5.2.2011 | 08:48
Laugardagur til lukku og Brynju ís eftir hádegið
Laugardagur er hafinn, vonandi til lukku. Fyrstu leikir á Goðamótinu í dag hefjast kl. 9.30 og eru það B-liðin sem fyrst þurfa að rísa úr rekkju. Það er auðvitað skemmtileg tilviljun ef mið er tekið af kenningum um A-fólk og B-fólk varðandi svefntíma og hvenær fólk vaknar. En það er allt annar handleggur.
Núna kl. 9.30 eigast við í B-liðum KA-Völsungur, Breiðablik-HK og Höttur-KF. Leikjadagskráin heldur svo áfram í allan dag og hefjast síðustu leikir kl. 18.10. Laugardagur á Goðamótum þýðir líka eitt: Ísferð í Brynju. Eftir hádegið í dag verða tveir góðir Þórsarar á ferðinni á SBA-rútum og ferja liðin og liðsstjóra inn í Innbæ þar sem þátttakendur, fararstjórar og þjálfarar (ekki aðrir) fá hinn fræga Brynju ís.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.