Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

A-lið Blika fékk gullið

Breiðablik A lið GULL 

Strákarnir í Breiðabliki sigruðu KA 4:1 í úrslitaleik A-liðakeppninnar á Goðamótinu í dag.

Fjölnismenn fengu gull í B-liðakeppninni eftir 5:2 sigur á Breiðabliki 2 í úrslitaleiknum, Breiðablik vann hins vegar úrslitaleik C-liðanna gegn Leikni 3:1 og Þórsarar fengu gull í keppni D-liðanna eftir 3:0 sigur á Breiðabliki 1 í úrslitaleiknum.

Fjölnir hafði líka sigur í keppni E-liðanna, vann Fjarðabyggð 3:1 í úrslitaleik og í F-liðakeppninni fögnuðu Völsungar sigri; unnu Fylki 2:0 í úrslitaleik.

Myndir frá keppni dagsins koma inn á síðuna í kvöld sem og af öllum liðunum sem fengu verðlaun.


Leikir um sæti byrjaðir

Leikir um 3. sæti í keppni E og F-liða hófust núna klukkan 12. Það eru F-lið Þróttar og Vals sem eigast við og hjá E-liðunum BÍ 88 og Breiðablik 1.

Að þeim leikjum loknum, kl. 12.40, mætast Þróttur og Breiðablik 2 í leik um 3. sætið í keppni D-liða og á sama tíma Þróttur og Þór í C-liðakeppninni.

Höttur og Breiðablik 1 leika um 3. sæti og silfurverðlaun í B-liðakeppninni kl. 13.20 og á sama tíma verður flautað til leiks Þórs og Þróttar, sem bítast um 3. sæti í keppni A-liðanna.

Að þessu loknu fara fram svokölluð B-úrslit, þar sem eigast við liðin sem lentu í neðstu sætum riðlakeppninnar framan af mótinu.

Úrslitaleikirnir sjálfir hefjast svo kl. 14.40 - þegar E-lið Fjarðabyggðar og Fjölnis mætast annars vegar og F-lið Fylkis og Völsungs hins vegar.

Síðustu fjórir leikir mótsins hefjast svo kl. 15.20; leikirnir um síðustu gullverðlaunin. Leikirnir eru þessir:

A-lið Breiðablik - KA

B-lið Fjölnir - Breiðablik 2

C-lið Breiðablik - Leiknir

D-lið Breiðablik 1 - Þór

Breiðablik úr Kópavogi er sem sagt með fjögur lið í úrslitum.


Úrslit sunnudags kl. 14:30

Úrslit og spilað um sæti.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýjustu úrslit og lokastaða í öllum riðlum... (kl.22:00)

Þá er komið á hreint hvaða lið mætast í leikjum um sæti hjá A- og B-liðum. Leikjum laugardags er lokið.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

5. flokkur 2010 - Leikjum dagsins lokið

Úrslit!
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ný úrslit

AFjölnirÞór1 3
AFylkirBreiðablik2 4
AFjarðabyggðVölsungur2 4
AÞrótturValur   
BBreiðablik 1KS5 2
BFylkirFjölnir0 3
BValurBreiðablik 20 3
BHötturTindastóll2 4
CLeiknirBreiðablik3 5
CVölsungurFylkir2 2
CFjarðabyggðÞór0 3
CMagniÞróttur2 5

Fyrstu leikjum er lokið

A

FjölnirÞór1 3
AFylkirBreiðablik2 4
AFjarðabyggðVölsungur2 4

 

Föstudagur 009Þrír leikir hófust sem sagt klukkan þrjú eins og til stóð og aðeins einum þurfti að fresta. Allt er komið á fullt á þessu öðru Goðamóti ársins.

Nú snjóar töluvert á Akureyri og finnst mörgum komið nóg! En það væsir ekki um strákana frekar en fyrri daginn, þeir búa í Glerárskóla, steinsnar frá Boganum þar sem leikirnir fram og hlaupa á milli húsa.

Myndin er tekin síðdegis þegar Þróttarar úr Reykjavík komu í Glerárskóla.


Ísfirðingar létu ófærð ekki stoppa sig!

Föstudagur 018Nokkrum liðum hefur seinkað eitthvað á leiðinni norður til okkar í dag, aðallega vegna þess að þjóðvegurinn um Kjalarnes var lokaður í morgun vegna ófærðar. Margir strákanna eru þó komnir og flest liðin komin langleiðina til Akureyrar. Örlítil seinkun gæti þó orðið á því að mótið byrji en flauta átti til fyrstu leikja núna klukkan þrjú.

Gaman er að segja frá því að Ísfirðingar létu ófærð og vont veður ekki stoppa sig. Lið þeirra lagði af stað að heiman síðdegis í gær en eftir nokkra klukkutíma ferð var óumflýjanlegt að snúa við vegna veðurs og hópurinn gisti á Hólmavík í nótt. Ísfirðingar fóru svo af stað á ný snemma í morgun eru nú mættir galvaskir í Glerárskólann og er að gera sig klára fyrir keppni. Ástæða er til þess að bjóða þessar vestfirsku hetjur sérstaklega velkomnar!

Á myndinni eru nokkrir Ísfirðingarnir í Glerárskóla um miðjan dag þar sem þjálfarinn þeirra, Jón Hálfdán Pétursson, hélt smá fund.


Goðamót Þórs 5. flokkur karla 2010 - Smá breyting

Leikir Breiðabliks og Leiknis í A liðum víxlast á öllum leiktímum!

Leikjaplan, riðlar og dagskrá!

Goðamótin eru líka á Facebook, þar geta allir skrifað eða sett inn myndir!

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband