4.2.2011 | 22:31
Vel heppnuð nýjung á Goðamóti
Goðamótsnefndin tók upp á því nú á þessu móti sem ekki hefur verið gert á fyrri Goðamótum, að girða af öryggissvæði við völlinn sem eingöngu er ætlað fyrir þjálfara, liðsstjóra og keppendur í þeim liðum sem eru að leika hverju sinni
Þetta virðist virka nokkuð vel, nú hafa þjálfarar gott pláss og útsýni yfir völlinn og þurfa ekki að fara inn á völlinn sjálfan til að sjá meðfram hiðarlínunni eins og oft er ef foreldrar og aðrir áhorfendur eru komnir alveg að hliðarlínunni.
Þetta sést til vel á einni af myndunum sem tekin var í dag (sjá hér). Þetta kemur einnig fram í húsreglum Bogans á Goðamótum sem birtar eru í handbók Goðamótsins, en hana fá þjálfarar og fararstjórar liðanna afhenta við komu á mótið. Þar er þetta orðað svona: "Vallarsvæði á Goðamótum er afmarkað með sérstökum borða og eiga allir áhorfendur að vera utan vallarsvæðisins. Einungis, dómari leiksins, leikmenn, þjálfararar og liðstjórar þeirra liða sem taka þátt í leiknum mega vera innan vallarsvæðisins."
Sjálfa handbókina má sækja í pdf-formi á slóðinni hér að neðan:
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.