkir vann á hlutkesti)

Lokaleikir hjá B-liðum:

Gull - kl. 13.40: Þór - FH (völlur 2)
Brons - kl. 12.20: Breiðablik - Fjölnir (völlur 1)

B-úrslit (5.-6.) - kl. 13.00: KA - Fylkir (völlur 2)
7.-8. sæti - kl. 12.20: KF - Völsungur (völlur 2)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lokadagurinn hafinn

Fyrstu leikir sunnudagsins eru hafnir og eru það B-liðin sem fyrst rísa úr rekkju.

Í undanúrslitum B-liða leika Breiðablik-Þór og Fjölnir-FH. Sigurliðin leika um gullið og tapliðin um bronsið. Í keppni um 5.-8. sæti (B-úrslit) hjá B-liðum leika KA-KF og Völsungur-Fylkir. Fyrir þá sem ekki vita þá er KF skammstöfun fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og því arftaki Leifturs og KS. Sigurliðin í þessum leikjum leika um B-úrslita bikar en tapliðin leika um 7.-8. sæti.

Kl. 9.40 hefjast undanúrslit C-liða. Þar eigast við Fjölnir-Þór/KA og Breiðablik-Tindastóll þar sem sigurliðin leika síðan um gullið og tapliðin um bronsið seinna í dag. Þess má geta að þrjú lið urðu jöfn í öðru sæti í öðrum riðlinum og því var dregið um röð þeirra á fararstjórafundi í gær. Þar var það Breiðablik sem hafði heppnina með sér og komst í úrslitin, en HK og Fjarðabyggð fara í keppni um 5.-8. sætið (B-úrslit). Sigurliðin í þessum leikjum leika um B-úrslita bikarinn en tapliðin um 7.-8. sæti.

Undanúrslit D-liða hefjast síðan kl. 10.20. Þar eigast við Völsungur-Fylkir og Þór-Fjölnir og fara sigurliðin í leik um gullið en tapliðin leika um bronsið. Hjá D-liðum leika Breiðablik-Þór/KA2 og FH2-FH1, sigurliðin leika um B-úrslita bikarinn en tapliðin um 7.-8. sæti.

Undanúrslit A-liða fóru fram í gær. Breiðablik vann Fjölni, 3-0, en FH og KA skildu jöfn, 1-1, eftir framlengdan leik. Þá var varpað hlutkesti og hafði KA heppnina með sér og leikur því til úrslita gegn Breiðabliki, en FH og Fjölnir leika um bronsið. Í B-úrslitum A-liða leika Fylkir og Þór, og um 7.-8. sæti leika Tindastóll og KR.  

Þess má geta að þrisvar þurfti að varpa hlutkesti eða draga um röð liða í gær. Fyrst voru það Þór og Fjölnir sem enduðu jöfn í 2. sæti síns riðils hjá A-liðum og höfðu gert jafntefli sín á milli þannig að þá kom til hlutkestis sem Fjölnir vann og komst þar með í úrslitin en Þórsstelpur í keppni um 5.-8. sæti (B-úrslit). Síðan var jafnt hjá FH og KA í undanúrslitum A-liða og vann KA það hlutkesti og leikur því um gullið. Loks voru síðan þrjú lið jöfn í öðru sæti í öðrum riðlinum hjá C-liðum og var dregið um röð þeirra á fararstjórafundi í gærvköldi. Röðin þar varð: Breiðablik-HK-Fjarðabyggð. Það skondna við þann drátt að fulltrúar HK og Fjarðabyggðar voru á staðnum og drógu sín spil, drottningu og gosa, en enginn fulltrúi frá Breiðabliki var á fundinum og fékk Breiðablik því síðasta spilið - sem var kóngurinn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit og niðurröðun morgundagsins

Í meðfylgjandi pdf skjölum eru nýjustu úrslit leikja og uppfærð staða í
riðlum. Niðurröðun fyrir krossspil sunnudagsins er svo gott sem komin inn.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit, fyrstu leikjum á laugardegi lokið

Laugardagurinn fer vel af stað og fyrstu úrslit eru komin inn í pdf skjölin hérna neðst í færslunni.

Við viljum minna þá fararstjóra sem eiga eftir að skrá liðin sín í rúturnar sem ganga í Brynju á að koma við hjá mótsstjórn og gera það.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Laugardagur til lukku og Brynju ís eftir hádegið

Laugardagur er hafinn, vonandi til lukku. Fyrstu leikir á Goðamótinu í dag hefjast kl. 9.30 og eru það B-liðin sem fyrst þurfa að rísa úr rekkju. Það er auðvitað skemmtileg tilviljun ef mið er tekið af kenningum um A-fólk og B-fólk varðandi svefntíma og hvenær fólk vaknar. En það er allt annar handleggur.

