21.10.2011 | 19:34
Goðamótin árið 2013 - helstu upplýsingar!
Goðamót Þórs á Akureyri 2013!
Eins og undanfarna vetur mun knattspyrnudeild Þórs halda hin vinsælu Goðamót í nokkrum flokkum drengja og stúlkna í samvinnu við og með stuðningi Norðlenska. Mótin hefjast um miðjan dag á föstudegi og lýkur um miðjan dag á sunnudegi.
6. flokkur kvenna 1.-3. febrúar
5. flokkur karla 15.-17. febrúar
5. flokkur kvenna 1.-3. mars
6. flokkur karla 15.-17. mars
Á Goðamótunum er spilaður 7-manna bolti A, B, C, D, E, F-liða og allir leikir fara fram í Boganum, knattspyrnuhúsinu á Akureyri. Nema í 6.flokk kvenna þar er spilaður 5manna bolti.
Þátttökugjald er kr. 9.500. Innifalið í því er keppnisgjald, gisting, sund, morgunmatur laugardag og sunnudag, hádegishressing laugardag, kvöldmatur föstudag og laugardag, grill á sunnudegi fyrir brottför auk glaðnings frá styrktaraðila. Auk þess fara allir þátttakendur í Brynju og fá ís. Allt þetta fyrir aðeins kr. 9.500
Frítt er fyrir einn fararstjóra og/eða þjálfara með hverju liði frá félagi. ½ gjald fyrir hvern fullorðinn umfram það (mesta lagi tveir fullorðnir á lið).
Nú er í boði ýmis aukaafþreying með ótrúlegum afslætti fyrir keppendur á mótinu.
Skautahöllin 500 kr. á mann (með skautaleigu) fyrir iðkendur og fjölskyldur þeirra.
Paradísarland (innanhússkemmtigarður á Glerártorgi) 500 kr. á keppanda.
Sambíóin bjóða keppendum upp á bíó, popp og gos á einungis 950kr. Ef myndin er í 3d þá kosta gleraugu auka 150kr
Staðfestingargjald er kr. 10.000 (greiðist 4 vikum fyrir mót) á hvert lið og dregst það frá í lokauppgjöri. Félög komi nauðsynlegum upplýsingum, fyrirspurnum og skráningu liða á framfæri með tölvupósti á godamot@tpostur.is
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.