Leita í fréttum mbl.is

Leikjadagskráin klár

Enn og aftur styttist í Goðamót og næstum allt að verða klárt fyrir mótið í 5. og 6. flokki kvenna sem verður 4.-6. mars.

Búið er að leggja lokahönd á riðlaskiptingu og uppsetningu leikjadagskrárinnar ogmá nálgast þær upplýsingar í pdf skjölum sem fylgja þessari frétt. Fyrstu leikir hefjast kl.16:00 á föstudag og mótinu ætti að vera lokið um kl.15:00 á sunnudag.

Eins og venjulega verður gist í Glerárskóla og vill mótsstjórn leggja áherslu á að móttaka liða hefst kl. 15.00 á föstudag í skólanum. Við biðjum liðin um að virða þá tímasetningu þannig að starfsfólk skólans fái tóm til að ganga frá að lokinni vinnuviku þar. Ef lið eru komin fyrr til Akureyrar eru þau velkomin í Hamar, félagsheimili Þórs, þar sem hægt er að setjast niður og slaka á þar til hleypt verður inn í skólann.

Handbók mótsins með margs konar gagnlegum upplýsingum, auk leikjadagskrárinnar, verður tilbúin síðar í vikunni og verður m.a. sett hér inn á mótssíðuna sem pdf-skjal. Þannig ættu allir, bæði þjálfarar, fararstjórar, keppendur og foreldrar að geta kynnt sér dagskrána, reglur og fleira.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Stjórn Goðamóta

Goðamót Þórs í fótbolta
Goðamót Þórs í fótbolta

Goðamótin í knattspyrnu veturinn 2012

4.fl.kvenna 3. - 5. feb

5.fl.karla 17. - 19. feb

5.fl og 6.fl.kvenna 2. - 4. mars

6.fl.karla 23. - 25. mars


Upplýsingar!

Netfang:  godamot@tpostur.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband