Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 15:46
Þór fékk gull í 4. B
Þórsarar fengu gullverðlaun í B-liðakeppni 4. flokks, stelpurnar sigruðu Hött frá Egilsstöðum 2:1 í úrslitaleiknum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 15:43
HK meistari í 4. flokki A
HK stelpur úr Kópavogi sigruðu í keppni A-liða 4. flokks á Goðamótinu. Lögðu Stjörnuna úr Garðabæ í úrslitaleik, 2:0. HK-stelpurnar eru á myndinni að ofan, hún var tekin eftir verðlaunaafhendinguna sem er nýlokið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 13:47
Línur að skýrast
Úrslitaleikirnir hefjast senn, núna kl. 14.00, en nú liggur fyrir hvaða lið urðu í 3. sæti á Goðamótinu.
Rauðletruðu liðin urðu í 3. sæti:
4 flokkur A: Þór, sigraði Val 1:0 í leik um 3. sætið.
4. flokkur B: HK, sigraði Leiknir R 3:0
4. flokkur C: KA, sigraði Stjörnuna 3:0.
5. flokkur A: VALUR, sigraði KA 2:0. Myndin hér að ofan er úr þessum leik.
5. flokkur B: KA, vann Tindastól 2:0.´
Úrslit eru ljós í keppni C-liða 5. flokks þar sem leikið var í einum riðli. Fjarðarbyggð sigraði, Völsungur varð í 2. sæti og Valur í 3. sæti.
Völsugnur 2. sæti og í fysta sæti Fjarðabyggð
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 09:44
Þór og Höttur í úrslitaleik B-liða 4. flokks
Það verða heimamenn í Þór og stelpurnar í Hetti frá Egilsstöðum sem leika til úrslita í keppni B-liða 4. flokks. Þór vann HK 6:2 í undanúrslitum núna áðan og Höttur lagði Leikni úr Reykjavík 3:1.
Úrslitaleikirnir eru því þessir:
4. A - HK 2 - Stjarnan kl. 14.00
4. B Þór 1 - Höttur kl. 14.00
4. C Þór - Leiftur kl. 14.00
5. A KS - Þór kl. 14.00
5. B - Fjarðarbyggð - Valur kl. 13.20
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 09:39
Gullmark á síðustu sekúndunum og HK í úrslit!
HK úr Kópavogi og Stjarnarn úr Garðabæ leika til úrslita A-liðakeppni 4. flokks.
Stjarnan vann Val 2:0 í unanúrsllitunum í morgun og HK sigraði heimastúlkurnar í Þór 2:1 í framlengdum spennuleik. Þórsarar höfðu ekki fengið á sig eitt einasta mark á mótinu fram að þessu, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og HK tryggði sér sigur með gullmarki þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Dramatík þar á ferðinni og HK-ingar fögnuðu innilega eins og von var.
Úrslitaleikurinn hefst kl. 14.00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 00:19
Fullt af myndum frá laugardeginum
Þá er laugardeginum lokið og laugardagslögunum líka. Eurobandið fer til Serbíu en við hér á Akureyri vöknum snemma í fyrramálið eins og í morgun því keppni hefst á Goðamótinu kl. 8.00 þegar stelpurnar í A-liðum 4. flokks hefja leik.
Nú eru komnar alls 252 ljósmyndir inn í laugardagsmöppuna. Frá föstudeginum eru 107 myndir og margar bætast við á morgun. Það verður því nóg af skoða fyrir pabba og mömmur, afa og ömmur, frændur og frænkur og systkini - og auðvitað stelpurnar sjálfar, þegar þær koma heim.
Meðfylgjandi mynd er úr leik Fjarðarbyggðar og Völsungs í 5. flokki C um miðjan laugardaginn.
Fljótlega í fyrramálið kemur í ljós hverjir komast alla leið í úrslitaleikina í 4. flokki.
Nú um miðnættið er gott veður á Akureyri og það verður bara að segjast eins og er að það er dálítið jólalegt! Tveggja stiga frost og hvít jörð. Það snjóaði svolítið í kvöld, aðeins til að minna okkur á hvar við búum. Spáin fyrir sunnudaginn er góð.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 17:35
KS og Þór í úrslitaleikinn
Það verða KS frá Siglufirði og heimamenn úr Þór hér á Akureyri sem spila úrslitaleikinn í A-liðakeppni 5. flokks á morgun. Undanúrslitunum lauk rétt í þessu.
Siglfirðingar lögðu Valsstúlkur frá Reykjavík í undanúrslitunum 2:1. Valsmenn voru yfir í hálfleik en KS-ingar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum eftir hlé. Þetta var mikill baráttuleikur og jafnræði með liðunum.
Þórsstelpurnar léku við KA í undanúrslitunum og unnu örugglega, 6:2.
Valur og KA mætast í leik um 3. sætið kl. 11.20 en úrslitaleikur KS og Þórs hefst kl. 14.00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 16:37
"Hún á afmæli í dag ... "
Stelpurnar í Leikni úr Reykavík i sungu hástöfum fyrir einn leikmanna liðsins, Heiðu Sóleyju Ingólfsdóttur, í Boganum í dag enda á hún 12 ára afmæli. "Hún á afmæli í dag..." hljómaði langar leiðir og ljósmyndari mótsins rann á hljóðið.
Heiða Sóley situr fremst fyrir miðri mynd.
Þegar stelpurnar voru spurðar hvernig hefði gengið á mótinu voru svörin mismunandi: "Vel" sagði ein, önnur sagði "illa" og sú þriðja "ágætlega". Ha? spurði blaðamaðurinn ráðvilltur. "Sko, það fer eftir því hvaða lið þú ert að meina. B-liðinu hefur gengið vel," útskýrði ein.
Íþróttir | Breytt 24.2.2008 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2008 | 15:18
Liðin í undanúrslitum 5. flokks
Nú er ljóst hvaða lið leika í undanúrslitum 5. flokks. Í keppni A-liðanna eru það annars vegar KS og Valur sem mætast og hins vegar Akureyrarliðin KA og Þór. Þessir leikir hefjast kl. 16.40, eftir tæpan einn og hálfan klukkutíma.
Sigurliðin í þessum leikjum spila úrslitaleikinn á morgun, kl. 14.00.
Hjá B-liðum 5. flokks leika í undanúrslitum Fjarðabyggð - Tindastóll og KA - Valur. Þeir leikir hefjast kl. 17.20.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 12:53
Stelpurnar til fyrirmyndar
Kurteisi og góð framkoma allra stelpnanna á Goðamótinu vakti sérstaka athygli starfsmanna í mötuneytinu í gærkvöldi. "Það er óhætt að hrósa stelpunum mjög mikið fyrir góða framkomu - og fararstjórarnir voru líka til fyrirmyndar!" segir Brynja Sigurðardóttir, stundum kölluð mamma Goðamótsins en hún stjórnar aðgerðum í Glerárskólanum þar sem aðkomuliðin gista og borða bæði morgunverð og kvöldmat.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006