Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
30.3.2010 | 09:07
Þakkir frá Goðamótsnefnd og unglingaráði knattspyrnudeildar
Um helgina lauk fjórða og síðasta Goðamóti Þórs árið 2010 og var mót helgarinnar það 25. frá upphafi.
Goðamótsnefnd og unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra, sem lagt hafa hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd mótanna. Sérstakar þakkir fá foreldraráðin, foreldrar og krakkar fyrir þá vinnu sem þau inntu af hendi. Framlag ykkar er ómetanlegt og gerir það að verkum að hlutirnir gengu eins vel og raunin er á.
Hafið hjartans þakkir
Goðamótsnefnd og Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 21:14
Þór sigraði í flokki A- liða
Í dag lauk 25. goðamóti Þórs þar sem strákar í 6. flokki voru í aðalhlutverkinu. Hjá A- liðum stóðu heimamenn í Þór uppi sem sigurvegarar en þeir sigruðu Val í úrslitaleik. Í flokki B. liða sigraði Höttur heimamenn í Þór í úrslitaleik. Í C. liðum sigraði Breiðablik c lið Kjalnesinga í úrslitum. Í D. liðum sigraði Fylkir lið Breiðabliks 1. Í E. liðum bar KA sigurorð af Mývetningum og í F. liðum Sigraði Breiðablik 1 lið Tindastóls.
Í B. liðakeppni A. lið Fjölnis, B, lið KS/Leiftur, C. lið Þór, D. lið Þróttur Vogum, E. lið Samherjar og F. lið Fylkir.
Á hverju Goðamóti er veittur Goðamótsbikarinn þar sem lið eru valin af mótstjórn fyrir prúðmennsku innan vallar sem utan. Að þessu sinni voru það strákarnir í Tindastóli, sem hlutu þessi verðlaun
Myndir af öllum verðlaunahöfum eru komnar í myndaalbúmið 6.flokkur 2010 Almennar
Íþróttir | Breytt 29.3.2010 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 14:11
Sunnudagur. Öllum leikjum lokið.
Þá er öllum leikjum á 25. Goðamóti Þórs lokið.
Úrslít eru komin inn í meðfylgjandi skrár.
Þökkum keppendum fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 13:30
Dómarar með reynslu
Það eru ekki neinir aukvissar sem dæma á lokasprettinum á Goðamóti helgarinnar. Meðal dómara er milliríkjadóamarinn Þóroddur Hjaltalín Jr. sem er komin í fremstu röð íslenskra knattspyrnudómara. Auk Þóroddar eru þetta þeir Eðvarð Eðvarðsson, Valdimar Pálsson og Þorsteinn Árnason.
Eðvarð Eðvarðsson, Þóroddur Hjaltalín jr. milliríkjadómari, Valdimar Pálsson og Þorsteinn Árnason
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 13:15
Reyni Eiríkssyni veitt gullmerki Þórs
Í lok hvers dags á Goðamótum er haldinn farastjórafundur þar sem Goðamótsnefnd og forráðamenn liðanna setjast niður og fara yfir viðburði liðins dags og farið er yfir fyrirkomulag næsta dags. Þar er farið yfir hvernig til hefur tekist og mönnum gefin kostur á að koma á framfæri athugasemdum um hvað megi betur fara, þyki ástæða til. Þessir fundir leggja m.a. grunninn að því allt mótshaldið rúllar jafn smurt og raunin er á.
Farastjórafundinn sem haldin var í gærkvöld sat m.a. hluti aðalstjórnar Þórs og ekki að ástæðulausu. Í lok fundarins bað Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs um orðið. Tilefnið var að færa Goðamótsnefnd þakkir fyrir frábært starf í kringum goðamótin sem eru orðin stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn sem haldinn er á Akureyri ár hvert. Þá tilkynnti Sigfús Ólafur að aðalstjórn Þórs hafi einróma samþykkt að veita Reyni Eiríkssyni gullmerki Þórs. Reynir er einn upphafsmanna Goðamótanna og er afar vel að þessari viðurkenningu komin.
Árni Óðinsson nælir gullmerki í barm Reynis Eiríkssonar
Reynir Eiríksson og Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs
Frá farastjórafundinu í gærkvöld
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 09:05
Úrslit leikja á sunnudag
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 21:33
Úrslit á laugardegi.
Nú eru fyrstu leikir í krossspili búnir.
Þór og Valur leika til úrslita í A liðum, Fylkir og Breiðablik leika um bronsið og Fjölnir og Leiknir leika til úrslita í B-úrslitum.
Í B liðum leika Höttur og Þór til úrslita, Valur og Breiðablik um bronsið og KS/Leiftur við KA í B-úrslitum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 20:51
Farinn að rata
Í dag var Kristján Davíðsson að taka þátt í sínu 20. Goðamóti sem bílstjóri við að ferja keppendur inn í Brynju og eru ferðirnar orðna 250. Af því tilefni færði Goðamótsnefndin Kristjáni matarkörfu (frá Goða að sjálfsögðu) að gjöf. Má því gera ráð fyrir því að Kristján sé farin að þekkja leiðina þokkalega.
Sigurjón Magnússon færir Kristjáni matarkörfu að gjöf frá Goðamótsnefndinni
Sigurjón Magnússon, Kristján Davíðsson og Reynir Eiríksson
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 20:41
Besti, lang besti... eigum við að ræða þetta eitthvað nánar?
Brynjuís er sá besti, langbesti, besti í heimi, eigum við að ræða þetta eitthvað nánar þetta voru algeng ummæli sem strákarnir létu falla um Brynjuísinn þegar þeir voru spurðir út í hvernig hann bragðaðist í ferð þar sem strákar úr Þór, KA, Valur og KS/Leiftur voru saman í rútu.
Í Brynju
Hressir strákar úr KA.
Fleiri myndir úr ferðinni er að sjá í myndaalbúmi 6.flokkur 2010 almennar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 14:49
Úrslit leikja á laugardag og undanúrslit.
Úrslit leikja á laugardag til kl. 20.00.
Allir leikir í krossspili komnir inn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006