Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fjögur mót á næsta ári

Ákveðið hefur verið að halda fjögur Goðamót á næsta ári!

Eitt fyrir 5. flokk stráka og annað fyrir 6. flokk stráka, að vanda. En einnig verða haldin tvö stelpnamót, aðsóknin er svo mikil að á sameiginlegt mót 4. og 5. flokks stelpna komast ekki nærri allir að sem vilja þannig að haldið verður sitt hvort stelpnamótið - eitt fyrir 4. flokk og annað fyrir 5. flokk.

Dagsetningarnar verða þessar:

4. flokkur kvenna 23. - 25. janúar

5. flokkur karla 27. febrúar til 1. mars

5. flokkur kvenna 13. til 15. mars

6. flokkur karla 27. til 29. mars


895 mörk

Um helgina fóru fram 145 leikir á Goðamóti 6. flokks. Alls voru skoruð 895 mörk á mótinu sem gera rúmlega 6 mörk að meðaltali í hverjum leik. Það er nýtt met - meðaltalið hefur yfirleitt verið um 5 mörk í hverjum leik Goðamótanna.

Ingólfur yngstur til að skora?

Í skilaboðum sem okkur bárust hér inn á síðuna kemur fram að Ingólfur sem skoraði eitt mark fyrir E-lið Magna á mótinu um helgina er aðeins sex ára, hann verður sjö ára í september.

- Ég held að það séu nokkuð miklar líkur á því að hann sé sá yngsti sem hefur skorað á Goðamóti, skrifaði Magnamaðurinn sem sendi okkur línu. Það kann vel að vera rétt.

Til hamingju með markið, Ingólfur.


Tvö stelpnalið

 E- Breiðablik - Magni

Nokkrar stelpur voru með í liðunum um helgina. Þótt um sé að ræða mót fyrir 6. flokk stráka eru stelpurnar að sjálfsögðu velkomnar, enda æfa þær oft með strákunum - sérstaklega á fámennum stöðum þar sem krakkar eru ekki mjög margir. Góð dæmi um það eru Grenvík og Djúpivogur; stelpur hafa í gegnum árin verið í liði Magna og staðið sig frábærlega og stelpurnar í liði Neista gáfu strákunum að sjálfsögðu ekkert eftir. Neisti var nú með í fyrsta skipti á mótinu. En segja má að lið Fjarðabyggðar hafi vakið einna mesta athygli um helgina - auk hefðbundinna strákaliða átti Fjarðabyggð nefnilega tvö lið á mótinu sem eingöngu voru skipuð stelpum!


Allir myndir komnar inn á síðuna

Jæja, þá eru allar myndir Goðamótsljósmyndarans frá helginni komnar inn í myndaalbúmin. Hann byrjaði rólega, aðeins eru 16 myndir frá föstudeginum en aftur á móti eru 430 myndir frá laugardeginum þar sem teknar voru myndir úr leikjum allra liða. Síðan eru 125 myndir frá gærdeginum; úr öllum úrslitaleikjunum og síðan af öllum liðunum sem fengu viðurkenningu.


Blikastrákar hrepptu A-liðagullið

IMG_7540 

Breiðablik sigraði KA í úrslitaleik A-liðanna núna áðan og Blikarnir fögnuðu þar með sigri á mótinu. Gullstrákarnir eru ásamt þjálfara sínum á myndinni hér að ofan.

KR sigraði í keppni B-liða, vann Leikni í úrslitaleik og hjá C-liðunum urðu Fylkismenn hlutskarpastir. Þeir sigruðu KR í úrslitaleiknum.

KA-menn unnu gullverðlaun í keppni D-liðanna eftir úrslitaleik við okkar menn í Þór - úrslitaleikurinn var jafn eftir framlengingu og því var hlutkesti varpað og KA-menn höfðu heppnina með sér.

Tindastóll frá Sauðárkróki sigraði svo í E-liðakeppninni, Sauðkrækingarnir lögðu Gróttumenn að velli í úrslitaleiknum.

Myndir úr öllum úrslitaleikjunum koma inn á vefinn seinna í dag - verða í sunnudagsmöppunni - og þá koma líka inn myndir af öllum liðunum sem hlutu verðlaun.


320 myndir

Búið er að setja 320 myndir inn í laugardagsmöppuna en heilmikið á samt eftir að koma. Myndað var í leik hjá hverju einasta liði. Nú fer að styttast í úrslitaleikina þannig að ljósmyndarinn þarf að gera sig kláran í það verkefni. Afgangurinn af laugardagsmyndunum verður því ekki sjáanlegur fyrr en seinna í dag - þær mjatlast inn um svipað leyti og myndirnar frá verðlaunaafhendingunni.

Á meðfylgjandi mynd er baráttan í algleymingi í leik D-liða Fjarðarbyggðar og Breiðabliks í gær.


Nú er ljóst hverjir spila til úrslita!

A lið Breiðablik - KA

B lið KR - Leiknir

C lið Fylkir - KR

D lið KA - Þór 1

E lið Tindastóll - Grótta 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fleiri myndir

 

Nú eru komnar 206 ljósmyndir í laugardagsmöppuna. Það hefur gengið aðeins hægar en venjulega að hlaða myndunum inn - tæknin aðeins að stríða okkur, eins og stundum er sagt - og afgangurinn af laugardagsmyndunum verður settur inn í albúmið í fyrramálið.

Á morgun verður ljósmyndarinn svo auðvitað áfram með myndavélina á lofti, myndar úrslitaleikina og svo verða teknir myndir af öllum liðunum sem vinna til verðlauna og jafnvel fleirum.

Þessi galvaski strákur á myndinni er leikmaður Fylkis. Hann er þarna á fleygiferð í leik C-liðsins gegn Gróttu.


Myndaveisla

Nú eru komnar rúmlega 100 myndir inn í laugardagsmöppuna en mun fleiri eru á leiðinni og verða komnar þangað þú, lesandi góður, vaknar í fyrramálið!

Hér eru fáein sýnishorn frá þessum frábæra laugardegi á Goðamóti 6. flokks.


Næsta síða »

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband