2.3.2008 | 09:50
A-lið: Fjarðarbyggð og KA mætast í úrslitaleiknum
KA og Fjarðarbyggð leika til úrslita í keppni A-liðanna á Goðamótinu.
Undanúrslitunum er nýlokið og þar gerðu lið Fjarðarbyggðar og Breiðabliks jafntefli. Staðan var 1:1 eftir framlengingu og því þurfti að grípa til þess að kasta upp peningi til að fá fram úrslit, og heppnin var Austfirðingunum.
Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu KA strákarnir okkar menn í Þór 3:1.
Úrslitaleikur KA og Fjarðarbyggðar verður síðasti leikur mótsins og hefst kl. 13.40.
Leikur Þórs og Breiðabliks um þriðja sætið hefst kl. 11.40.
Það er athyglisvert að liðin sem leika til úrslita, KA og Fjarðarbyggð voru saman í riðli á mótinu. KA vann alla fjóra leiki sína, m.a. Fjarðarbyggð 1:0, og Austfirðingarnir unnu þrjá leiki.
Blikarnir unnu alla fjóra leikina í hinum riðlinum og voru með markatöluna 13:1.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.