15.3.2008 | 19:13
Goðamótssamningurinn endurnýjaður til þriggja ára
Í gærkvöldi skrifuðu Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, fyrir hönd Íþróttafélagsins Þórs, undir samning um áframhaldandi samstarf Norðlenska og Þórs um Goðamótin í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu þriggja ára og tekur gildi frá og með næsta vetri.
Nú stendur yfir í Boganum á Akureyri Goðamót Þórs í 6. aldursflokki drengja og er þetta þriðja og síðasta Goðamót vetrarins. Núgildandi samningur milli Norðlenska og Þórs um Goðamótin rennur út að þessu móti loknu og samningurinn er því framhald á núverandi samstarfi, sem hefur staðið undanfarin sex ár, en frá árinu 2003 hefur Íþróttafélagið Þór haldið Goðamótin. Um er að ræða mót í 5. aldursflokki drengja, 6. aldursflokki drengja og 4. og 5. aldursflokki kvenna.
Á hverju Goðamóti taka þátt á bilinu 450 til 500 þátttakendur, auk fjölda þjálfara, fararstjóra og foreldra. Skjóta má á að við framkvæmd hvers móts vinni sem næst eitthundrað sjálfboðaliðar.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, sagði við undirskrift samningsins í kvöld að það skipti fyrirtækið miklu máli að koma að Goðamótunum. "Við leggjum áherslu á að koma að samfélagslegum verkefnum á þeim stöðum þar sem við störfum og Goðamótin eru stærsta einstaka verkefnið sem við tökum þátt í. Það er ljóst að okkar helsta vörumerki, Goði, er oftast nefnt í tengslum við þessi mót. Okkur er það sönn ánægja að framlengja þetta samstarf til næstu þriggja ára," sagði Ingvar.
Sigurjón Magnússon, talsmaður Goðamótanna, segir það skipta Íþróttafélagið Þór gríðarlega miklu máli að eiga þetta farsæla samstarf við Norðlenska um framkvæmd Goðamótanna. "Norðlenska hafði trú á þessari hugmynd í upphafi og síðan hafa mótin vaxið og dafnað. Samstarf okkar við fyrirtækið hefur frá upphafi verið einstaklega gott og ég vil að forráðamenn Norðlenska viti hversu gríðarlega mikils við metum þetta samstarf. Ég fagna þessum nýja samningi og vona að við eigum samstarf við Norðlenska um Goðamótin um ókomna tíð."
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.