Leita í fréttum mbl.is

Handleggsbrotnaði en fékk að koma með

Föstudagur116

Stelpurnar í Sindra á Hornafirði eru nú með á Goðamótinu í fyrsta skipti. Blaðamaður heimasíðunnar hitti nokkrar þeirra að máli í dag, rétt fyrir mikilvægan leik. Ein skartaði forláta gifsi á vinstri handlegg og það kom auðvitað ekki til af góðu. "Það var hálka úti og vindur og ég bara datt. Vinkona mín datt líka og lenti ofan á mér," sagði Kolbrún Ólafsdóttir. Óhappið varð fyrir tveimur vikum, löngu eftir að hún byrjaði að hlakka til að koma á Goðamótið. "Það var sem betur fer búið að gefa mér kæruleysissprautu þegar ég fattaði að ég myndi missa af mótinu," sagði Kolbrún í dag. En svo fékk hún auðvitað að koma með til Akureyrar og hvatti vinkonur sínar áfram. Þess má geta að Kolbrún er dóttir þjálfara Sindra, Ólafs Jónssonar. Sindrastelpurnar á myndinni eru, frá vinstri: Lúcía, María, María Hjördís, Dóra, Guðlaug og Kolbrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband