28.2.2010 | 12:11
Leikir um sæti byrjaðir
Leikir um 3. sæti í keppni E og F-liða hófust núna klukkan 12. Það eru F-lið Þróttar og Vals sem eigast við og hjá E-liðunum BÍ 88 og Breiðablik 1.
Að þeim leikjum loknum, kl. 12.40, mætast Þróttur og Breiðablik 2 í leik um 3. sætið í keppni D-liða og á sama tíma Þróttur og Þór í C-liðakeppninni.
Höttur og Breiðablik 1 leika um 3. sæti og silfurverðlaun í B-liðakeppninni kl. 13.20 og á sama tíma verður flautað til leiks Þórs og Þróttar, sem bítast um 3. sæti í keppni A-liðanna.
Að þessu loknu fara fram svokölluð B-úrslit, þar sem eigast við liðin sem lentu í neðstu sætum riðlakeppninnar framan af mótinu.
Úrslitaleikirnir sjálfir hefjast svo kl. 14.40 - þegar E-lið Fjarðabyggðar og Fjölnis mætast annars vegar og F-lið Fylkis og Völsungs hins vegar.
Síðustu fjórir leikir mótsins hefjast svo kl. 15.20; leikirnir um síðustu gullverðlaunin. Leikirnir eru þessir:
A-lið Breiðablik - KA
B-lið Fjölnir - Breiðablik 2
C-lið Breiðablik - Leiknir
D-lið Breiðablik 1 - Þór
Breiðablik úr Kópavogi er sem sagt með fjögur lið í úrslitum.
Eldri færslur
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- September 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Október 2011
- September 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Heimasíður tengdar Goðamótum
- Goðamót TV á Youtube Samansafn myndbanda á vegum Goðamótanna
- Eldri vefur Goðamóta
- Íþróttafélagið Þór
- Landsbankamót Þórs
- Myndir frá Goðamótum 2005 og 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.