Núna kl. 9.30 eigast við í B-liðum KA-Völsungur, Breiðablik-HK og Höttur-KF. Leikjadagskráin heldur svo áfram í allan dag og hefjast síðustu leikir kl. 18.10. Laugardagur á Goðamótum þýðir líka eitt: Ísferð í Brynju. Eftir hádegið í dag verða tveir góðir Þórsarar á ferðinni á SBA-rútum og ferja liðin og liðsstjóra inn í Innbæ þar sem þátttakendur, fararstjórar og þjálfarar (ekki aðrir) fá hinn fræga Brynju ís.


Vel heppnuð nýjung á Goðamóti

Goðamótsnefndin tók upp á því nú á þessu móti sem ekki hefur verið gert á fyrri Goðamótum, að girða af öryggissvæði við völlinn sem eingöngu er ætlað fyrir þjálfara, liðsstjóra og keppendur í þeim liðum sem eru að leika hverju sinni

Þetta virðist virka nokkuð vel, nú hafa þjálfarar gott pláss og útsýni yfir völlinn og þurfa ekki að fara inn á völlinn sjálfan til að sjá meðfram hiðarlínunni eins og oft er ef foreldrar og aðrir áhorfendur eru komnir alveg að hliðarlínunni. 

Þetta sést til vel á einni af myndunum sem tekin var í dag (sjá hér). Þetta kemur einnig fram í húsreglum Bogans á Goðamótum sem birtar eru í handbók Goðamótsins, en hana fá þjálfarar og fararstjórar liðanna afhenta við komu á mótið. Þar er þetta orðað svona: "Vallarsvæði á Goðamótum er afmarkað með sérstökum borða og eiga allir áhorfendur að vera utan vallarsvæðisins. Einungis, dómari leiksins, leikmenn, þjálfararar og liðstjórar þeirra liða sem taka þátt í leiknum mega vera innan vallarsvæðisins."

Sjálfa handbókina má sækja í pdf-formi á slóðinni hér að neðan:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrsta degi lokið

Nú er keppni föstudagsins lokið og öll úrslit komin inn. Mótið hefur farið vel fram hingað til og allt gengið stóráfallalaust nema hvað einn keppandi varð fyrir því óláni í dag að handleggsbrotna. Við sendum henni bestu óskir um góðan bata.

Ljósmyndararnir okkar hafa verið á fullu í dag og eru búnir að bæta inn fleiri myndum í myndaalbúmið hér hægra megin.

Öll úrslit dagsins og leikjadagskrá morgundagsins og sunnudagsins má finna í þessum pdf-skjölum:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Allt komið í fullan gang

Tuttugasta og sjötta Goðamótið er hafið á Akureyri í blíðskaparveðri, allir komust á staðinn og fyrstu leikirnir hjá 4. flokki kvenna hófust kl. 16.30 í dag. Útlit er fyrir gott og skemmtilegt mót þar sem fótboltinn verður í fyrirrúmi.

Tveir af hirðljósmyndurum  félagsins, þeir Páll Jóhannesson og Rúnar Haukur Ingimarsson, verða á ferðinni um helgina með fína dótið sitt og fyrstu myndirnar eru nú þegar komnar á netið - sjá efst í dálkinum hér til hægri (eða smellið hér).

Fyrstu úrslit dagsins:

B-lið
HK - Fjölnir  0-3
Höttur - Þór  0-1
KF - Fylkir  2-6

C-lið
HK - Fjölnir  1-4
Breiðablik - Fjarðabyggð  0-1
FH - Þór  2-3
KR - BÍ  0-3

Nú standa yfir fyrstu leikir D-liða, Þór/KA1 gegn Þór, Breiðablik gegn FH2 og Fylkir gegn Fjölni. A-liðin hefja keppni kl. 18.20 og þá eigast við FH og Þór, Fjölnir og Tindastóll, Fylkir og KA, KR og Breiðablik.

Goða skemmtun!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans

Goðamótsnefndin vill vekja athygli keppenda, þjálfara og fararstjóra á því að stranglega er bannað að klifra yfir girðingar við Þórsvöllinn og ganga yfir völlinn. Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans liggur fyrir ofan og aftan (vestan) stúkuna á Þórsvellinum eins og sjá má á meðfylgjandi korti.

Gönguleið milli Glerárskóla og Hamars/Bogans


« Fyrri síða | Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband