28.3.2010 | 13:15
Reyni Eiríkssyni veitt gullmerki Þórs
Í lok hvers dags á Goðamótum er haldinn farastjórafundur þar sem Goðamótsnefnd og forráðamenn liðanna setjast niður og fara yfir viðburði liðins dags og farið er yfir fyrirkomulag næsta dags. Þar er farið yfir hvernig til hefur tekist og mönnum gefin kostur á að koma á framfæri athugasemdum um hvað megi betur fara, þyki ástæða til. Þessir fundir leggja m.a. grunninn að því allt mótshaldið rúllar jafn smurt og raunin er á.
Farastjórafundinn sem haldin var í gærkvöld sat m.a. hluti aðalstjórnar Þórs og ekki að ástæðulausu. Í lok fundarins bað Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs um orðið. Tilefnið var að færa Goðamótsnefnd þakkir fyrir frábært starf í kringum goðamótin sem eru orðin stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn sem haldinn er á Akureyri ár hvert. Þá tilkynnti Sigfús Ólafur að aðalstjórn Þórs hafi einróma samþykkt að veita Reyni Eiríkssyni gullmerki Þórs. Reynir er einn upphafsmanna Goðamótanna og er afar vel að þessari viðurkenningu komin.
Árni Óðinsson nælir gullmerki í barm Reynis Eiríkssonar
Reynir Eiríksson og Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs
Frá farastjórafundinu í gærkvöld
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.