22.2.2008 | 23:39
Handleggsbrotnaði en fékk að koma með
Stelpurnar í Sindra á Hornafirði eru nú með á Goðamótinu í fyrsta skipti. Blaðamaður heimasíðunnar hitti nokkrar þeirra að máli í dag, rétt fyrir mikilvægan leik. Ein skartaði forláta gifsi á vinstri handlegg og það kom auðvitað ekki til af góðu. "Það var hálka úti og vindur og ég bara datt. Vinkona mín datt líka og lenti ofan á mér," sagði Kolbrún Ólafsdóttir. Óhappið varð fyrir tveimur vikum, löngu eftir að hún byrjaði að hlakka til að koma á Goðamótið. "Það var sem betur fer búið að gefa mér kæruleysissprautu þegar ég fattaði að ég myndi missa af mótinu," sagði Kolbrún í dag. En svo fékk hún auðvitað að koma með til Akureyrar og hvatti vinkonur sínar áfram. Þess má geta að Kolbrún er dóttir þjálfara Sindra, Ólafs Jónssonar. Sindrastelpurnar á myndinni eru, frá vinstri: Lúcía, María, María Hjördís, Dóra, Guðlaug og Kolbrún.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.