15.3.2008 | 18:52
Magni fékk 10 þúsundasta ísinn!
Ferð í Brynju er fastur liður hjá hverjum keppanda á Goðamótinu nú sem fyrr, eins og áður hefur komið fram. Heimsókn strákanna í Breiðabliki um miðjan dag var hins vegar ekki venjuleg - þá var nefnilega afgreiddur 10 þúsundasti ísínn á Goðamótunum til þessa en þetta er sjötta árið sem mótin fara fram.
Strákurinn sem fékk ís númer 10.000 heitir Magni Kristinsson og var hann leystur út með gjöfum í tilefni dagsins. Í fyrsta lagi gáfu Fríður og Júlli í Brynju honum Brynju-húfu og Brynju-bol sem og gjafabréf - þannig að hann getur gefið fjölskyldunni bragðaref í Brynju næst þegar þau koma norður. Síðast en ekki síst tilkynnti Reynir Eiríksson úr mótsstjórn Goðamótsins að fjölskyldu Magna yrði send glæsileg karfa með kjöti frá Norðlenska innan tíðar.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.