Leita í fréttum mbl.is

A-lið: Fjarðarbyggð og KA mætast í úrslitaleiknum

KA og Fjarðarbyggð leika til úrslita í keppni A-liðanna á Goðamótinu.

Undanúrslitunum er nýlokið og þar gerðu lið Fjarðarbyggðar og Breiðabliks jafntefli. Staðan var 1:1 eftir framlengingu og því þurfti að grípa til þess að kasta upp peningi til að fá fram úrslit, og heppnin var Austfirðingunum.

Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu KA strákarnir okkar menn í Þór 3:1.

Úrslitaleikur KA og Fjarðarbyggðar verður síðasti leikur mótsins og hefst kl. 13.40.

Leikur Þórs og Breiðabliks um þriðja sætið hefst kl. 11.40.

Það er athyglisvert að liðin sem leika til úrslita, KA og Fjarðarbyggð voru saman í riðli á mótinu. KA vann alla fjóra leiki sína, m.a. Fjarðarbyggð 1:0, og Austfirðingarnir unnu þrjá leiki.

Blikarnir unnu alla fjóra leikina í hinum riðlinum og voru með markatöluna 13:1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband