6.2.2011 | 09:31
Lokadagurinn hafinn
Fyrstu leikir sunnudagsins eru hafnir og eru það B-liðin sem fyrst rísa úr rekkju.
Í undanúrslitum B-liða leika Breiðablik-Þór og Fjölnir-FH. Sigurliðin leika um gullið og tapliðin um bronsið. Í keppni um 5.-8. sæti (B-úrslit) hjá B-liðum leika KA-KF og Völsungur-Fylkir. Fyrir þá sem ekki vita þá er KF skammstöfun fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og því arftaki Leifturs og KS. Sigurliðin í þessum leikjum leika um B-úrslita bikar en tapliðin leika um 7.-8. sæti.
Kl. 9.40 hefjast undanúrslit C-liða. Þar eigast við Fjölnir-Þór/KA og Breiðablik-Tindastóll þar sem sigurliðin leika síðan um gullið og tapliðin um bronsið seinna í dag. Þess má geta að þrjú lið urðu jöfn í öðru sæti í öðrum riðlinum og því var dregið um röð þeirra á fararstjórafundi í gær. Þar var það Breiðablik sem hafði heppnina með sér og komst í úrslitin, en HK og Fjarðabyggð fara í keppni um 5.-8. sætið (B-úrslit). Sigurliðin í þessum leikjum leika um B-úrslita bikarinn en tapliðin um 7.-8. sæti.
Undanúrslit D-liða hefjast síðan kl. 10.20. Þar eigast við Völsungur-Fylkir og Þór-Fjölnir og fara sigurliðin í leik um gullið en tapliðin leika um bronsið. Hjá D-liðum leika Breiðablik-Þór/KA2 og FH2-FH1, sigurliðin leika um B-úrslita bikarinn en tapliðin um 7.-8. sæti.
Undanúrslit A-liða fóru fram í gær. Breiðablik vann Fjölni, 3-0, en FH og KA skildu jöfn, 1-1, eftir framlengdan leik. Þá var varpað hlutkesti og hafði KA heppnina með sér og leikur því til úrslita gegn Breiðabliki, en FH og Fjölnir leika um bronsið. Í B-úrslitum A-liða leika Fylkir og Þór, og um 7.-8. sæti leika Tindastóll og KR.
Þess má geta að þrisvar þurfti að varpa hlutkesti eða draga um röð liða í gær. Fyrst voru það Þór og Fjölnir sem enduðu jöfn í 2. sæti síns riðils hjá A-liðum og höfðu gert jafntefli sín á milli þannig að þá kom til hlutkestis sem Fjölnir vann og komst þar með í úrslitin en Þórsstelpur í keppni um 5.-8. sæti (B-úrslit). Síðan var jafnt hjá FH og KA í undanúrslitum A-liða og vann KA það hlutkesti og leikur því um gullið. Loks voru síðan þrjú lið jöfn í öðru sæti í öðrum riðlinum hjá C-liðum og var dregið um röð þeirra á fararstjórafundi í gærvköldi. Röðin þar varð: Breiðablik-HK-Fjarðabyggð. Það skondna við þann drátt að fulltrúar HK og Fjarðabyggðar voru á staðnum og drógu sín spil, drottningu og gosa, en enginn fulltrúi frá Breiðabliki var á fundinum og fékk Breiðablik því síðasta spilið - sem var kóngurinn.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.