Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Vegna fjölda fyrirspurna þar um viljum við koma því á framfæri að lokafrestur til að greiða staðfestingagjöld rennur út viku fyrir mót (á ekki við um 4.kv. - allir þar hafa gert grein fyrir hvernig þeir greiða þar). Séu einhver vandræði með að borga staðfestingagjöld skuluð þið ekki hika við að hafa samband og við leysum málið.
Hægt er að greiða staðfestingargjöld (kr.10.000 per lið frá félagi) inn á reikning: 1145-26-147500 Kennitala. 520603-3010
kveðja, mótsstjórn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2011 | 22:50
Goðamót 4.flokks kvenna leikjaplan og riðlaskipting
Nú borgar sig að fylgjast vel með næstu daga hér á síðunni því hún mun lifna til muna enda styttist í fyrsta Goðamótið árið 2011!! Það er 4.flokkur kvenna sem ríður á vaðið og er óhætt að segja að mótið líti vel út. 38 lið frá 16 félögum taka þátt og hefur mótið einfaldlega aldrei verið jafn sterkt!
Á morgun, þriðjudag eða á miðvikudag verður svo sett inn hér endanleg dagskrá fyrir mótið en til að það sé nú alveg á hreinu þá hefjast fyrstu leikir kl.16:30 á föstudag og mótinu líkur með verðlaunaafhendingu um kl.14:30 á sunnudag. Við vekjum athygli aðkomuliða á því að ekki er hægt að fara inn í Glerárskóla fyrr en í fyrsta lagi eftir kl.15:00 á föstudag og því er ekki gott að vera alltof snemma á ferðinni þó menn vilji auðvitað eðlilega passa sig að vera tímanlega.
Hér fyrir neðan getið þið nálgast leikjaplanið og riðlaskiptinguna.
kveðja, Jónsi mótsstjóri
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 11:39
Goðamót 4.flokks kvenna 4.-6.febrúar nk.
Góðan dag,
Nú eru staðfestingajgöld fyrir Goðamót 4.flokks kvenna flest að vera komin í hús þó eitthvað vanti nú upp á. Staðan er sú að mótið lítur virkilega vel út og er staðan sú núna að skráð eru til leiks 39 lið frá 15 félögum.
Móttstjóri var staddur erlendis í síðustu viku og því hafa eflaust einhverjir ekki náð í hann, en nú er hann komin heim og ef einhverjar upplýsingar vantar þá endilega hafið samband á godamot@tpostur.is eða í síma 8666812 (Jónsi).
Bráðlega fer móttstjórn að raða mótinu upp svo að fyrstu drög ættu að verða klár nokkuð snemma. Auðvitað koma þau svo til með að breytast eftir því sem nær dregur en drögin ættu að gefa fólki nokkra hugmynd um hvernig mótið kemur til með að líta út.
Þið sem eruð með lið skráð í 4.fokki kvenna, endilega gangið frá staðfestingagjöldum hið fyrsta!
mbk, Jónsi mótsstjóri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006