Leita í fréttum mbl.is

895 mörk

Um helgina fóru fram 145 leikir á Goðamóti 6. flokks. Alls voru skoruð 895 mörk á mótinu sem gera rúmlega 6 mörk að meðaltali í hverjum leik. Það er nýtt met - meðaltalið hefur yfirleitt verið um 5 mörk í hverjum leik Goðamótanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá ábending. Fyrst verið er að skrá mörk í mótinu þarf að vanda það aðeins betur. Óskráð eru 77 mörk t.d. í síðasta leik hjá mínu liði var erlendur dómari sem gat ekki tjáð sig við drengina og komu engin mörk frá þeim leik sem voru 7. Samt sem áður frábært mót takk fyrir.

Magnús Rúnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:32

2 identicon

Sæll Magnús

Við reynum að skrá mörkin eins rétt og okkur er unnt en í tilfellum sem þú nefnir þá er ekki unnt að skrá þau mörk rétt og einnig eru sjálfsmörk ekki skráð en þau eru nokkuð mörg. 

Mótsstjórn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:50

3 identicon

Á móti þar sem mikil áhersla er lögð á að lið græði ekkert á því að vinna stóra sigra og úrlist ekki skráð nema með hámarks mun upp á þrjú mörk er það "ekki-frétt" að sett hafi verið markamet á mótinu. Þessa frétt hefði raunar aldrei átt að skrifa og ekki heldur að tilkynna við verðlaunaafhendinguna.

Þetta "markamet" er væntanlega að hluta til komið vegna þess að einhverjir þjálfarar hafa ofmetið liðin sín og keppt í flokki þar sem liðið átti alls ekkert erindi og líka vegna þess að einhverjir vanmátu liðin sín, um það voru nokkur dæmi. Vona bara að slíkt vanmat sé ekki með vilja gert til að ná í auðvelda verðlaunagripi.

Haraldur Ingólfsson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Sammála Haraldi! Því miður voru dæmi um það á þessu móti að menn "róteruðu" liðunum til að reyna að ná í verðlaunagripi! Mótsstjórnin var með fund á föstudeginum til að fara yfir þessi mál og reyndi að höfða til samvisku þjálfara! En ekki fóru allir eftir því! Við á Grenivík vorum líklega með yngsta lið mótsins´. Í öðru liðinu voru 9 börn úr 7. flokki og 3 í 6. flokki. Úrslitin voru því ansi skrautleg! Mig langar þó að sérstaklega að hrósa þjálfara Þórs en hann fækkaði í liði sínu þegar ljóst var að um ójafnan leik yrði að ræða!

Þakka annars fyrir frábært mót!

Þorsteinn Þormóðsson, 18.3.2008 kl. 22:35

5 identicon

ég ætlaði að spyrja hvers vegna allar myndirnar úr móti 4.flokks kvenna séu farnar útaf síðunni ? ;o

Alma Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:39

6 identicon

sælir var líka að spá hvers vegna engar myndir eru af 5 flokki karla það eru myndir sem skráðar eru á þá en eru af 6 flokki kk en ekki 5 flokki

berglind leifsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband