Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
17.3.2008 | 10:33
Fjögur mót á næsta ári
Ákveðið hefur verið að halda fjögur Goðamót á næsta ári!
Eitt fyrir 5. flokk stráka og annað fyrir 6. flokk stráka, að vanda. En einnig verða haldin tvö stelpnamót, aðsóknin er svo mikil að á sameiginlegt mót 4. og 5. flokks stelpna komast ekki nærri allir að sem vilja þannig að haldið verður sitt hvort stelpnamótið - eitt fyrir 4. flokk og annað fyrir 5. flokk.
Dagsetningarnar verða þessar:
4. flokkur kvenna 23. - 25. janúar
5. flokkur karla 27. febrúar til 1. mars
5. flokkur kvenna 13. til 15. mars
6. flokkur karla 27. til 29. mars
Íþróttir | Breytt 30.11.2008 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 10:29
895 mörk
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2008 | 10:28
Ingólfur yngstur til að skora?
Í skilaboðum sem okkur bárust hér inn á síðuna kemur fram að Ingólfur sem skoraði eitt mark fyrir E-lið Magna á mótinu um helgina er aðeins sex ára, hann verður sjö ára í september.
- Ég held að það séu nokkuð miklar líkur á því að hann sé sá yngsti sem hefur skorað á Goðamóti, skrifaði Magnamaðurinn sem sendi okkur línu. Það kann vel að vera rétt.
Til hamingju með markið, Ingólfur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 10:24
Tvö stelpnalið
Nokkrar stelpur voru með í liðunum um helgina. Þótt um sé að ræða mót fyrir 6. flokk stráka eru stelpurnar að sjálfsögðu velkomnar, enda æfa þær oft með strákunum - sérstaklega á fámennum stöðum þar sem krakkar eru ekki mjög margir. Góð dæmi um það eru Grenvík og Djúpivogur; stelpur hafa í gegnum árin verið í liði Magna og staðið sig frábærlega og stelpurnar í liði Neista gáfu strákunum að sjálfsögðu ekkert eftir. Neisti var nú með í fyrsta skipti á mótinu. En segja má að lið Fjarðabyggðar hafi vakið einna mesta athygli um helgina - auk hefðbundinna strákaliða átti Fjarðabyggð nefnilega tvö lið á mótinu sem eingöngu voru skipuð stelpum!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 10:10
Allir myndir komnar inn á síðuna
Jæja, þá eru allar myndir Goðamótsljósmyndarans frá helginni komnar inn í myndaalbúmin. Hann byrjaði rólega, aðeins eru 16 myndir frá föstudeginum en aftur á móti eru 430 myndir frá laugardeginum þar sem teknar voru myndir úr leikjum allra liða. Síðan eru 125 myndir frá gærdeginum; úr öllum úrslitaleikjunum og síðan af öllum liðunum sem fengu viðurkenningu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 15:20
Blikastrákar hrepptu A-liðagullið
Breiðablik sigraði KA í úrslitaleik A-liðanna núna áðan og Blikarnir fögnuðu þar með sigri á mótinu. Gullstrákarnir eru ásamt þjálfara sínum á myndinni hér að ofan.
KR sigraði í keppni B-liða, vann Leikni í úrslitaleik og hjá C-liðunum urðu Fylkismenn hlutskarpastir. Þeir sigruðu KR í úrslitaleiknum.
KA-menn unnu gullverðlaun í keppni D-liðanna eftir úrslitaleik við okkar menn í Þór - úrslitaleikurinn var jafn eftir framlengingu og því var hlutkesti varpað og KA-menn höfðu heppnina með sér.
Tindastóll frá Sauðárkróki sigraði svo í E-liðakeppninni, Sauðkrækingarnir lögðu Gróttumenn að velli í úrslitaleiknum.
Myndir úr öllum úrslitaleikjunum koma inn á vefinn seinna í dag - verða í sunnudagsmöppunni - og þá koma líka inn myndir af öllum liðunum sem hlutu verðlaun.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2008 | 12:00
320 myndir
Búið er að setja 320 myndir inn í laugardagsmöppuna en heilmikið á samt eftir að koma. Myndað var í leik hjá hverju einasta liði. Nú fer að styttast í úrslitaleikina þannig að ljósmyndarinn þarf að gera sig kláran í það verkefni. Afgangurinn af laugardagsmyndunum verður því ekki sjáanlegur fyrr en seinna í dag - þær mjatlast inn um svipað leyti og myndirnar frá verðlaunaafhendingunni.
Á meðfylgjandi mynd er baráttan í algleymingi í leik D-liða Fjarðarbyggðar og Breiðabliks í gær.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 09:47
Nú er ljóst hverjir spila til úrslita!
A lið Breiðablik - KA
B lið KR - Leiknir
C lið Fylkir - KR
D lið KA - Þór 1
E lið Tindastóll - Grótta
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 00:54
Fleiri myndir
Nú eru komnar 206 ljósmyndir í laugardagsmöppuna. Það hefur gengið aðeins hægar en venjulega að hlaða myndunum inn - tæknin aðeins að stríða okkur, eins og stundum er sagt - og afgangurinn af laugardagsmyndunum verður settur inn í albúmið í fyrramálið.
Á morgun verður ljósmyndarinn svo auðvitað áfram með myndavélina á lofti, myndar úrslitaleikina og svo verða teknir myndir af öllum liðunum sem vinna til verðlauna og jafnvel fleirum.
Þessi galvaski strákur á myndinni er leikmaður Fylkis. Hann er þarna á fleygiferð í leik C-liðsins gegn Gróttu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 22:47
Myndaveisla
Nú eru komnar rúmlega 100 myndir inn í laugardagsmöppuna en mun fleiri eru á leiðinni og verða komnar þangað þú, lesandi góður, vaknar í fyrramálið!
Hér eru fáein sýnishorn frá þessum frábæra laugardegi á Goðamóti 6. flokks.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006