14.3.2009 | 22:44
Dúndrandi diskó í Glerárskóla
Stelpurnar sem taka þátt í Goðamótinu fjölmenntu í íþróttahús Glerárskóla í kvöld og skemmtu sér konunglega. Þar sáu nemendur 10. bekkjar skólans um diskótek við góðar undirtektir, nokkrir fótboltastrákar litu líka þar við, líklega þeir sömu og skemmtu sér á sama stað þegar þeir kepptu á Goðamóti um daginn en þá stóðu krakkarnir í Glerárskóla einnig fyrir diskóteki.
Það var ekki langt að fara fyrir stelpurnar í aðkomuliðunum, þær gista í Glerárskóla og íþróttahúsið er sambyggt, sem og sundlaugin en þangað hafa margar þeirra farið í gærkvöldi eða í dag.
Fleiri myndir úr leikjum dagsins eru komnir inn í albúmið, sem og nokkrar sem teknar voru í Glerárskólanum í kvöld.
Keppni hefst aftur klukkan 9.30 í fyrramálið og mótinu lýkur laust eftir klukkan 14.00. Þá fer fram verðlaunaafhending og síðan Goða-grillveisla við Hamar.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.